6.4.11. Skábrautir og hæðarmunur

Leiðbeiningar

A Inngangur

Meginreglur eru ávallt ófrávíkjanlegar en viðmiðunarreglur eru frávíkjanlegar ef sýnt er fram á að aðgengi og öryggi sé tryggt með jafngildum hætti og meginregla viðkomandi ákvæðis uppfyllt. Í slíkum tilvikum skal hönnuður skila með hönnunargögnum greinargerð þar sem gerð er grein fyrir því og rökstutt með hvaða hætti meginregla ákvæðisins er uppfyllt og aðgengi og öryggi tryggt.

B Viðmiðunarreglur

1 1. töluliður 6.4.11. gr.: Forðast skal eins og unnt er að hafa skábrautir brattari en 1:20 (5,0 %) á leiðum undir 3 m að lengd og ef það er ekki unnt þá skal hallinn ekki vera meiri en 1:12 ( 8,3 %).

2 2. töluliður 6.4.11 gr.: Þessi stærð á láréttum fleti tryggir að flestir hjólastólar geti snúið við.

Mynd 1. Dæmi um láréttan flöt við báða enda skábrautar, öll mál í mm

3 3. töluliður 6.4.11. gr.: Tveir hjólastólar geta mæst auðveldlega og rafknúinn hjólastóll snúið á 1,8 x 1,8 m fleti.
Sjá nánar um ákvæðið á mynd 2.

Mynd 2. Dæmi um láréttan flöt við útidyr 1,8 x 1,8 m. Öll mál í mm

4 4. töluliður 6.4.11. gr.: Hvíldarpallur skal vera við hverja 12 metra skábrautar með halla 1:20 (5%). Flestir hjólastólanotendur geta komist 12 m án hvíldarpalls.

Mynd 3. Dæmi um hvíldarpall 1,80 m að lengd, öll mál í mm

5 5. töluliður 6.4.11. gr.: 1,80 m breidd er nægjanleg fyrir tvo hjólastóla að mætast.

Mynd 4. Dæmi um snúningsflöt, öll mál í mm
Mynd 5. Dæmi um snúningsflöt, öll mál í mm

6 Í 6. tölulið 6.4.11. gr. segir: "Breidd skábrauta skal vera minnst 0,90 m og ekki minni en 1,30 m á lengri leiðum mælt á milli handlista."

Mynd 6. Breidd skábrauta, öll mál í mm

7 Í 8. tölulið 6.4.11. gr. segir: "Vatnshalli (hliðarhalli), a.m.k. 1:50 (2%), skal vera á öllum flötum skábrauta utanhúss. Yfirborðsvatni skal veitt til hliðar og tryggt að ekki myndist svell á láréttum flötum í og við skábrautir. Þar sem því verður við komið skal setja snjóbræðslu undir yfirborð ef skábrautin er utanhúss og þá undir allri skábrautinni og nánasta umhverfi hennar."

Mynd 7. Vatnshalli (hliðarhalli)

8 9. töluliður 6.4.11. gr.: Samfelldur kantur að minnsta kosti 40 mm hár, verður að vera beggja vegna skábrauta, þannig að hjólastólar, barnavagnar og kerrur renni ekki út af. Kanturinn er mikilvæg leiðarlína fyrir þá sem nota Hvíta stafi (þreifistafi). Einnig er hægt að vera með vörn innbyggða í handriðið og skal hún vera að minnsta kosti 200 mm há.

Mynd 8. Dæmi um kant (upphækkun)

9 10. töluliður 6.4.11. gr.: Handrið eiga að vera beggja vegna skábrautar því hjólastólanotandi þarf, af öryggisástæðum, að geta gripið um báða handlistana til þess að vega sig upp. Hætta er á að stóllinn snúist og velti ef aðeins er handrið / handlisti öðrum megin. Auk þess eru tvö handrið nauðsynleg fyrir þá sem nota Hvíta stafi. Á hvort handrið skal setja tvo handlista í tveimur mismunandi hæðum. Annar handlistinn fyrir gangandi vegfarendur í 0,90 m hæð frá gangfleti lóðrétt upp á efri brún handlista og hinn fyrir hjólastólanotendur í 0,70 m hæð. Til þess að ná góðu gripi um handlistann þarf hann að vera sem næst hringlaga með þversnið 45 mm.

Ekki er þörf á handriðum á skábrautir sem brúa hæðarmun minni en 0,25 m og eru með minni halla en 1:20. Þó skal ætíð hafa handrið á skábrautum við innganga í byggingar. Handrið á skábrautum verða, eins og tröppuhandrið, að vera úr traustu efni sem veitir gott grip. Litur þeirra þarf að greinast vel frá litum umhverfis.

Mynd 9. Hæð handlista, öll mál í mm

Mynd 10. Dæmi um skábraut innanhúss. Flott leyst en vantar að setja annan lit á handlista til að aðgreina betur frá umhverfinu og það vantar 300 mm framlengingu á handlistunum fram fyrir skábraut

10 11. töluliður 6.4.11 gr.: Þetta hjálpar þeim sem eru með hreyfihamlanir og einnig sjónskertum einstaklingum því þá nær handriðið niður að hvíldarpalli/ láréttum fleti.

Mynd 11. Dæmi um handlista sem fer 300 mm fram fyrir skábraut
Mynd 12. Dæmi um snið í skábraut með handlista sem fer 300 mm fram fyrir enda skábrautar

11 12. töluliður 6.4.11 gr.: Fyrir enda að ofanverðri skábraut skal leggja annarskonar yfirborðsefni í lit og áferð, 0,9 m lengd frá efstu brún skábrautar og alla breidd hennar.
Þetta er gert til að fólk með sjónskerðingu geti varað sig á að hæðarmunur sé framundan. Sjá mynd 13.

Mynd 13. Dæmi um hæðamismun við skábraut, öll mál í mm

12 13. töluliður 6.4.11 gr.: Skábrautir skulu vera meira lýstar en aðrar gönguleiðir til að fólk
með sjónskerðingu sjái þær betur. Lýsing þarf að vera góð og jöfn á alla fleti skábrautar og gefa til kynna hvar hún liggur.

Yfirlit yfir breytingar sem gerðar hafa verið á leiðbeiningunni:

ÚtgáfaLýsing á breytingu:Dags.
1.0Á ekki við22.6.2012
2.0Tilvísanir settar inn og 2. breyting byggingarreglugerðar5.7.2013
3.03. breyting byggingarreglugerðar15.7.2014
3.1Letur stækkað og úreltar tilvísanir fjarlægðar19.6.2018
3.2Úreltar tilvísanir fjarlægðar27.6.2019
3.3Tilvísanir fjarlægðar30.9.2019
3.4MVS breytt í HMS5.2.2020
3.5Yfirlit yfir breytingar og texti lagfærður22.12.2020