10.2.6. Loftræsing í skólum og sambærilegum byggingumLeiðbeiningarGrein 10.2.6 í byggingarreglugerð 1 Vegna framangreindra ákvæða byggingarreglugerðar um lámark loftmagns, er vakin athygli á að reglugerðin gerir að auki kröfu um mesta leyfilegt magn CO2 í innilofti sé uppfyllt, samanber 10.2.8 gr.: „Tryggt skal að CO2 magn í innilofti verði ekki meira að jafnaði en 0,08% CO2 (800 ppm) og fari ekki til skamms tíma yfir 0,1% CO2 (1.000 ppm).“ Hvortveggja verður að vera uppfyllt. 2 Við hönnun vélrænna loftræsikerfa skal stuðst við íslenska staðla, samanber 1.2.2. gr. byggingarreglugerðar. Fyrir hendi er nokkur fjöldi íslenskra staðla sem fjalla um eða tengjast kröfum til loftgæða, hita- og rakastigs innan mannvirkja. Vegna hönnunar loftræsikerfa, er bent á staðalinn: ÍST EN 16798-1:2019, orkunýting í byggingum – hluti 1. Í þessum staðli er lýst hvernig breytur eru notaðar við hönnun og mat á orkunýtingu bygginga þar sem tekið er mið af loftgæðum, varmaumhverfi, lýsingu og hljóðtækni innanhúss – M1-6. Jafnframt er bent á staðalinn ÍST EN 16798-3:2017, loftræsing bygginga – fyrir annað húsnæði en íbúðarhúsnæði, sem leiðbeinir hönnuðum við að útfæra lausnir fyrir nothæfiskröfur loftræsikerfa og loftræsingar rýma (M5-1, M5-4). Nota skal viðmið sem koma fram í töflu 1 í staðlinum en þar segir að nota skuli við-miðunarflokk II við nýjar byggingar og við endurnýjun á húsnæði. Jafnframt er bent á staðallinn ÍST EN 13779: 2007, 3 Hér á neðan má sjá aðra helstu staðla sem horfa þarf til við hönnun kerfa og tengsli þeirra á milli.
Yfirlit yfir breytingar sem gerðar hafa verið á leiðbeiningunni:
|