6.2.1. Staðsetning bygginga

Leiðbeiningar

1 Inngangur

Meginreglur eru ávallt ófrávíkjanlegar en viðmiðunarreglur eru frávíkjanlegar ef sýnt er fram á að aðgengi og öryggi sé tryggt með jafngildum hætti og meginregla viðkomandi ákvæðis sé uppfyllt. Í slíkum tilvikum skal hönnuður skila með hönnunargögnum greinargerð þar sem gerð er grein fyrir því og rökstutt með hvaða hætti meginregla ákvæðisins er uppfyllt og aðgengi og öryggi tryggt.

Ávallt skal fara eftir ákvæðum deiliskipulags.

2 Viðmiðunarreglur

Í 6.2.1 gr. segir: „Lágmarkshæð undir útskagandi byggingarhluta skal ekki vera lægri en í 2,4 m hæð frá jörðu við umferðarleiðir.“ Með umferðaleiðum er átt við til dæmis gangstéttir, gangstíga og svo framvegis. Útskagandi byggingarhlutar út fyrir lóðarmörk og þar sem reikna má með því að margir ferðist um eða séu við leik innan lóða þar sem útskagandi byggingarhlutar eru, skulu ekki vera lægri en 2,4 m hæð frá jörðu.

Mynd 1. Dæmi um útskagandi byggingarhluta ≥ 2,4 m frá jörðu

„…nema settar séu upp varnir þannig að ekki sé slysahætta vegna umferðar…“

Mynd 2. Dæmi um útskagandi byggingarhluta ≤ 2,4 m frá jörðu, með vörn

„…Þetta gildir þó ekki ef hinn útskagandi byggingarhluti er minna en 0,7 m frá jörðu.“

Mynd 3. Dæmi um útskagandi byggingarhluta minna en 0,7 m frá jörðu

Yfirlit yfir breytingar sem gerðar hafa verið á leiðbeiningunni:

ÚtgáfaLýsing á breytingu:Dags.
1.0 Á ekki við5.7.2013
1.1 Lítilsháttar leiðréttingar12.2.2016
1.2 Letur stækkað13.6.2018
1.3 Tilvísanir fjarlægðar9.9.2019
1.4 MVS breytt í HMS5.2.2020
1.5 Yfirlit yfir breytingar22.12.2020