VIÐAUKI I
Flokkun byggingarhluta.
Byggingarhlutar skulu flokkaðir með brunatáknum á eftirfarandi hátt samkvæmt flokkunarstaðlinum ÍST EN 13501, hlutar 1 til 5:
- R er burðargeta.
- RE er burðargeta og heilleiki.
- REI er burðargeta, heilleiki og einangrun.
- E er heilleiki.
- EI er heilleiki og einangrun.
- I er einangrun.
- EI1 og EI2 er heilleiki og einangrun á eldvarnarhurðum.
- W táknar einangrunargildi og er ákvarðað á grundvelli takmörkunar á hitageislun.
- EW er heilleiki og takmörkun á hitageislun.
Á eftir táknum sem tilgreind eru í 1. mgr. kemur sá tími í mínútum sem byggingarhlutinn uppfyllir gerða kröfu. Notað er 30, 60, 90, 120, 180, 240 og 360.
Viðbótartákn með tiltekinni merkingu eru eftirfarandi:
- C táknar hurðir eða hlera með sjálfvirkum lokunarbúnaði í flokkunum C1 til C5 samkvæmt staðlinum ÍST EN 14600, t.d. EI2 30-C.
- Sa eða [S200]1) táknar byggingarhluta með sérútbúnað til að hindra útbreiðslu reyks og hita, t.d. eldvarnarhurð með þröskuldi: [EI2 30-CS200.]1) Sa táknar að miðað er við 20°C en [S200]1) við 200°C.
- M táknar byggingarhluta sem skal þola nánar tilgreint aflfræðilegt aukaálag, t.d. högg.
- K210 táknar klæðningu sem nær að verja brennanlegt undirlag t.d.19 mm spónaplötu gegn skemmdum í 10 mín.
Grunnflokkun byggingarefna og brunatákn.
Í reglugerð þessari er grunnflokkun byggingarefna (annarra en gólf- og þakefna) eftir viðbragði við eldi samkvæmt flokkunarstaðlinum ÍST EN 13501-1eftirfarandi:
- A1 táknar óbrennanlegt byggingarefni. Undirflokkar ná ekki til þess.
- A2 táknar byggingarefni sem tekur nær engan þátt í bruna. Það skal tengjast undirflokkum fyrir reyk (s) og brennandi dropa (d).
- B táknar byggingarefni sem tekur óverulegan þátt í bruna. Það skal tengjast undirflokkum fyrir reyk (s) og brennandi dropa (d).
- C táknar byggingarefni sem tekur í takmörkuðum mæli þátt í bruna. Það skal tengjast undirflokkum fyrir reyk (s) og brennandi dropa (d).
- D táknar byggingarefni sem tekur þátt í bruna með ásættanlegum hætti. Það skal tengjast undirflokkum fyrir reyk (s) og brennandi dropa (d).
- E táknar byggingarefni sem tekur hlutfallslega mikinn þátt í bruna. Það skal tengjast undirflokkum fyrir reyk (s) og brennandi dropa (d).
- F táknar að ekki sé staðfest að byggingarvaran uppfylli neinar flokkunarkröfur og geti því ekki tengst neinum undirflokki.
Undirflokkun fyrir reykmyndun og brennandi dropa, sbr. b- til f-liði, er eftirfarandi:
- s1 hefur mjög takmarkaða reykmyndun.
- s2 hefur takmarkaða reykmyndun.
- s3 hefur enga takmörkun á reykmyndun.
- d0 myndar enga brennandi dropa eða agnir.
- d1 myndar óverulegt magn brennandi dropa eða agna.
- d2 hefur enga takmörkun á magni brennandi dropa eða agna.
Byggingarefni telst óbrennanlegt ef það uppfyllir ákvæði ÍST EN 13501-1 um flokkunina A2-s1,d0.
Byggingarefni telst illbrennanlegt ef það uppfyllir ákvæði ÍST EN 13501-1 um flokkunina B-s1,d0.
Byggingarefni telst brenna treglega ef það uppfyllir ákvæði ÍST EN 13501-1 um flokkunina D-s2,d0.
Byggingarefni telst auðbrennanlegt ef það nær ekki að uppfylla kröfur til flokks D-s2,d0. Slíkt byggingarefni má ekki nota óvarið í byggingar.
[...]1)