6.8.3. Algild hönnun snyrtinga og baðherbergja

Leiðbeiningar

1 Í 1. mgr. 6.8.3 gr. segir:

a „Stærð, grunnflötur og innrétting rýmis skal vera þannig að hindrunarlaust snúningssvæði, 1,80 m að þvermáli, sé framan við salerni og einnig sé hindrunarlaust svæði, minnst 0,90 m breitt, beggja vegna salernis. Armstoðir skulu vera beggja vegna salernis.“ Sjá mynd 1.

Mynd 1. Dæmi um snyrtingu hannaða á grundvelli algildrar hönnunar. Öll mál í mm

b „Sturtusvæði skal vera þreplaust og minnst 1,60 m x 1,30 m að stærð. Sturtuhaus skal vera hæðarstillanlegur. Svæðið skal vera með vegghengdum stuðningsslám/ búnaði.“
Myndir 2, 3 og 4 sýna dæmi um snyrtingar með sturtusvæðum í byggingum til annarra nota en íbúðar.

Mynd 2. Dæmi um snyrtingu með sturtusvæði. Öll mál í mm
Mynd 3. Dæmi um snyrtingu með aðgengi að salerni frá annarri hliðinni og með sturtusvæði. Öll mál í mm
Mynd 4. Dæmi um snyrtingu með sturtusvæði

2 Í 3. mgr. 6.8.3 gr. segir: „Séu fleiri en ein snyrting á hverri hæð atvinnuhúsnæðis er heimilt að þær séu með aðgengi að salerni frá sitt hvorri hlið. Slíkar snyrtingar skulu vera með að minnsta kosti 0,90 m breiðu, hindrunarlausu svæði öðru megin salernis og hinu megin, það er á þeirri hlið sem handlaugin er, skal vera samsvarandi svæði, að minnsta kosti 0,50 m að breidd. Fjarlægð milli handlaugar og salernis skal vera slík að hægt sé að ná til blöndunartækja af salerninu.“ Sjá mynd 5.

Mynd 5. Dæmi um snyrtingu með aðgengi frá annarri hlið salernis. Öll mál í mm

Myndir 6 og 7 sýna hæð á tækjum og fylgihlutum á snyrtingu.

Mynd 6. Dæmi um snyrtingu
Mynd 7. Dæmi um snyrtingu

Yfirlit yfir breytingar sem gerðar hafa verið á leiðbeiningunni:

ÚtgáfaLýsing á breytingu:Dags.
1.0Á ekki við12.10.2012
2.01. breyting byggingarreglugerðar31.5.2013
2.1Minniháttar lagfæringar12.2.2016
2.2Letur stækkað og úreltar tilvísanir fjarlægðar26.6.2018
2.3Úreltar tilvísanir fjarlægðar15.5.2019
2.4Tilvísanir fjarlægðar16.10.2019
2.5MVS breytt í HMS6.2.2020
2.6Yfirlit yfir breytingar22.12.2020