6.12.4. Töfluherbergi

Leiðbeiningar

Leitast skal við að hafa stofnkassa, mælatöflur og/eða aðaltöflur rafmagns í sérstöku töfluherbergi, sbr. 6.12.4 gr. Þar sem því verður ekki við komið skal tryggja að hitastig rýmis og raki í því sé í samræmi við hönnunarforsendur rafkerfis. Hitastig í töflurými ætti ekki að vera hærra en 25°C. Jafnframt skal tryggja að staðsetning yfirþrýstingsloka og annars búnaðar vatnsinntaka sé ekki með þeim hætti að það geti haft áhrif á starfsemi rafkerfa.

ÚtgáfaLýsing á breytingu:Dags.
1.0Á ekki við.13.11.2023