10.2.7. Loftræsing atvinnuhúsnæðis

Leiðbeiningar

Grein 10.2.7 í byggingarreglugerð

1 Vegna framangreindra ákvæða byggingarreglugerðar um lámark loftmagns, er vakin athygli á að reglugerðin gerir að auki kröfu um mesta leyfilegt magn CO2 í innilofti sé uppfyllt, sbr. 10.2.8 gr.: „Tryggt skal að CO2 magn í innilofti verði ekki meira að jafnaði en 0,08% CO2 (800 ppm) og fari ekki til skamms tíma yfir 0,1% CO2 (1.000 ppm).“

Hvorttveggja verður að vera uppfyllt.

2 Við hönnun vélrænna loftræsikerfa skal stuðst við íslenska staðla, samanber 1.2.2. gr. byggingarreglugerðar. Fyrir hendi er nokkur fjöldi íslenskra staðla sem fjalla um eða tengjast kröfum til loftgæða, hita- og rakastigs innan mannvirkja.

Vegna hönnunar loftræsikerfa, er bent á staðalinn: ÍST EN 16798-1:2019, orkunýting í byggingum – hluti 1. Í þessum staðli er lýst hvernig breytur eru notaðar við hönnun og mat á orkunýtingu bygginga þar sem tekið er mið af loftgæðum, varmaumhverfi, lýsingu og hljóðtækni innanhúss – M1-6. Jafnframt er bent á staðalinn ÍST EN 16798-3:2017, loftræsing bygginga – fyrir annað húsnæði en íbúðarhúsnæði, sem leiðbeinir hönnuðum við að útfæra lausnir fyrir nothæfiskröfur loftræsikerfa og loftræsingar rýma (M5-1, M5-4).

3 Hér á neðan má sjá aðra helstu staðla sem horfa þarf til við hönnun kerfa og tengsli þeirra á milli.

  • ÍST EN 16798-1:2019. Orkunýting í byggingum - Hluti 1: Breytur til nota við hönnun og mat á orkunýtingu bygginga þar sem tekið er mið af loftgæðum, varmaumhverfi, lýsingu og hljóðtækni innanhúss - M1-6.
  • ÍST EN 16798-3:2017. Orkunýting í byggingum - Loftræsing bygginga - Hluti 3: Fyrir annað húsnæði en íbúðarhúsnæði - Nothæfiskröfur loftræsikerfa og loftræsingar rýma (M5-1, M5-4).
  • ÍST EN 16798-5-1:2017. Orkunýting í byggingum - M5-6, M5-8, M6-5, M6-8, M7-5, M7-8 - Loftræsing bygginga - Útreikningsaðferðir orkuþarfar loftræsingar- og loftkælingarkerfa - Hluti 5-1: Dreifing og frameiðsla - Aðferð 1.
  • ÍST EN 16798-5-2:2017. Orkunýting í byggingum - Loftræsing bygginga - Hluti 4: Túlkun á kröfum EN 16798-3 Fyrir atvinnuhúsnæði - Nothæfiskröfur varðandi loftræstilagnir og herbergisskiptar loftjöfnunarlagnir (M5-1, M5-4).
  • ÍST EN 16798-7:2017. Orkunýting í byggingum - Hluti 7: Loftræsing bygginga - M5-1, M5-5, M5-6, M5-8 - Reikningsaðferðir til ákvörðunar á loftflæði í byggingum að meðtöldum loftleka.
  • ÍST EN 16798-13:2017. Orkunýting í byggingum – Hluti 13: M4-8-Útreikningur kælikerfa – Framleiðsla.

Yfirlit yfir breytingar sem gerðar hafa verið á leiðbeiningunni:

ÚtgáfaLýsing á breytingu:Dags.
1.0 Á ekki við7.3.2016
1.1 Letur stækkað o.fl.28.6.2018
1.2 MVS breytt í HMS og tilvísun tekin. 9. breyting byggingarreglugerðar. Yfirlit yfir breytingar23.11.2020
1.3Uppfærðir staðlar5.2.2024