6.11.6. Sérstök mannvirki

Leiðbeiningar

1 Sækja þarf um byggingarleyfi fyrir mannvirkjum skv. 2.3 kafla byggingarreglugerðar. Framkvæmdir skulu vera í samræmi við skipulagsáætlanir og gæta skal meðal annars að ákvæðum laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og laga um náttúruvernd nr. 60/2013.

2 Í 3. mgr. 6.11.6. gr. segir: "Fyrir sérstök mannvirki og aðkomu að þeim skulu kröfur um algilda hönnun uppfylltar eftir því sem við á."

Sjá leiðbeiningar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) nr. 6.2.2 Aðkomuleiðir og umferðarsvæði innan lóðar, 6.2.3 Algild hönnun aðkomu að byggingu, 6.2.4 Bílastæði hreyfihamlaðra og 6.8.3 Algild hönnun snyrtinga og baðherbergja.

3 Í 4.3.7. gr. og 8. mgr. 4.4.1. gr. byggingarreglugerðar 112/2012 er fjallað um hvaða hönnunargögnum á að skila vegna sérstakra mannvirkja.

Yfirlit yfir breytingar sem gerðar hafa verið á leiðbeiningunni:

ÚtgáfaLýsing á breytingu:Dags.
1.0Á ekki við12.10.2023
1.1Bætt við tilvísunum25.2.2013
1.2Letur stækkað og tilvísanir fjarlægðar27.6.2018
1.3Tilvísanir fjarlægðar16.8.2019
1.4Tilvísanir fjarlægðar13.11.2019
1.5MVS breytt í HMS6.2.2020
1.6Yfirlit yfir breytingar og texti leiðréttur22.12.2020
1.7Lög um mat á umhverfisáhrifum (106/2000) uppfærð í lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana (111/2021). Náttúruverndarlög (44/1999) uppfærð í lög um náttúruvernd (60/2013)17.11.2023