6.4.12. Lyftur og lyftupallar

Leiðbeiningar

Grein 6.4.12 í byggingarreglugerð

A  Inngangur

Meginreglur eru ávallt ófrávíkjanlegar en viðmiðunarreglur eru frávíkjanlegar ef sýnt er fram á að aðgengi og öryggi sé tryggt með jafngildum hætti og meginregla viðkomandi ákvæðis uppfyllt. Í slíkum tilvikum skal hönnuður skila með hönnunargögnum greinargerð þar sem gerð er grein fyrir því og rökstutt með hvaða hætti meginregla ákvæðisins er uppfyllt og aðgengi og öryggi tryggt.

B Meginreglur

1 2. töluliður: Framan við hurðir hjólastólapallslyftu skal vera hindrunarlaust athafnasvæði að lágmarki 1,5 m x 1,5 m eða 1,30 m x 1,80 m að stærð. Burðargeta hjólastólapallslyftu skal vera að minnsta kosti 300 kg og 450 kg ef fylgdarmaður á að fara með.

Mynd 1. Dæmi um hjólastólapallslyftu

Framan við hurðir stigalyftu skal vera hindrunarlaust athafnasvæði að lágmarki 1,5 m x 1,5 m eða 1,30 m x 1,80 m að stærð. Burðargeta stigalyftu skal vera að minnsta kosti 300 kg.

Mynd 2. Dæmi um stigalyftu

Í þeim undantekningatilvikum þar sem lítil umferð er og ekki er unnt að koma fyrir stigalyftu og hæðarmismunur er lítill, til dæmis í eldri húsum er hægt að vera með lausar brautir sjá myndir 3 og 4. (Þar þarf ávallt aðstoðarmanneskju).

Mynd 3. Dæmi um lausar útdraganlegar brautir á vegg
Mynd 4. Dæmi um lausar útdraganlegar brautir í notkun

2 4. töluliður: Að lágmarki skal vera ein lyfta í byggingum sem eru tvær hæðir eða hærri og hýsa opinbera starfsemi, hótel, samkomuhús, veitingastaði eða annað þjónustuhúsnæði svo sem skrifstofur, þjónusturými iðnaðarhúsnæðis og verslanir svo og starfsemi sem almenningur hefur aðgang að.

Mynd 5. Krafa um lyftu - kjallari atvinnuhúsnæðis telst sem hæð

3 5. töluliður: Í íbúðarhúsnæði sem er þrjár hæðir eða hærri skal að lágmarki vera ein lyfta. Ekki þarf þó lyftu í þriggja hæða íbúðarhús ef hvergi í byggingunni er meira en ein hæð milli aðalinngangs annars vegar og inngangs að íbúð hins vegar, t.d. ef bygging stendur í halla og aðalinngangur er á miðhæð.

Mynd 6. Krafa um lyftu - meira en ein hæð frá aðalinngangi að inngangi íbúðar
Mynd 7. Krafa um lyftu - meira en ein hæð frá aðalinngangi að inngangi íbúðar

Fyrir íbúðarhús gildir reglan: ef fara þarf meira en eina hæð frá aðalinngangshæð að inngangsdyrum íbúðar þá þarf lyftu.

Mynd 8. Ekki krafa um lyftu þegar ekki er meira en ein hæð frá aðalinngangi að inngangi íbúðar
Mynd 9. Ekki krafa um lyftu - bílgeymsla undir inngangshæð
Mynd 10. Ekki krafa um lyftu - 3ja hæðin viðbótarhæð við íbúð B

Undanþága er sett inn til að liðka fyrir þéttingu byggðar í grónum hverfum og einnig þegar endurbyggja þarf á lóð til dæmis vegna bruna eldra húsnæðis eða þegar það hefur þurft að rífa húsið vegna annarra orsaka. Skal hönnuður rökstyðja slíkt skriflega í greinargerð.

4 7. töluliður: Lyftur 1,10 x 2,10 m að stærð nægja til sjúkraflutninga ef hurðarop er á styttri hliðum (1,10 m). Í opinberum byggingum og byggingum þar sem almenningur hefur aðgang að er æskilegt að setja leiðarlista fyrir sjónskerta og blinda frá aðalinngangi að lyftu.

Mynd 11. Lyfta, öll mál í mm

C Viðmiðunarreglur

1 4. töluliður: Hnappur við lyftudyr

Mynd 12. Hnappar í og við lyftu. Öll mál í m

2 5. töluliður: Sjá myndir 12 og 13

Mynd 13. Dæmi um lárétt hnappaborð. Öll mál í mm

3 6. tölulið: Sjá mynd 14

Mynd 14. Hindrunarlaust svæði fyrir framan lyftu í byggingum sem eru 4 hæðir og hærri, öll mál í mm

Yfirlit yfir breytingar sem gerðar hafa verið á leiðbeiningunni:

Útgáfa Lýsing á breytingu:Dags
1.0 Á ekki við22.6.2012
2.0 2. breyting byggingarreglugerðar5.7.2013
3.0 3. breyting byggingarreglugerðar15.7.2014
3.1 7. breyting byggingarreglugerðar19.6.2018
3.2 Úreltar ilvísanir teknar15.5.2019
3.3 Ýmsar leiðréttingar27.6.2019
3.4 Tilvísanir teknar30.9.2019
3.5 MVS breytt í HMS4.2.2020
3.6 breyting byggingarreglugerðar. Yfirlit yfir breytingar. Breytingar á texta16.11.2020