6.11.8. Starfsmannabúðir

Leiðbeiningar

1 Sækja þarf um byggingarleyfi fyrir mannvirkjum sem eru byggingarleyfisskyld samkvæmt 2.3 kafla byggingarreglugerðar. Framkvæmdir skulu vera í samræmi við skipulagsáætlanir og gæta skal að ákvæðum laga um náttúruvernd nr. 60/2013. Einnig er skylt að koma upp aðstöðu fyrir starfsmenn á byggingarstöðum samanber 4.11.4. gr. byggingarreglugerðar.

2 Starfsmannabúðir eru:

a Færanlegt húsnæði sem ætlað er til svefns, matar, daglegrar dvalar, vinnu eða samkomuhalds starfsfólks til skamms tíma í senn vegna atvinnustarfsemi skv. 83. tölulið 1.2.1. gr. byggingarreglugerðar.

b Tímabundnar og lausar byggingar sem ekki eru tengdar lagna- eða veitukerfum og ætlaðar eru til svefns eða daglegrar dvalar manna í fjóra mánuði eða lengur á sama stað svo sem húsvagnar og tjaldhýsi úr léttum byggingarefnum skv. 86. tölulið 1.2.1. gr. byggingarreglugerðar.

3 Með tilliti til 4. mgr. 6.11.8. gr. er rétt að benda á að brunavarnir og brunaöryggi starfsmannabúða skulu uppfylla ákvæði 9. hluta byggingarreglugerðar Varnir gegn eldsvoða.

Mynd 1. Dæmi um gang með 1,50 x 1,50 m útskoti. Öll mál í mm
Mynd 2. Dæmi um snyrtingu fyrir fólk með hreyfihömlun. Öll mál í mm

Yfirlit yfir breytingar sem gerðar hafa verið á leiðbeiningunni:

ÚtgáfaLýsing á breytingu:Dags.
1.0Á ekki við5.7.2013
1.1Lítilsháttar leiðréttingar9.7.2015
1.2Letur stækkað og tilvísanir fjarlægðar27.6.2018
1.3Tilvísanir fjarlægðar14.8.2019
1.4Tilvísanir fjarlægðar13.11.2019
1.5MVS breytt í HMS6.2.2020
1.6Yfirlit yfir breytingar og texti lagfærður22.12.2020
1.7Tilvísanir lagfærðar8.8.2023
1.8Náttúruverndarlög nr. 44/1999 breytt í lög um náttúruvernd nr. 60/201327.11.2023