11.1.3. Staðfesting hljóðvistar vegna þegar byggðra mannvirkjaLeiðbeiningarGrein 11.1.3 í byggingarreglugerð. Góð hljóðeinangrun bygginga, gerð og lögun rýma ásamt efnisvali hefur áhrif á hljóðvist í byggingum. Hljóðeinangrun er mikilvæg hvort sem litið er á hávaðaáraun sem berst utan frá inn í byggingar eða hávaða sem berst milli rýma innanhúss, til dæmis á milli íbúða í fjölbýlis-húsum og á milli kennslustofa í skólum. Mælt er með að hljóðvist sé mæld í skólahúsnæði sem breytt hefur verið, að framkvæmd lokinni, til staðfestingar þess að forsendur hönnunargagna um hljóðvist hafi verið uppfylltar. Leiðir til bættrar hljóðvistar innan rýma eða á milli þeirra geta verið margskonar og sam-settar af mörgum þáttum, til dæmis:
Í leiðbeiningum 11.1.2 með byggingarreglugerð er fjallað um eftirfarandi atriði: 1 Lofthljóðeinangrun Greinargerð hönnuða a Við breytta notkun mannvirkis skal hönnuður staðfesta að hljóðvist þess fullnægi öllum þeim kröfum sem gerðar eru til hljóðvistar vegna hinnar nýju starfsemi samkvæmt. ákvæðum laga um mannvirki, þessarar reglugerðar og þeirra staðla sem hún vísar til. Dæmi um breytta notkun er þegar atvinnuhúsnæði er breytt í íbúðarhúsnæði eða þegar iðnaðarhúsnæði er breytt í gististað. b Við minniháttar breytingu eða viðgerð á mannvirki skal hönnuður staðfesta að hljóðvist þess eftir breytinguna sé fullnægjandi miðað við kröfur sem giltu þegar mannvirkið var reist. Ef breyting er ekki byggingarleyfisskyld er ekki gerð krafa um staðfestingu hönnuðar varðandi kröfur um hljóðvist. c Sé byggt við hús eða annað mannvirki eða hluti þess eða heild er endurnýjuð ber hönnuði að staðfesta að hljóðvist hins nýja, breytta eða endurnýjaða mannvirkis full-nægi þeim kröfum sem gerðar eru til hljóðvistar vegna þeirrar starfsemi sem fyrir-huguð er í mannvirkinu samkvæmt ákvæðum laga um mannvirki, þessarar reglugerðar og þeirra staðla sem hún vísar til. Dæmi um byggingarleyfisskylda minniháttar breytingu er breyting á gluggum. Ef breyting er ekki byggingarleyfisskyld er ekki gerð krafa um staðfestingu hönnuðar varðandi kröfur um hljóðvist. Greinargerð samkvæmt þessum kafla er hluti af greinargerðum hönnuða samanber 4.5.3 gr. byggingarreglugerðar, vegna skóla, frístundaheimila, heilbrigðisstofnana, dvalarheimila, gististaða, stórra fjölbýlishúsa, stórra opinna vinnurýma, hávaðasamra vinnustaða og þegar um óhefðbundnar byggingaraðferðir er að ræða. Gera skal grein fyrir forsendum hönnunar og með hvaða hætti kröfur um hljóðvist eru uppfylltar. Það sem þarf að koma fram í greinagerð hönnuða eftir því sem við á, er eftirfarandi:
Tilvísanir
Heimildir
Yfirlit yfir breytingar sem gerðar hafa verið á leiðbeiningunni:
|