6.4.10. Sveigðar tröppur, hringstigar og útitröppur

Leiðbeiningar

1 1. mgr. 6.4.10. gr.: Snúnir stigar eru sveigðar tröppur og hringstigar. Í snúnum stigum innanhúss er mælt með að innskot séu þannig að framstig að viðbættu innskoti sé 300 mm. Tröppuformúla fyrir innanhússstiga er 2 uppstig + 1 framstig = 620 mm +/- 20 mm.

Mynd 1. Dæmi um sveigða tröppu innan íbúðar
Mynd 2. Dæmi um hringstiga innanhúss

2 Í 2. mgr. 6.4.10. gr. segir: "Framstig útitrappa skal eigi vera minnan en 280 mm og uppstig skal vera á bilinu 120-160 mm. Halli á tröppum fyrir almenna umferð utanhúss skal almennt vera á bilinu 17° til 30°."

Mynd 3. Tröppuformúla fyrir útitröpur

Fyrir fólk sem er með hreyfihömlun, svo sem lömun á annarri hlið og fólk með gervifætur er öruggara að ganga um tröppur og stiga utanhúss sem eru með lokuð þrep (án innskots).

Mynd 4. Dæmi um útitröppur með lokuðum þrepum

Yfirlit yfir breytingar sem gerðar hafa verið á leiðbeiningunni:

ÚtgáfaLýsing á breytingu:Dags.
1.0Á ekki við22.6.2012
2.0Tilvísanir færðar inn31.5.2013
2.1Letur stækkað og úreltar tilvísanir fjarlægðar18.6.2018
2.2Tilvísanir fjarlægðar15.5.2019
2.3Tilvísanir fjarlægðar30.9.2019
2.4MVS breytt í HMS5.2.2020
2.5Yfirlit yfir breytingar og texta breytt lítilsháttar22.12.2020