VIÐAUKI II

Skoðunarhandbók um yfirferð hönnunargagna og framkvæmd áfanga-, öryggis- og lokaúttektar.

1. Almennt.

1.1. Gildissvið.

Ákvæði skoðunarhandbókar þessarar gilda um yfirferð hönnunargagna og framkvæmd áfanga-, öryggs- og lokaúttektar, sbr. 3. hluta reglugerðar þessarar. Skylt er að fylgja ákvæðum skoðunarhandbókarinnar hvort sem skoðanir eru unnar af starfsmönnum leyfisveitanda, faggiltrar skoðunarstofu eða byggingarstjóra.[…]1)

1.2. Skoðaðir þættir.

Skoðun takmarkast við þau atriði sem fram koma í skoðunarlista [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]1). Þar eru tilgreindir þeir þættir sem skoða skal, skoðunaraðferð, samanburðarskjöl, lýsing skoðunar, staðlaðar skýringar mats og vægi athugasemda.

1) Rgl. nr. 977/2020, 2. gr

1.3. Skoðunaraðferð.

Hver efnisþáttur skoðunarlista ber ávallt einhverja af eftirfarandi merkingum sem gefa til kynna skoðunaraðferð:

A   Merkir að skoðunarmaður fær staðfestingu á að krafa skoðunarlista sé uppfyllt eða afhent tilgreind

      gögn því til staðfestingar.

S    Merkir sjónskoðun verks eða þáttar af hálfu skoðunarmanns.

M   Merkir að þörf sé mælingar eða prófunar til að sýna fram á réttmæti verks.

[…]1)    

Þegar fleiri en ein af framangreindum merkingum koma fram í lista yfir skoðaða þætti er öllum þeim aðferðum beitt við skoðun.

1) Rgl. nr. 1278/2018, 30. gr.

1.4. Niðurstaða skoðunar.

Við skoðun skal niðurstaða skoðunar birt á eftirfarandi hátt:

a.    Merking þegar þáttur skoðunarlista á ekki við:

      „Á ekki við“.

b.   Merking þegar ekki er gerð athugasemd:

      „Lokið án athugasemda“.

c.   Merking þegar verki er ábótavant:

      „Athugasemd gerð“.

Skoðunarmaður tekur afstöðu til allra þátta skoðunarlista og skráir niðurstöður skoðunar í samræmi við ofangreint.

Sé niðurstaða skoðunar „á ekki við“ er skoðunarmanni ekki ætlað að gefa sérstaka skýringu á mati, en staðfestir með matinu að þáttur eigi ekki við.

Sé niðurstaða skoðunar „lokið án athugsemda“ er skoðunarmanni ekki ætlað að gefa sérstaka skýringu á mati, en staðfestir með matinu að úttekt þáttar sé lokið.

Þegar skoðuðum þætti verks er ábótavant er niðurstaða skoðunar „athugasemd gerð“ ásamt staðlaðri skýringu og vægi athugasemdar í samræmi við ákvæði skoðunarlista.

1.5. Skoðunarskýrsla.

Hverri skoðun skal ljúka með gerð skoðunarskýrslu með tilvísun til ákvæða skoðunarhandbókar þessarar og skoðunarlista þar sem gerð er grein fyrir niðurstöðum skoðunar.

       Fremst í skoðunarskýrslu skal koma fram skýr afstaða skoðunarmanns til þess hvort kröfur séu uppfylltar. Gerð skal grein fyrir tegund skoðunar og hvaða þættir voru til skoðunar. Í skoðunarskýrslu áfanga-, öryggis- og lokaúttekta skal koma fram hvaða hlutar mannvirkisins eru til úttektar. […]1) Allar athugasemdir skoðunarmanns, niðurstöður mats á einstökum þáttum og vægi einstakra athugasemda skulu koma fram í skoðunarskýrslunni. [Þar kemur einnig fram heimild leyfisveitanda til loka- eða öryggisúttektar og þau samskipti sem byggja á gátorðum. Önnur samskipti koma fram í byggingargátt.]1)

 Útfylltur skoðunarlisti er ávallt birtur í heild sinni, með athugasemdum og skýringum.

Skoðunarmaður skal undirrita skoðunarskýrslu[, auk iðnmeistara og byggingarstjóra þegar við á].1)

1) Rgl. nr. 1278/2018, 30. gr.

2. Yfirferð hönnunargagna.

2.1. Skoðunarlistar vegna yfirferðar hönnunargagna.

Við yfirferð hönnunargagna aðaluppdrátta skal stuðst við skoðunarlista [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]1) sem skiptast í eftirfarandi efnisþætti:

a. Grunnupplýsingar og frágangur aðaluppdrátta.

b. Afstöðumynd aðaluppdrátta.

c. Grunnmyndir aðaluppdrátta.

d. Útlit og landhæðir – Sneiðingar aðaluppdrátta.

e. Lóð á grunnmyndum jarðhæða aðaluppdrátta.

f. Byggingarlýsing aðaluppdrátta.

g. Greinargerðir aðaluppdrátta

1) Rgl. nr. 977/2020, 2. gr

2.2. Verklag við yfirferð hönnunargagna.

Tilgangur skoðunar er að fara yfir hvort mannvirki sé hannað í samræmi við gildandi skipulagsáætlanir, lög um mannvirki, byggingarreglugerð og ákvæði annarra reglna sem um hönnunina gilda og tilgreindar eru í skoðunarlista.

Skoðun hönnunargagna er sjónskoðun. Skoðunarmaður kannar afhent gögn og metur hvort þau ákvæði laga og reglugerða og staðla sem vísað er til í skoðunarlista eigi við í viðkomandi verki og hvort umrætt ákvæði sé uppfyllt. Við mat á einstökum þáttum styðst skoðunarmaður við [byggingarreglugerð,]1) leiðbeiningar og stoðrit [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]2).

Yfirferð hönnunargagna er fólgin í yfirferð uppdrátta, greinargerða og annarra fylgiskjala. Skoðunarmaður fer fyrst yfir uppdrætti og ef skoðaður þáttur er ekki á uppdrætti er kannað hvort gerð sé grein fyrir honum í byggingarlýsingu, greinargerð eða öðrum fylgiskjölum.

Skoðunarmanni er hvorki ætlað að endurreikna né endurhanna verk. Honum er hins vegar ætlað að meta á grundvelli skoðunarhandbókar, hvort hönnunargögn séu unnin og þannig framsett að þau uppfylli ákvæði samanburðarskjala.

1) Rgl. nr. 1278/2018, 30. gr.

2) Rgl. nr. 977/2020, 2. gr

2.3. Flokkun athugasemda og áhrif á afgreiðslu.

2.3.1. Aðaluppdrættir.

1. flokkur: Væg athugasemd.

Athugasemd í flokki 1 leiðir til þess að hönnuði er veitt heimild til að leiðrétta minniháttar frávik og

senda inn leiðréttingar. Slíku mati fylgir stöðluð skýring sem fram kemur í skoðunarlista. Sé ekki fyrir hendi stöðluð skýring mats í skoðunarlista ber skoðunarmanni að skrá eigin skýringu á matinu. Eigin athugasemd skoðunarmanns er ávallt athugasemd í flokki 1.

Leyfisveitanda er heimilt að samþykkja byggingaráform framkvæmdanna. Hönnuður skal, eigi síðar en við útgáfu byggingarleyfis, hafa skilað leiðréttum aðaluppdráttum. Ef um er að ræða breytingu á uppdráttum þar sem byggingarleyfi liggur fyrir en framkvæmdum er ekki lokið skal leiðréttum uppdráttum skilað áður en framkvæmdir hefjast við viðkomandi verkþátt.

2. flokkur: Athugasemd.

Athugasemd í flokki 2 leiðir til höfnunar á samþykkt og kröfu um endurtekningu skoðunar. Slíku mati fylgir stöðluð skýring sem kemur fram í skoðunarlista.

Lagfæringar á uppdráttum skulu hafa verið gerðar áður en byggingaráform eru samþykkt og skoðunarskýrsla liggur fyrir því til staðfestingar. Ef um er að ræða breytingu á uppdráttum þar sem byggingarleyfi liggur fyrir en framkvæmdum er ekki lokið skal leiðréttum uppdráttum skilað áður en framkvæmdir hefjast við viðkomandi verkþátt. Ítrekaðar athugasemdir í flokki 2 leiða til úttektar á gæðakerfi.

3. flokkur: Alvarleg athugasemd.

Alvarleg athugasemd leiðir ávallt til höfnunar á samþykkt og kröfu um endurtekningu skoðunar. Slíku mati fylgir stöðluð skýring sem kemur fram í skoðunarlista. Lagfæringar á uppdráttum skulu hafa verið gerðar áður en byggingaráform eru samþykkt og skoðunarskýrsla liggur fyrir því til staðfestingar. Ef um er að ræða breytingu á uppdráttum þar sem byggingarleyfi liggur fyrir en framkvæmdum er ekki lokið skal leiðréttum uppdráttum skilað áður en framkvæmdir hefjast við viðkomandi verkþátt.

Hafi hönnuður ítrekað fengið athugasemd í flokki 3 getur [Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]1) látið gera úttekt á stöðu og virkni gæðastjórnunarkerfis hlutaðeigandi hönnuðar verksins. Ítrekuð alvarleg brot geta leitt til sviptingar löggildingar í samræmi við ákvæði laga um mannvirki.

1) Rgl. nr. 977/2020, 2. gr

2.3.2. Byggingaruppdrættir, burðarþolsuppdrættir og lagnauppdrættir

1. flokkur: Væg athugasemd.

Væg athugasemd leiðir til höfnunar á samþykkt og kröfu um endurtekningu skoðunar. Slíku mati fylgir stöðluð skýring sem kemur fram í skoðunarlista. Sé ekki fyrir hendi stöðluð skýring mats í skoðunarlista ber skoðunarmanni að skrá eigin skýringu á matinu. Eigin athugasemd skoðunarmanns er ávallt athugasemd í flokki 1.

[Lagfæringar á uppdráttum skulu hafa verið gerðar áður en framkvæmd við viðkomandi verkþátt hefst  og skoðunarskýrsla liggur fyrir því til staðfestingar. Ef um er að ræða breytingu á uppdráttum, þar sem byggingarleyfi liggur fyrir en framkvæmdum er ekki lokið, skal leiðréttum uppdráttum skilað áður en framkvæmd viðkomandi verkþáttar hefst og skoðunarskýrsla liggur fyrir því til staðfestingar.]1)

1) Rgl. nr. 1278/2018, 30. gr.

2. flokkur: Athugasemd.

Athugasemd leiðir til höfnunar á samþykkt og kröfu um endurtekningu skoðunar. Slíku mati fylgir stöðluð skýring sem kemur fram í skoðunarlista.

[Lagfæringar á uppdráttum skulu hafa verið gerðar áður en framkvæmd við viðkomandi verkþátt hefst  og skoðunarskýrsla liggur fyrir því til staðfestingar. Ef um er að ræða breytingu á uppdráttum, þar sem byggingarleyfi liggur fyrir en framkvæmdum er ekki lokið, skal leiðréttum uppdráttum skilað áður en framkvæmd viðkomandi verkþáttar hefst og skoðunarskýrsla liggur fyrir því til staðfestingar. Ítrekaðar athugasemdir í flokki 2 leiða til úttektar á gæðastjórnunarkerfi.]1)

1) Rgl. nr. 1278/2018, 30. gr.

3. flokkur: Alvarleg athugasemd.

Alvarleg athugasemd leiðir til höfnunar á samþykkt og kröfu um endurtekningu skoðunar. Slíku mati fylgir stöðluð skýring sem kemur fram í skoðunarlista.

[Lagfæringar á uppdráttum skulu hafa verið gerðar áður en framkvæmd við viðkomandi verkþátt hefst og skoðunarskýrsla liggur fyrir því til staðfestingar. Ef um er að ræða breytingu á uppdráttum þar sem byggingarleyfi liggur fyrir en framkvæmdum er ekki lokið skal leiðréttum uppdráttum skilað áður en framkvæmd viðkomandi verkþáttar hefst og skoðunarskýrsla liggur fyrir því til staðfestingar.]1)

Hafi hönnuður ítrekað fengið athugasemd í flokki 3 getur [Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]2) látið gera úttekt á stöðu og virkni gæðastjórnunarkerfis hlutaðeigandi hönnuðar verksins. Ítrekuð alvarleg brot geta leitt til sviptingar löggildingar í samræmi við ákvæði laga um mannvirki.

1) Rgl. nr. 1278/2018, 30. gr.

2) Rgl. nr. 977/2020, 2. gr

3. Framkvæmd áfangaúttekta.

3.1. Skoðunarlistar áfangaúttekta.

Við framkvæmd áfangaúttektar skal stuðst við skoðunarlista sem birtir eru á vefsíðu

Mannvirkjastofnunar og skiptast í eftirfarandi efnisþætti:

a. Úttekt frágangs.

b. Úttekt burðarþols.

c. Úttekt lagnakerfa – hitalagnir.

d. Úttekt lagnakerfa – neysluvatnslagnir.

e. Úttekt lagnakerfa – fráveitulagnir.

f. Úttekt lagnakerfa – loftræsikerfi.

g. Úttekt lagnakerfa – kæli-, olíuþrýsti-, gas- og þrýstiloftskerfi.

3.2. Verklag við áfangaúttekt.

Skoðun vegna úttektar er sjónskoðun. Skoðað er hvort verk sé í samræmi við samþykkt hönnunargögn

og kröfur laga og reglugerða sem vísað er til í skoðunarlista. Skoðunarmaður ber saman yfirlýsingar, efnisval og frágang við samþykkt hönnunargögn og önnur fylgiskjöl.

Þegar þarf að fara fram virkniprófun skal [iðnmeistari]1) afhenda skoðunarmanni skriflega staðfestingu

á framkvæmd og niðurstöðum hennar. Þegar gerð er krafa um sérstaka löggilta eða samþykkta prófunaraðila vegna úttektar skal byggingarstjóri afhenda skoðunarmanni niðurstöðu prófunar.

[Þegar gert er ráð fyrir mælingu í skoðunarlista skoðunarhandbókar eða þegar skoðunarmaður telur vafa leika á að mæling sé rétt framkvæmd er honum heimilt að gera kröfu um sérstaka mælingu, sem framkvæmd er af viðkomandi iðnmeistara eða aðila sem hann tilnefnir, að skoðunarmanni viðstöddum.]1)   

1) Rgl. nr. 1278/2018, 30. gr.

3.3. Flokkun athugasemda vegna áfangaúttekta og áhrif á afgreiðslu.

1. flokkur: Væg athugasemd.

Athugasemd í flokki 1 leiðir til þess að [iðnmeistara]1) er veitt heimild til að leiðrétta minniháttar frávik og staðfesta skriflega. Slíku mati fylgir stöðluð skýring sem fram kemur í skoðunarlista. Sé ekki fyrir hendi stöðluð skýring mats í skoðunarlista ber skoðunarmanni að skrá eigin skýringu á matinu. Eigin athugasemd skoðunarmanns er ávallt athugasemd í flokki 1.

1) Rgl. nr. 1278/2018, 30. gr.

 2. flokkur: Athugasemd.

[Athugasemd í flokki 2 leiðir til synjunar úttektar. Frekari framkvæmdir eru óheimilar þar til úttekt hefur verið endurtekin án athugasemda. Ítrekaðar athugasemdir í flokki 2 leiða til úttektar á gæðastjórnunarkerfi viðkomandi iðnmeistara.]1)  

1) Rgl. nr. 1278/2018, 30. gr.

3. flokkur: Alvarleg athugasemd.

[Athugasemd í flokki 3 leiðir til synjunar úttektar og kröfu um endurtekningu úttektar. Slíku mati fylgir stöðluð skýring. Frekari framkvæmdir eru óheimilar þar til úttekt hefur verið endurtekin án athugasemda.

Komi fram alvarleg athugasemd getur [Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]2) látið gera úttekt á stöðu og virkni gæðastjórnunarkerfis hlutaðeigandi iðnmeistara samkvæmt því sem nánar greinir í verklagsreglum [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]. Ítrekuð alvarleg brot geta leitt til sviptingar löggildingar í samræmi við verklagsreglur [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]2).]1)

1) Rgl. nr. 1278/2018, 30. gr.

2) Rgl. nr. 977/2020, 2. gr

[3.4. Skilmálar vegna úrtaksskoðunar leyfisveitanda.]1)

       Úrtaksskoðun er heimil á þeim þáttum sem merktir eru í skoðunarlista. Heimild til úrtaksskoðunar verks

fellur niður ef athugasemd kemur fram við skoðun.             

       Heimilt er að framkvæma úrtaksskoðun ef eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt:

       a. Byggingarstjóri staðfestir að hann hafi yfirfarið verk/verkþátt í samræmi við hönnunargögn.

       b. Frágangi er lokið og verk tilbúið til úttektar í heild sinni.

       c. Skoðað verk er í meginatriðum uppbyggt á sama hátt, þ.e. endurtekning sömu þátta og sambærilegs

           frágangs.

       Um úrtaksskoðun gildir:

a. Ávallt skal skoða eina hæð að fullu og að lágmarki 20% af fjölda hæða vegna lagnakerfa. Skoðunarmaður velur þær hæðir sem skoðaðar eru að fullu. Skoðunarmaður skal gera heildaryfirborðsskoðun þannig að hann fái yfirlit um að verki sé lokið.

b. Vegna annarra þátta skal að lágmarki skoða 25% þess verks sem er til skoðunar. Skoðunarmaður skal gera heildaryfirborðsskoðun þannig að hann fái yfirlit um að verki sé lokið.

c. Allan öryggisbúnað og öryggisþætti skal skoða og allan frágang er varðar eldvarnir eða hljóðvist. d. Skoðunarmaður skal taka fram í skoðunarskýrslu þegar úrtaksskoðun er beitt.

       […]1)

1) Rgl. nr. 1278/2018, 30. gr.

4. Framkvæmd öryggisúttektar.

4.1. Skoðunarlistar öryggisúttekta.

Við framkvæmd öryggisúttektar skal stuðst við skoðunarlista [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]1) sem skiptast

eftirfarandi efnisþætti:

a. Heimild til öryggisúttektar.

b. Eldvarnir.

c. Öryggi og hollusta.

d. Aðgengi.

1) Rgl. nr. 977/2020, 2. gr

4.2. Verklag við öryggisúttekt.

[Tilgangur öryggisúttektar er að kanna hvort mannvirki, eða sá hluti mannvirkis sem tekinn er í notkun,  uppfylli öryggis- og hollustukröfur vegna fyrirhugaðrar notkunar og hvort að kröfur um aðgengi sem varða öryggisþætti séu uppfylltar í samræmi við samþykkta uppdrætti og ákvæði skoðunarhandbókar og skoðunarlista]1)

Skoðun vegna öryggisúttektar er sjónskoðun. Skoðað er hvort verk sé í samræmi við samþykkt

hönnunargögn og kröfur laga og reglugerða sem vísað er til í skoðunarlista. Skoðunarmaður ber saman yfirlýsingar, efnisval og frágang við samþykkt hönnunargögn og önnur fylgiskjöl.

Skoðunarmanni er ekki ætlað að prófa virkni tækja eða búnaðar. Þegar verkþáttur er þannig að fram þarf að fara virkniprófun skal slík prófun framkvæmd af iðnmeistara. Vegna prófunar tækja eða búnaðar þar sem ekki er krafist löggilts prófunaraðila er skoðunarmanni heimilt að taka gilda skriflega yfirlýsingu byggingarstjóra um fullnægjandi prófun og virkni tækis eða búnaðar.

       Skoðunarmanni er ekki ætlað að framkvæma mælingar. Þegar gert er ráð fyrir mælingu í lista yfir skoðaða þætti í skoðunarhandbók eða þegar skoðunarmaður við skoðun telur vafa leika á að mæling sé rétt framkvæmd skal hann gera kröfu um sérstaka mælingu, sem þá er framkvæmd af viðkomandi iðnmeistara, aðila sem hann tilnefnir eða byggingarstjóra, séu framangreindir ekki til staðar, að skoðunarmanni viðstöddum.

1) Rgl. nr. 1278/2018, 30. gr.

4.3. Flokkun athugasemda vegna öryggisúttektar og áhrif á afgreiðslu.

1. flokkur: Væg athugasemd.

Athugasemd í flokki 1 leiðir til þess að leyfisveitandi gefur út vottorð um öryggisúttekt á grundvelli skoðunarskýrslu og þegar fyrir liggur skrifleg staðfesting byggingarstjóra um að lagfæringar hafi verið gerðar. Athugasemd í flokki 1 merkir að verki er ábótavant en frávik telst ekki stórvægilegt og veldur ekki hættu né telst heilsuspillandi.             

Krefjast skal lagfæringa innan ákveðinna tímamarka. Slíku mati skoðunarmanns fylgir stöðluð skýring. Sé ekki fyrir hendi stöðluð skýring mats ber skoðunarmanni að skrá eigin skýringu á matinu, slíkt mat er ávallt athugasemd í flokki 1.

2. flokkur: Athugasemd.       

Athugasemd í flokki 2 leiðir til synjunar úttektar og kröfu um endurtekningu úttektar. Slíku mati fylgir stöðluð skýring sem fram kemur í skoðunarlista. Athugasemd í flokki 2 merkir að verki er ábótavant og frávik getur valdið hættu eða verið heilsuspillandi. Ítrekaðar athugasemdir í flokki 2 leiða til úttektar á [gæðastjórnunarkerfi.]1)

Óheimilt er að gefa út vottorð um öryggisúttekt nema skoðunarskýrsla hafi borist þar sem staðfest er að lagfæringar hafi verið gerðar.

1) Rgl. nr. 1278/2018, 30. gr.

3. flokkur: Alvarleg athugasemd.

Athugasemd í flokki 3 leiðir ávallt til synjunar úttektar og kröfu um endurtekningu úttektar. Slíku mati fylgir stöðluð skýring sem fram kemur í skoðunarlista. Athugasemd í flokki 3 merkir að verki er ábótavant og frávik getur valdið alvarlegri hættu eða alvarlegu heilsutjóni. Óheimilt er að gefa út vottorð um öryggisúttekt nema skoðunarskýrsla hafi borist þar sem staðfest er að lagfæringar hafi verið gerðar. Komi fram alvarleg athugasemd getur [Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]1) látið gera úttekt á stöðu og virkni gæðastjórnunarkerfis hlutaðeigandi byggingarstjóra og iðnmeistara verksins samkvæmt því sem nánar greinir í verklagsreglum annvirkjastofnunar. Ítrekuð alvarleg brot geta leitt til sviptingar löggildingar eða starfsleyfis í samræmi við verklagsreglur [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]1).

1) Rgl. nr. 977/2020, 2. gr

5. Framkvæmd lokaúttektar.

5.1. Skoðunarlistar lokaúttektar.

       Við framkvæmd lokaúttektar skal stuðst við skoðunarlista [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]1) sem skiptast í eftirfarandi efnisþætti:

       a. Heimild til lokaúttektar.

       b. Innri rými.

       c. Ytri frágangur og lóð.

       d. Eldvarnir.

       e. Öryggis- og hollustuþættir.

       f. Aðgengi.

1) Rgl. nr. 977/2020, 2. gr

5.2. Verklag við lokaúttekt.

Skoðun vegna lokaúttektar er sjónskoðun. Skoðað er hvort verk sé í samræmi við samþykkt hönnunargögn og ákvæði laga og reglugerða sem vísað er til í skoðunarlista. Skoðunarmaður ber saman við aðaluppdrátt og önnur tilgreind gögn, afhentar yfirlýsingar, efnisval og frágang.

       Skoðunarmanni er ekki ætlað að prófa virkni tækja eða búnaðar. Þegar verkþáttur er þannig að fram þarf að fara virkniprófun skal slík prófun framkvæmd af iðnmeistara. Vegna prófunar tækja eða búnaðar þar sem ekki er krafist löggilts prófunaraðila er skoðunarmanni heimilt að taka gilda skriflega yfirlýsingu byggingarstjóra um fullnægjandi prófun og virkni tækis eða búnaðar.

       Skoðunarmanni er ekki ætlað að framkvæma mælingar. Þegar gert er ráð fyrir mælingu í lista yfir skoðaða þætti í skoðunarhandbók eða þegar skoðunarmaður við skoðun telur vafa leika á að mæling sé rétt framkvæmd skal hann gera kröfu um sérstaka mælingu, sem þá er framkvæmd af viðkomandi iðnmeistara, aðila sem hann tilnefnir eða byggingarstjóra, séu framangreindir ekki til staðar, að skoðunarmanni viðstöddum.

5.3. Flokkun athugasemda vegna lokaúttekta og réttaráhrif.

       1. flokkur: Væg athugasemd.

Athugasemd í flokki 1 leiðir til þess að leyfisveitandi metur á grundvelli skoðunarskýrslu hvort gefið verði út lokaúttektarvottorð. Slíku mati fylgir stöðluð skýring. Sé ekki fyrir hendi stöðluð skýring mats ber skoðunarmanni að skrá eigin skýringu á matinu, slíkt mat er ávallt athugasemd í flokki 1.

Athugasemd í flokki 1 merkir að verki er ábótavant en frávik telst minniháttar, veldur ekki hættu, telst ekki heilsuspillandi eða takmarkar aðgengi.

2. flokkur: Athugasemd.

Athugasemd í flokki 2 leiðir til synjunar úttektar og kröfu um endurtekningu úttektar. Slíku mati fylgir stöðluð skýring. Athugasemd í flokki 2 merkir að verki er ábótavant og frávik getur valdið hættu, verið heilsuspillandi, takmarkað aðgengi eða verið í ósamræmi við aðaluppdrætti. Ítrekaðar athugasemdir í flokki 2 leiða til úttektar á [gæðastjórnunarkerfi.]1)

Óheimilt er að gefa út vottorð um lokaúttekt nema skoðunarskýrsla hafi borist þar sem staðfest er að úrbætur hafi farið fram.

1) Rgl. nr. 1278/2018, 30. gr.

3. flokkur: Alvarleg athugasemd.

Athugasemd í flokki 3 leiðir ávallt til synjunar úttektar og kröfu um endurtekningu úttektar. Slíku mati fylgir stöðluð skýring. Athugasemd í flokki 3 merkir að verki er ábótavant og frávik getur valdið alvarlegri hættu, alvarlegu heilsutjóni, takmarkað aðgengi eða verið í alvarlegu ósamræmi við aðaluppdrætti.

Óheimilt er að gefa út vottorð um lokaúttekt nema skoðunarskýrsla hafi borist þar sem staðfest er að lagfæringar hafi verið gerðar. Krefjast skal lagfæringa innan ákveðinna tímamarka.

Komi fram alvarleg athugasemd getur [Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]1) látið gera úttekt á stöðu og virkni gæðastjórnunarkerfis hlutaðeigandi byggingarstjóra og iðnmeistara verksins samkvæmt því sem nánar greinir í verklagsreglum [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]1). Ítrekuð alvarleg brot geta leitt til sviptingar löggildingar eða starfsleyfis í samræmi við verklagsreglur [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]1).

1) Rgl. nr. 977/2020, 2. gr

[6. Framkvæmd stöðuskoðunar leyfisveitenda.

6.1. Skoðunarlistar stöðuskoðunar leyfisveitanda.

Við framkvæmd stöðuskoðunar leyfisveitanda skal stuðst við skoðunarlista sem birtur er á vefsíðu [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]1).

1) Rgl. nr. 977/2020, 2. gr

6.2. Verklag við stöðuskoðun.

Tilgangur stöðuskoðunar er annars vegar að framkvæma áfangaúttekt sem lendir í úrtaki í kjölfar tilkynningar byggingarstjóra um lok úttektarskylds verkþáttar og hins vegar að kanna framkvæmd áfangaúttekta og verkstöðu með hliðsjón af skráningum í gagnasafni [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]1).

       Stöðuskoðun  er sjónskoðun.

       1) Rgl. nr. 977/2020, 2. gr

 6.3. Flokkun athugasemda vegna stöðuskoðunar og réttaráhrif.

1. flokkur: Væg athugasemd.

Athugasemd í flokki 1 leiðir til þess að byggingarstjóra er veitt áminning um að bæta verklag sitt. Eigin athugasemd skoðunarmanns er ávallt athugasemd í flokki 1.

2. flokkur: Athugasemd.

Athugasemd í flokki 2 leiðir til þess að byggingarstjóra er veitt áminning um að bæta verklag sitt.

Ítrekuð brot geta leitt til sviptingar löggildingar eða starfsleyfis í samræmi við verklagsreglur Mannvirkjastofnunar.

3. flokkur: Alvarleg athugasemd.

Slíku mati fylgir stöðluð skýring. Frekari framkvæmdir eru óheimilar þar til úttekt hefur verið endurtekin án athugasemda.

Komi fram alvarleg athugasemd getur [Húsnæðis- og mannvirkjastofnun]2) látið gera úttekt á stöðu og virkni gæðastjórnunarkerfis hlutaðeigandi byggingarstjóra verksins samkvæmt því sem nánar greinir í verklagsreglum [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar]1). Ítrekuð alvarleg brot geta leitt til sviptingar löggildingar eða starfsleyfis í samræmi við verklagsreglur [Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.]2)]1)

1) Rgl. nr. 1278/2018, 30. gr.

2) Rgl. nr. 977/2020, 2. gr