6.2.4. Bílastæði hreyfihamlaðra
Leiðbeiningar1 Markmiðið með þessu ákvæði reglugerðarinnar er að tryggja næg bílastæði fyrir hreyfihamlaða við byggingar og góðan hindrunarlausan aðgang að inngöngum bygginganna frá stæðunum. Þess skal gætt að næg bílastæði fyrir hreyfihamlaða séu við byggingar, sjá töflur 6.01 - 6.04. Bent skal á að æskilegt er að við fjölbýlishús séu stæði fyrir hreyfihamlaða sem ætluð eru til tímabundinnar notkunar fyrir ferðaþjónustu fatlaðra, sjúkrabíla og gesti, enda sé húsfélögum fjölbýlishúsa einnig heimilt að úthluta hreyfihömluðum íbúum sérmerktum stæðum. Kröfurnar ná ekki til sérbýlishúsa og frístundahúsa, nema frístundahúsa sem hönnuð eru á grundvelli algildrar hönnunar. 2 Bílastæðin skulu vera með bundnu og sléttu yfirborðsefni með hálkuvörn. 3 Bílastæði hreyfihamlaðra og umferðarleiðir frá þeim að aðalinngangi byggingar skulu vera upphituð þar sem því verður við komið. 4 Mælt er með að bílastæði hreyfihamlaðra séu upphækkuð í gangstéttarhæð og tengd 5 Við útfærslu á bílastæðum fyrir hreyfihamlaða skal taka tillit til rýmisþarfa hjólastólanotenda. 6 Bílastæði fyrir hreyfihamlaða skal vera 3,8 m að breidd og 5,0 m að lengd eða 2,80 m x
![]()
7 Bílastæði hreyfihamlaðra samsíða akbraut skulu vera 2,5 m x 8,0 m að stærð og þess gætt að hindrunarlaust svæði sé samsíða stæðunum gangstéttar megin að lámarki 2,0 m x 8,0 m að stærð.
![]()
8 Krafan um 3,8 metra breidd bílastæða gerir það mögulegt að hjólastólanotandi geti flutt sig yfir í hjólastólinn eða notað hækjur/ stafi við hlið bílsins. 9 Bílastæði fyrir hreyfihamlaða utanhúss þarf 2,6 m fría lofthæð, svo stærri bílar og ferðaþjónustubílar geti notað þau. Þetta á til dæmis við undir skyggnum, útskagandi skiltum, útskagandi byggingarhlutum og þess háttar. 10 Hámarks halli á bílastæðum hreyfihamlaðra er 1:40 (2,5 %). Meiri halli gerir hreyfihömluðum og hjálpatækjanotendum afar erfitt fyrir að athafna sig og það eykur slysahættu. 11 Nauðsynlegt er að minnsta kosti 1 metra breið gönguleið sé á milli bílastæða með nokkurra stæða millibili svo tryggt sé að hjólastólanotendur og gangandi komist frá bílastæðum að gangstétt. Þessa gönguleið er nauðsynlegt að merkja á yfirborði með því að mála hana með gulum röndum á ská (45°).
12 Nauðsynlegt er að merkja stæði fyrir hreyfihamlaða bæði í yfirborðsefni og með lóð-réttum skiltum. Merkja skal útlínur langhliða bílastæða skýrt og greinilega til að tryggja að svæðið sem er til umráða sé greinilega afmarkað. Merking bílastæða fyrir hreyfihamlaða í yfirborðsefni skal vera hvít-málað merki hreyfihamlaðra á dökkbláum grunni. Forðast skal að heilmála bílastæði fyrir hreyfihamlaða því málningin fyllir upp í holur í malbiki og hellum og veldur því að yfir-borðið verður of hált. ![]() Mynd 4. Dæmi um yfirborðsmerkingu 13 Lóðrétt skilti skulu vera merkt bókstafnum P og merki hreyfihamlaðra. Gæta þarf þess að lóðrétt skilti séu ekki staðsett í gönguleiðum og athafnarýmum. Æskilegt er að þau séu fest á veggi bygginga þar sem því verður við komið, annars við jaðar gönguleiða og athafnarýma fjær götu/ bílastæði. Eftirfarandi eru merki fyrir bifreiðastæði hreyfihamlaðra úr reglugerð nr. 250/2024 um umferðamerki og notkun þeirra: ![]() ![]() ![]() 14 Frágangur umferðaleiðar milli bílastæða og gangstétta. Kantur frá til dæmis bílastæði að fláa á gangstétt má að hámarki vera 25 mm hár til að fólk í hjólastól geti farið um hann. Kanturinn er nauðsynlegur sjónskertu eða blindu fólki til að nema gangstétt frá annarri umferð. Æskilegt er að flái sé í öðrum lit en gangstétt og gata þannig að sjónskertir sem ekki nota hvítan staf geti betur greint hæðarmismun og halla. Hámarks halli á fláanum er 1:10 (10 %). Ef hallinn er meiri er hætta á að hjóla-stóllinn velti. Gæta skal að því að flái frá bílastæði upp á gangstétt sé ekki staðsettur í afmörkuðu svæði bílastæðis. Einnig skal gæta þess að engar hindranir séu í umferðaleið frá bílastæðum hreyfihamlaðra, sjá dæmi um hindrun við bílastæði á mynd 5. ![]() Mynd 5. Dæmi um hindrun við bílastæði ![]() Mynd 6. Dæmi um fláa í gangstétt. Sjá nánar leiðbeiningu 6.2.2. 14 „Á þéttingarreitum miðsvæða samkvæmt skipulagi er heimilt, þegar sérstaklega stendur á, að bílastæði fyrir hreyfihamlaða liggi að lóð en þá skal gætt sérstaklega að fjarlægðar-mörkum að aðalinngangi samkvæmt 1. mgr. og athafnasvæði samkvæmt 4. mgr. Þetta er þó aðeins heimilt sé ekki unnt að koma slíkum bílastæðum fyrir á lóð byggingar. Slík bílastæði skulu vera sérmerkt viðkomandi lóð eða starfsemi og lóð.“ Það er mjög mikilvægt að þessi stæði séu sérmerkt lóð eða starfsemi og lóð. Í 11. mgr. 6.7.1 gr. segir: „Í nýbyggingum og við endurbyggingu skal gert ráð fyrir tengi-búnaði vegna hleðslu rafbíla við hvert bílastæði.“ Í öllum nýbyggingum skal vera gert ráð fyrir tengibúnaði vegna hleðslu rafbíla við hvert bílastæði í bílgeymslu og hvert bílastæði utanhúss. Við endurbyggingu skal gert ráð fyrir tengibúnaði vegna hleðslu rafbíla við hvert bíla-stæði í bílgeymslu og hvert bílastæði utanhúss. Með orðinu endurbygging er átt við í þessu tilfelli, þegar um ræðir eitthvað af eftir-farandi: a Endurnýjun á rafmagni sameignar b Endurnýjun á rafmagni í bílgeymslu c Endurnýjun á aðalrafmagnstöflu d Endurnýjun á bílgeymslu e Endurnýjun á bílastæðum á lóð f Breytt notkun mannvirkis í íbúðarhúsnæði ![]() Mynd 7. Gott dæmi um hleðslustöð við bílastæði hreyfihamlaðra. Hleðslustæði hreyfihamlaðra þarf svo að merkja með tákni hreyfihamlaðra á bláum ferningi og öll hleðslustæðin með tákni hleðslustæða rafbíla á grænum ferningi. Öll mál í mm. ![]() Mynd 8. Slæmt dæmi um hleðslustöð við bílastæði hreyfihamlaðra, háir kantsteinar hindra aðgengi. ![]() Mynd 9. Dæmi um hleðslustöð við bílastæði hreyfihamlaðra. Hér er ágætis aðgengi að hleðslustöð en stæðið er heilmálað og það vantar merki bílastæða hreyfihamlaðra á bláum fleti. 15 Sjá leiðbeiningar um útfærslu á hleðslu rafbíla á: https://www.hms.is/rafmagnsoryggi/reglur-og-fraedsla/fraedsluefni/ 16 Þegar settar eru niður hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla við bílastæði hreyfihamlaðra, ber að hafa í huga, að aðgengi að þeim sé gott og hindrunarlaust fyrir hjólastóla-notandann. Yfirlit yfir breytingar sem gerðar hafa verið á leiðbeiningunni:
|