6.2.3. Algild hönnun aðkomu að byggingum

Leiðbeiningar

1 Leiðbeiningar þessar gilda um aðkomu bygginga þar sem gerð er krafa um algilda hönnun.

Mynd 1. Dæmi um aðkomu að byggingu

Þegar gönguleið fer ekki um afmarkaðan stíg heldur til dæmis um torg eða opið svæði skal hún vera sýnileg og það á að vera hægt að merkja hana með fótum eða Hvíta stafnum (þreifistaf). Sjá nánar leiðbeiningu nr. 6.2.2.

Æskilegt er að setja annað yfirborðsefni fyrir framan inngangsdyr til að auðvelda sjónskertum að finna þær. Sjá nánar leiðbeiningu nr. 6.2.2.

Litamismunur á yfirborðsefnunum skal vera að minnsta kosti 60 mælt í LRV kerfinu (LRV = lysrefleksionsværdi) eða 0,75 á NCS skalanum (hlutfall endurkastshæfni ljóss. NCS = Natural Color System). Sjá nánar leiðbeiningu nr. 6.2.2.

2 Í 1. mgr. 6.2.3 gr. segir:

a Lýsing bílastæða og gönguleiða þarf að vera góð og glýjufrí (blindar ekki). Sjá nánar leiðbeiningu nr. 6.2.2.

b Merkja skal eða afmarka alla stóra glerfleti sem eru í gönguleiðum á skýran og greinilegan hátt til að forðast að fólk gangi á þá.

Mynd 2. Dæmi um merkingu glerflatar

Yfirlitsskilti opinbera bygginga skulu hafa merkingar á punktaletri. Við byggingar skulu allar merkingar, upplýsinga- og ratskilti þeirra vera skýrar, greinilegar, auðlesnar, auðskildar og glampafríar.

Mynd 3. Dæmi um skilti
Mynd 4. Dæmi um skilti með punktaletri

Æskilegt er að mikill litamismunur sé á milli bakgrunns og skiltis. Þá er auðveldara að sjá skiltið úr fjarlægð og texti auðlesnari. Sjá nánar leiðbeiningu nr. 6.2.2.

c Hæðarmismun skal leysa með skábrautum og hallandi aðkomuleiðum sem skulu vera án þrepa. Það er oft einnig hægt að móta landslag lóðanna þannig að ekki sé þörf á skábrautum til dæmis með því að hækka/ lækka hluta af lóðinni við innganga.

Kantur frá til dæmis bílastæði að fláa á gangstétt má að hámarki vera 25 mm hár til að fólk í hjólastól geti farið um hann. Kanturinn er nauðsynlegur fyrir sjónskerta og blinda til að þeir geti farið eftir gangstéttinni með Hvítan staf. Sjá nánar leiðbeiningu nr. 6.2.2.

d „Frágangur gönguleiða að byggingum skal vera með þeim hætti að yfirborð þeirra henti ætlaðri umferð, t.d. með leiðarlistum fyrir blinda og sjónskerta, merkingum o.þ.h.“ Sjá nánar leiðbeiningu nr. 6.2.2.

Mynd 5. Dæmi um leiðarlista í aðkomu að byggingu

e Aðkoma að byggingum og útivistarsvæðum þeirra, frá götu og bílastæðum skulu vera með bundnu og sléttu yfirborðsefni með hálkuvörn. Aðalaðkomuleið að byggingum skulu upphitaðar í fullri breidd, þar sem byggingar eru hitaðar með jarðhita.

Aðkomuleiðir skulu hafa hliðarhalla 1:40 (2,5 %) að hámarki til að forðast uppsöfnun vatns og þar af leiðandi ísingu. Fúgur flísa og hellna eiga almennt að vera að hámarki 5 mm breiðar. Ef þær eru breiðari er best að fylla þær alveg upp með endingargóðu föstu efni.

f „Gera skal áherslumerkingasvæði við hæðarbreytingar fyrir sjónskerta og blinda í samræmi við leiðbeiningar Húsnæðis og mannvirkjastofnunar (HMS).“ Sjá nánar leiðbeiningu nr. 6.2.2.

g Í hallandi gönguleið að byggingu (bæði gangstéttar og skábrautir) skal vera láréttur hvíldarflötur. Best er að hvíldarflötur og gönguleið séu með hliðarhalla sem er að hámarki 1:40 (2,5 %) til að forðast uppsöfnun vatns og þar af leiðandi ísingu.

Mynd 6. Dæmi um hvíldarflöt

h Lágmarks breidd gönguleiðar að byggingum skal vera að minnsta kosti 1,50 m og að minnsta kosti 1,80 m við opinberar byggingar og þar sem umferð er mikil. Breidd gönguleiða sem er 1,80 m annar mikilli umferð gangandi og tveir hjólastólar geta mæst.

Mynd 7. Miðað er við 180 cm breidd á gangstétt til að tveir hjólastólar geti mæst

Mynd 7. Miðað er við 180 cm breidd á gangstétt til að tveir hjólastólar geti mæst.

Gönguleiðir sem eru 1,50 m að breidd nægja fyrir mann í hjólastól að mæta öðrum gangandi og breiddin dugar fyrir um 80% hjólastólanotenda til að snúa á gönguleiðinni.

Mynd 8. Gangandi getur mætt hjólastól ef breidd gangstéttar er 150 cm

Yfirlit yfir breytingar sem gerðar hafa verið á leiðbeiningunni:

Útgáfa Lýsing á breytingu: Dags.
1.0 Á ekki við15.6.2012
2.0 2. breyting byggingarreglugerðar31.5.2013
3.0 3. breyting byggingarreglugerðar15.7.2014
3.1 7. breyting byggingarreglugerðar13.6.2018
3.3 Leiðrétt og fjarlægðar tilvísanir26.6.2019
3.4 MVS breytt í HMS5.2.2020
3.5 9. breyting byggingarreglugerðar. Yfirlit yfir breytingar. Einfaldað.16.11.2020