6.4.6. Stigar, tröppur og þrep

Leiðbeiningar

1 1. mgr. 6.4.6 gr.:

Aðgengi um stigana skal vera gott fyrir alla svo sem fatlaða (sem geta gengið), aldraða, börn og svo framvegis. Stigar og tröppur skulu vera með sama innstig og sama uppstig alla lengd sína. Mismunandi uppstig og innstig eykur hættu á að sá sem um stigann/ tröppuna fer detti.

Æskilegt er að merkja tröppunef með efni með hálkuvörn og miklum mismun í lit við tröppurnar, lárétt og lóðrétt að hámarki 40 mm á kant. Merkja skal tröppunef þar sem algildrar hönnunar er krafist. Merkingar auðvelda sjónskertum að sjá þrepbrúnir.

Mynd 1. Dæmi um merkingar á tröppunefjum

Sjá nánar leiðbeiningu nr. 6.2.2.

2 2. mgr. 6.4.6 gr.: Á jarðhæð/ aðalinngangshæð opinberra bygginga og atvinnu húsnæðis sem hannað er á grundvelli algildrar hönnunar og almenningur hefur aðgang að skal setja leiðarlista frá aðalinngangsdyrum að stigum, lyftum og að afgreiðslum. Sjá nánar leiðbeiningu nr. 6.2.2.

3 3. mgr. 6.4.6 gr.: Færri en þrjú uppstig í tröppum auka líkurnar á slysum þar sem fólk áttar sig síður á hæðarbreytingunum þegar þær eru minniháttar.

4 4. mgr. 6.4.6 gr.: Forðast ber að hafa hvassan kant fremst á tröppunefi því það getur valdið meiri skaða ef slys verða í tröppunum.

5 Í 5. mgr. 6.4.6 gr. segir: „Bil milli þrepa í opnum stigum bygginga má ekki vera meira en 89 mm………“

Mynd 4. Dæmi um opinn stiga

Mynd 5. Dæmi um opinn stiga

6 5. mgr. 6.4.6 gr.:„…..Sé bil samsíða stiga, t.d. milli stiga og veggjar eða milli stigapalls og veggjar má slíkt bil ekki vera meira en 50 mm að breidd nema því aðeins að aðgangur að því sé hindraður t.d. með handriði.“

Mynd 6. Bil milli veggjar og stiga

7 6. mgr. 6.4.6 gr.: Þar sem algildrar hönnunar er krafist svo sem í opinberum byggingum, atvinnuhúsnæði og sameign íbúðabygginga, skal fyrir enda ofanverðra trappa leggja annarskonar yfirborðsefni í lit og áferð í 0,9 m lengd frá brún trappa og í fullri breidd þeirra. Þetta er gert til að vekja athygli fólks og sérstaklega sjónskertra á að hæðarbreyting sé framundan.

Mynd 7. Dæmi um breytt yfirborðsefni, lengd 0,9 m x full breidd trappa

8 7. mgr. 6.4.6 gr.: Öllum stafar hætta af að ganga á stiga eða innundir þá. Til að hindra slys er til dæmis hægt að setja upp handrið/ vörn. Best er að handrið sé þannig hannað að sjónskertum og blindum stafi ekki hætta af. Best er að það sé í góðum litamismun við vegg/ tröppur að minnsta kosti 60 mælt í LRV kerfinu. Setja skal vörn í um það bil 0,9 m hæð frá gólfi auk varnar í um það bil 0,2 m hæð frá gólfi fyrir hjólastóla og sjónskerta. Þegar annarskonar lokun er undir stigum skal tryggja að að sjónskertum og blindum stafi ekki hætta af.

Mynd 8. Dæmi um frágang undir stiga

Yfirlit yfir breytingar sem gerðar hafa verið á leiðbeiningunni:

Útgáfa Lýsing á breytingu: Dags.
1.0 Á ekki við22.6.2012
2.0 Tilvísunum bætt við31.5.2013
2.1 Letur Stækkað og úrletar tilvísanir fjarlægðar18.6.2018
2.2 Smávægileg leiðrétting26.6.2019
2.3 Tilvísanir fjarlægðar27.9.2019
2.4 MVS breytt í HMS5.2.2020
2.5 Yfirlit yfir breytingar. Texti lagfærður22.12.2020