3.7.3. Stöðuskoðanir leyfisveitandaLeiðbeiningarÍ lögum um mannvirki kemur fram að byggingarstjóri annist framkvæmd áfangaúttekta nema eftirlitsaðili ákveði að annast hana sjálfur eða tilkynni um úrtaksskoðun. Byggingarstjóri skal gera eftirlitsaðila viðvart um fyrirhugaðar áfangaúttektir og um lok úttektarskyldra verkþátta. Leyfisveitandi getur þess utan, ef talin er þörf á og vegna vanrækslu byggingarstjóra, ákveðið að hann, eða eftir atvikum skoðunarstofa, annist áfangaúttektir. Það getur þá átt við allar áfangaúttektir eða einungis úrtak þeirra í kjölfar tilkynningar byggingarstjóra um lok úttektarskylds verkþáttar. Byggingarstjóri skal vera viðstaddur slíkar úttektir og tilkynna, með sannanlegum hætti, viðeigandi iðnmeisturum og hönnuðum um þær, nema sérstaklega hafi verið samið um annað milli þeirra. Leyfisveitendum er heimilt að takmarka stöðuskoðun við nánar tilgreint úrtak innan þess/ þeirra verkþátta sem úttektin nær til. 1 Hvað er stöðuskoðunStöðuskoðun á leyfisskyldri mannvirkjagerð er framkvæmd af leyfisveitanda og er ætlað að auðvelda honum eftirlit með því að áfangaúttektir fari fram og séu gerðar í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar (brgl). Byggingarstjóri framkvæmir áfangaúttektir og eru þær hluti af innra eftirliti hans með framkvæmdum. Þær skulu vera framkvæmdar í samræmi við ákvæði skoðunarhandbóka og skoðunarlista. Leyfisveitandi gerir stöðuskoðun í samræmi við ákvæði skoðunarhandbókar og skoðunarlista og kannar m.a. hvort að byggingarstjóri framkvæmi sjálfur áfangaúttektir og hvort að þær séu gerðar í samræmi við skoðunarhandbók og -lista. Leyfisveitanda er heimilt að fara í stöðuskoðun á verki hvenær sem er á meðan á framkvæmdum stendur. Ákveði leyfisveitandi að fara yfir úrtak áfangaúttekta þá eru þær nefndar stöðuskoðanir. Stöðuskoðanir eru því úrtaksskoðanir sem eru framkvæmdar af leyfisveitanda á framkvæmdatíma og geta verið tvennskonar:
Stöðuskoðanir takmarka ekki heimild byggingarfulltrúa til að framkvæma einstaka áfangaúttektir og sinna þannig opinberu eftirliti. 2 Markmið stöðuskoðunarÁhersla er lögð á innra eftirlit við mannvirkjagerð. Áfangaúttektir eru þannig framkvæmdar af byggingarstjóra sem fulltrúa eiganda mannvirkis og sem hluti af innra eftirliti. Stöðuskoðanir eru hluti af áhættumiðuðu og hnitmiðaðra ytra eftirliti þar sem þeim sem standa sig vel er verðlaunað með minni afskiptum hins opinbera. Stöðuskoðunum er ætlað að veita byggingarfulltrúa möguleika á að fylgjast með byggingarframkvæmd og hvort byggingarstjóri framkvæmi áfangaúttektir samkvæmt skoðunarhandbókum eða til að athuga hvort úttektir sem skoðunarstofur eiga að annast fari í raun fram. Þannig getur leyfisveitandi t.d. notað stöðuskoðanir til að bera saman þær upplýsingar sem koma fram í skoðuninni og þær upplýsingar sem byggingarstjórar hafa skilað. Stöðuskoðun er mikilvægur þáttur í opinberu eftirliti með mannvirkjagerð, sérstaklega eftir að áfangaúttektir voru færðar frá byggingarfulltrúum til byggingarstjóra. 3 Flokkun mannvirkja í þrjá umfangsflokka og framkvæmd eftirlits út frá þeirri flokkun.Eitt af markmiðum flokkunar mannvirkja samkvæmt 1.3.1. gr. byggingarreglugerðar (brgl.) er að gera ytra eftirlit með mannvirkjagerð markvissara. Ytra eftirlit er framkvæmt af eftirlitsaðilum og skiptist í eftirlit með hönnun mannvirkja annarsvegar og eftirlit með framkvæmd hinsvegar. Framkvæmdaeftirlit skiptist í stöðuskoðanir, öryggis- og lokaúttektir og úttekt við lok niðurrifs mannvirkis. Í 3.2. kafla brgl. er nánar fjallað um eftirlit með mannvirkjagerð og hvernig því er háttað í hverjum umfangsflokki fyrir sig. Leyfisveitanda er ekki skylt að framkvæma stöðuskoðun þegar mannvirkjagerð fellur í umfangsflokk 1. Hann hefur þó heimild til að framkvæma úrtaksskoðun hvenær sem er á meðan á framkvæmd stendur, samkvæmt lokamálslið 3.2.2. gr. brgl. Þegar um er að ræða mannvirkjagerð í umfangsflokki 2 og 3 skal eftirlitsaðili framkvæma stöðuskoðun. Skal lögð áhersla á að skoða áhættusama verkþætti. Þar fyrir utan getur eftirlitsaðili framkvæmt úrtaksskoðun hvenær sem hann telur á því þörf. Kemur þetta fram í 3. mgr. 3.2.3. gr. og 4. mgr. 3.2.4. gr. brgl. Með hliðsjón af þeim samfélagslegu áskorunum sem byggingargeirinn stendur frammi fyrir á þessum tíma mælist HMS með að leyfisveitandi leggi sérstaka áherslu á að skoða eftirfarandi verkþætti, enda áhætta af þeim mikil og afdrifarík:
4 Framkvæmd og niðurstaða stöðuskoðunarStöðuskoðun er sjónskoðun og við framkvæmd hennar skal stuðst við skoðunarlista sem birtur er á vefsíðu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Leyfisveitandi gerir stöðuskoðun á verki í samræmi við ákvæði skoðunarhandbóka og getur framkvæmt hana hvenær sem er á meðan á framkvæmd stendur. Lögð er áhersla á að ætlast er til þess að leyfishafi fari í stöðuskoðun á leyfisskyldum framkvæmdum og sinni þannig opinberu eftirliti, m.a. með því að byggingarstjóri framkvæmi áfangaúttektir. Þá er mælst til þess að stöðuskoðun beinist sérstaklega að áhættusömum verkþáttum.
Niðurstaða skoðunar skal skráð og um hana skilað skýrslu samkvæmt fyrirmælum í skoðunarhandbók um yfirferð hönnunargagna og framkvæmd, áfanga-, öryggis og lokaúttektar. Komi fram athugasemd við stöðuskoðun skal það hafa sömu áhrif og gilda um athugasemdir við áfangaúttektir byggingarstjóra, sjá grein 6.3. viðauka II við brgl. 1) um flokkun athugasemda vegna stöðuskoðunar og réttaráhrif þeirra. Frekari framkvæmdir eru óheimilar þar til úttekt er endurtekin án athugasemda. 5 ÞvingunarúrræðiSé fyrirmælum um úrbætur ekki sinnt eða það vanrækt að láta lögbundna úttekt fara fram getur leyfisveitandi beitt þvingunarúrræðum. Þetta á einnig við ef t.d. fram koma alvarlegar eða ítrekaðar athugasemdir í stöðuskoðun. Slík ákvörðun getur náð til allra áfangaúttekta vegna tiltekins mannvirkis eða einungis þeirra sem lenda í úrtaki í kjölfar tilkynningar byggingarstjóra um lok úttektarskylds verkþáttar. Úttekt eftirlitsaðila skal framkvæmd í samræmi við ákvæði skoðunarhandbóka og skoðunarlista og er heimilt að úttekt takmarkist hverju sinni við nánar skilgreint úrtak innan ákveðins verkþáttar. Niðurstöður áfangaúttekta skal síðan skrá í byggingagátt HMS. 1) 6.3. Flokkun athugasemda vegna stöðuskoðunar og réttaráhrif. 1. flokkur: Væg athugasemd. Athugasemd í flokki 1 leiðir til þess að byggingarstjóra er veitt áminning um að bæta verklag sitt. Eigin athugasemd skoðunarmanns er ávallt athugasemd í flokki 1. 2. flokkur: Athugasemd. Athugasemd í flokki 2 leiðir til þess að byggingarstjóra er veitt áminning um að bæta verklag sitt. Ítrekuð brot geta leitt til sviptingar löggildingar eða starfsleyfis í samræmi við verklagsreglur Mannvirkjastofnunar. 3. flokkur: Alvarleg athugasemd. Slíku mati fylgir stöðluð skýring. Frekari framkvæmdir eru óheimilar þar til úttekt hefur verið endurtekin án athugasemda. Komi fram alvarleg athugasemd getur HMS látið gera úttekt á stöðu og virkni gæðastjórnunarkerfis hlutaðeigandi byggingarstjóra verksins samkvæmt því sem nánar greinir í verklagsreglum HMS. Ítrekuð alvarleg brot geta leitt til sviptingar löggildingar eða starfsleyfis í samræmi við verklagsreglur HMS. Tilvísanir
|