6.11.7. Þjónustukjarnar

Leiðbeiningar

Í grein 6.11.7 í byggingarreglugerð segir:      

 1 Sækja þarf um byggingarleyfi fyrir mannvirkjum sem eru byggingarleyfisskyld skv. 2.3 og 2.5 kafla byggingarreglugerðar. Framkvæmdir skulu vera í samræmi við skipulagsáætlanir og gæta skal að ákvæðum laga um náttúruvernd nr. 60/2013 og vegalaga nr. 80/2007.

2 2. mgr. 6.11.7 gr.: Byggingar, skýli, upplýsingatöflur, áningastaði sem almenningur hefur aðgang að og aðkomu að þeim skal hanna á grundvelli algildrar hönnunar. Sjá leiðbeiningar Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar nr. 6.2.3 Algild hönnun aðkomu að byggingu, 6.2.2 Aðkomuleiðir og umferðarsvæði innan lóðar, 6.2.4 Bílastæði hreyfihamlaðra og 6.8.3 Algild hönnun snyrtinga og baðherbergja.

2.1 Allar helstu upplýsingar á glampafríum upplýsinga-/ ratskiltum skulu vera skýrar, greinilegar, auðlesnar og auðskyldar. Varast skal hástafi, nota skal stóra skrift og aðlaga hæð hennar að lestrarfjarlægðinni. Fyrir bókstafi sem eru um það bil 25 mm að hæð bætast 10 mm við hæðina fyrir hvern metra í aukinni lestrarfjarlægð. Þannig að bókstafir á skilti sem á að vera hægt að lesa í til dæmis 10 m fjarlægð skulu vera 125 mm háir.

2.2 Mikill litamismunur skal vera á milli bakgrunns og skiltis. Þá er auðveldara að sjá skiltið úr fjarlægð og texti auðlesnari

Mynd 1
Mynd 2

Mikill litamunur skal vera á texta og bakgrunni skiltis. Mismunur að minnsta kosti 60 mælt í LRV eða 0,75 á NCS skalanum (hlutfall endurkastshæfni ljóss). Forðast skal að nota einungis hástafi. Upphleyptir stafir eru auðlesnastir fyrir sjónskerta.

Mynd 3
Mynd 4

2.3 Skilti og upplýsingatöflur skulu vera í þannig hæð að bæði sitjandi og standandi geti lesið þau. Skilti og upplýsingatöflur með ítarlegum upplýsingum skulu vera í 1,2 -1,6 m hæð. Skilti með yfirlits- eða heildarupplýsingum skulu vera í 2,1 m hæð eða í þeirri hæð að auðvelt sé að ganga undir þau án þess að eiga á hættu að rekast upp undir skiltið. Sjá leiðbeiningar Húsnæðis og mannvirkjastofnunar (HMS) nr. 6.6.1 Almennar kröfur.

3 Hafa skal í huga við áningastaði og aðra staði þar sem gert er ráð fyrir að fólk borði úti við borð með áföstum bekkjum að gera ráð fyrir aðstöðu fyrir hjólastóla. Borð og bekkir skulu greina sig frá umhverfinu hvað liti snertir. Sjá mynd 5 og 6.

Mynd 5. Borð með áföstum bekkjum
Mynd 6. Borð með áföstum bekkjum

4 Hafa skal í huga við áningastaði og aðra staði þar sem settir eru upp bekkir að gera ráð fyrir aðstöðu fyrir hjólastóla. Bekkir skulu greina sig frá umhverfinu hvað liti snertir. Sjá mynd 7 og 8.

Mynd 7. Bekkur

Mynd 8. Bekkir

5 Á mynd 9 eru dæmi um góð mál á bekk, sæti í um það bil 0,45 m hæð og dýpt þess 0,45 m. Sætisarmar eru 0,2 m hærri en sætið, þannig að gott grip sé um þá. Vinkill milli sætis og baks er um það bil 100°. Ruslastandur við hlið bekkjarins þeim megin þar sem ekki er gert ráð fyrir svæði fyrir hjólastól.

Mynd 9. Bekkur með málsetningum, öll mál í mm

Yfirlit yfir breytingar sem gerðar hafa verið á leiðbeiningunni:

ÚtgáfaLýsing á breytingu:Dags.
1.0 Á ekki við12.10.2012
1.1 Lítilsháttar leiðréttingar25.2.2013
1.2 Letur stækkað og tilvísanir fjarlægðar27.6.2018
1.3 Tilvísanir fjarlægðar14.8.2019
1.4 Tilvísanir fjarlægðar13.11.2019
1.5 MVS breytt í HMS6.2.2020
1.6 Yfirlit yfir breytingar22.12.2020
1.7Náttúruverndarlög (44/1999) uppfærð í lög um náttúruvernd (60/2013)17.11.2023