6.4.9. Stigar og tröppur – gönguhlutfall, framstig, uppstig, skilgreiningar o.fl

Leiðbeiningar

Til þess að auðvelt og öruggt sé að ganga stiga verður hann að hafa jafnan halla alla lengd sína. Stigi sem er hannaður eftir formúlunni 2 uppstig + 1 framstig = 620 mm +/- 20 mm, mælt í ganglínu hans, er með fínum halla í flestum tilvikum. Bestur halli á stigum er á bilinu 33° og 36°. Sama uppstig og sama framstig skal vera á öllum hæðum sama stiga innan sömu byggingar og skal framstig vera lárétt.

Mynd 1. Tröppuformúlan

Yfirlit yfir breytingar sem gerðar hafa verið á leiðbeiningunni:

ÚtgáfaLýsing á breytingu:Dags.
1.0Á ekki við22.6.2012
2.0Tilvísanir settar inn31.5.2013
2.1Letur stækkað18.6.2018
2.2Tilvísanir fjarlægðar30.9.2019
2.3MVS breytt í HMS5.2.2020
2.4Yfirlit yfir breytingar22.12.2020