6.11.2. Sæluhús, veiðihús, fjallaskálar o.fl.

Leiðbeiningar

1 Sækja þar um byggingarleyfi fyrir mannvirkjum skv. 2.3 kafla byggingarreglugerðar. Framkvæmdir skulu vera í samræmi við skipulagsáætlanir og gæta skal meðal annars að ákvæðum náttúruverndarlaga nr. 60/2013 og vegalaga nr. 80/2007.

2 1. mgr. 6.11.2. gr.: Mikilvægt er að þær byggingar sem taldar eru upp hér að framan falli sem best að umhverfi sínu og taki tillit til landslags. Hvað litaval varðar skal það falla sem best að umhverfinu en þó er heimilt að björgunarskýli og þess háttar byggingar séu í áberandi litum svo þær verði sýnilegar í landslaginu.

2.1 Jafnframt skal hafa í huga að:

  • Aðgengi skal vera fyrir alla og taka skal tillit til hreyfihamlaðra í byggingum og aðkomu að þeim þar sem það er mögulegt vegna landslags.
  • Byggingarnar skulu vera með salernisaðstöðu fyrir hreyfihamlaða og fara eftir byggingarreglugerð að öðru leyti hvað aðgengi varðar.

Sjá leiðbeiningar Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar (HMS) nr. 6.2.2 Aðkomuleiðir og umferðarsvæði innan lóðar, 6.2.3 Algild hönnun aðkomu að byggingu og 6.2.4 Bílastæði hreyfihamlaðra.

Yfirlit yfir breytingar sem gerðar hafa verið á leiðbeiningunni:

ÚtgáfaLýsing á breytingu:Dags.
1.0Á ekki við12.10.2012
1.1Lítilsháttar lagfæring25.2.2013
1.2Tilvísanir fjarlægðar27.6.2018
1.3Letur stækkað og tilvísanir fjarlægðar14.8.2019
1.4Tilvísanir fjarlægðar13.11.2019
1.5MVS breytt í HMS6.2.2020
1.6Yfirlit yfir breytingar22.12.2020
1.7Nr. laga um náttúruvernd uppfært13.11.2023