6.6.1. Almennar kröfur (skilti, leiðbeiningar, handföng o.fl.)

Leiðbeiningar

A Inngangur

Meginreglur eru ávallt ófrávíkjanlegar en viðmiðunarreglur eru frávíkjanlegar ef sýnt er fram á að aðgengi og öryggi sé tryggt með jafngildum hætti og meginregla viðkomandi ákvæðis uppfyllt. Í slíkum tilvikum skal hönnuður skila með hönnunargögnum greinargerð þar sem gerð er grein fyrir því og rökstutt með hvaða hætti meginregla ákvæðisins er uppfyllt og aðgengi og öryggi tryggt.

B Meginreglur

1 1. töluliður: Staðsetja skal skilti milli 1,2 m og 1,6 m hæðar ofan við frágengið gólf. Mjög gott er að nota táknmyndir með texta. Táknmyndir eru mjög mikilvægar fyrir þá sem eiga erfitt með lestur, fólk með þroskahömlun og jafnvel eldra fólk. Við hönnun skilta og upplýsinga er mikilvægt að taka litblindu með í reikninginn. (Á heimasíðu Color Oracle er forrit sem hægt er að hlaða niður. Þar er hægt að sjá myndir og fleira sem líkja eftir litaskynjun fólks með litblindu).

Mynd 1. Dæmi um skilti með punktaletri
Mynd 2. Dæmi um skilti í góðum litamismun við vegg
Mynd 3. Dæmi um skilti með táknmynd, uppleyptum texta, punktaletri og í miklum litamismun

Mikill litamismunur skal vera á milli bakgrunns og skiltis. Þá er auðveldara að sjá skiltið úr fjarlægð og texti auðlesnari.

Mynd 4. Lítill litamismunur á milli bakgrunns og skiltis
Mynd 5. Mikill litamismunur á milli
bakgrunns og skiltis

Sjá nánar í leiðbeiningu nr. 6.2.2.
Forðast skal að nota einungis hástafi. Upphleyptir stafir eru auðlesnastir fyrir sjónskerta.

Mynd 6. Mikill litamismunur á texta og skilti
Mynd 7. Mikill litamismunur á texta og skilti

2 2. Töluliður: Rofar þurfa að skera sig í litamismun frá bakgrunni.

3 3. töluliður: Tæki á snyrtingu eru sýnilegri ef bakgrunnur er í öðrum lit en þau, til dæmis sést hvítur vaskur á gráum vegg betur en á hvítum vegg.

C Viðmiðunarreglur

1 1. töluliður: Handföng skulu vera þannig gerðar að auðvelt sé að taka á þeim og stjórna. Sjá mynd 9.

Mynd 8. Staðsetning stýringa,takka

Mynd 9. Dæmi um æskilega hæð undir glugga til að hjólastólanotandi nái til handfanga

2 2. töluliður: Sjá mynd 10.

Mynd 10. Staðsetning stýringatakka

Yfirlit yfir breytingar sem gerðar hafa verið á leiðbeiningunni:

ÚtgáfaLýsing á breytingu:Dags.
1.0Á ekki við28.8.2012
2.02. breyting byggingarreglugerðar5.7.2013
2.16. breyting byggingarreglugerðar. Stækkun á letri25.6.2018
2.2Lagfæringar27.6.2019
2.38. breyting byggingarreglugerðar. Tilvísun tekin. Einfaldað7.10.2019
2.4MVS breytt í HMS6.2.2020
2.5Yfirlit yfir breytingar16.11.2020
2.6Viðbótar skýringarmynd og heiti nánar skilgreint16.4.2021