7.1.3. Umferðarleiðir

Leiðbeiningar

1 2. mgr. 6.11.1 gr.: Sjá nánar leiðbeiningar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) nr.: 6.2.3 Algild hönnun aðkomu að byggingum, 6.2.4 Gönguleið að byggingum og 6.6.1.
Almennar kröfur (skilti o.fl.).
2 3. mgr. 6.11.1 gr.: Hafa skal í huga þar sem settir eru upp bekkir að gera ráð fyrir aðstöðu fyrir hjólastóla og að bekkirnir greini sig vel í lit frá umhverfinu. Sjá mynd 1 og 2.

Mynd 1. Dæmi um fyrirkomulag bekkjar
Mynd 2. Mynd af bekkjum með svæði fyrir hjólastóla / barnavagna / göngugrindur

3 Á mynd 3 eru dæmi um góð mál á bekk, sæti í um það bil 0,45 m hæð og dýpt þess 0,45 m. Sætisarmar eru 0,2 m hærri en sætið og eru þannig að gott grip sé um þá. Vinkill milli sætis og baks er um það bil 100°.
Ruslastandur er við hlið bekkjarins þeim megin sem ekki er gert ráð fyrir svæði fyrir hjólastól.

Mynd 3. Bekkur með málsetningum. Öll mál í mm

Yfirlit yfir breytingar sem gerðar hafa verið á leiðbeiningunni:

ÚtgáfaLýsing á breytingu:Dags.
1.0Á ekki við12.10.2012
1.1Bætt við tilvísunum25.2.2013
2.02. breyting byggingarreglugerðar5.7.2013
2.1Letur stækkað og tilvísanir fjarlægðar27.6.2018
2.2Tilvísanir fjarlægðar14.8.2019
2.3Rilvísanir fjarlægðar15.11.2019
2.4MVS breytt í HMS6.2.2020
2.5Yfirlit yfir breytingar og texti lagfærður22.12.2020