6.8.3. Algild hönnun snyrtinga og baðherbergjaLeiðbeiningar1 Í 1. mgr. 6.8.3 gr. segir: a „Stærð, grunnflötur og innrétting rýmis skal vera þannig að hindrunarlaust snúningssvæði, 1,80 m að þvermáli, sé framan við salerni og einnig sé hindrunarlaust svæði, minnst 0,90 m breitt, beggja vegna salernis. Armstoðir skulu vera beggja vegna salernis.“ Sjá mynd 1. ![]() b „Sturtusvæði skal vera þreplaust og minnst 1,60 m x 1,30 m að stærð. Sturtuhaus skal vera hæðarstillanlegur. Svæðið skal vera með vegghengdum stuðningsslám/ búnaði.“ ![]() ![]() ![]() 2 Í 3. mgr. 6.8.3 gr. segir: „Séu fleiri en ein snyrting á hverri hæð atvinnuhúsnæðis er heimilt að þær séu með aðgengi að salerni frá sitt hvorri hlið. Slíkar snyrtingar skulu vera með að minnsta kosti 0,90 m breiðu, hindrunarlausu svæði öðru megin salernis og hinu megin, það er á þeirri hlið sem handlaugin er, skal vera samsvarandi svæði, að minnsta kosti 0,50 m að breidd. Fjarlægð milli handlaugar og salernis skal vera slík að hægt sé að ná til blöndunartækja af salerninu.“ Sjá mynd 5. ![]() Myndir 6 og 7 sýna hæð á tækjum og fylgihlutum á snyrtingu. ![]() ![]() Yfirlit yfir breytingar sem gerðar hafa verið á leiðbeiningunni:
|






