9.6.17. Kröfur vegna svalaskýlaLeiðbeiningarSamkvæmt 9.2.1 gr. byggingarreglugerðar gildir að meginreglur eru ávallt ófrávíkjanlegar en viðmiðunarreglur eru frávíkjanlegar með tækniskiptum eða brunahönnun enda sé sýnt fram á að brunaöryggi sé ekki skert og uppfyllt séu meginmarkmið reglugerðarinnar og meginreglur þeirra ákvæða sem vikið er frá. 1 AlmenntSvalaskýli/svalalokunarkerfi í nýbyggingum og sem breyting á þegar byggðu mannvirki. a Svalir bygginga, s.s. fjöleignarhúsa, eru einkum ætlaðar til að tryggja flóttaleiðir frá aðliggjandi rýmum og íbúðum ef aðrar flóttaleiðir lokast og eru því mikilvægur öryggisþáttur til björgunar mannslífa. Einnig eru þær ætlaðar til útivistar. b Svalaskýli skal því vera með opnunarbúnaði sem unnt er að opna á fljótvirkan hátt þannig að svalirnar nýtist sem flóttaleið og að auðvelt sé að bjarga fólki þaðan. Einnig er opnun svalaskýlis nauðsynleg til að hindra ekki loftstreymi reyks frá íbúð. c Þegar setja á upp svalalokun/svalalokunarkerfi skal leggja fram nauðsynleg hönnunargögn með tilheyrandi greinargerð og fá samþykki viðkomandi byggingarfulltrúa fyrir framkvæmdinni. Það á einnig við um lokun svala á þegar byggðum byggingum, sbr. gr. 9.2.5. Staðfesting brunavarna vegna breytinga á þegar byggðum mannvirkjum. Í hönnunargögnum og greinagerð þarf m.a. að gera grein fyrir útliti, gerð burðarvirkis og opnunarprósentu opnunar. Ef um er að ræða breytingu á lokunarflokki skal taka mið af reglugerð 910/2000 m.s.br. um eignaskiptayfirlýsingar, útreikning hlutfallstalna o.fl. í fjöleignahúsum og skráningarreglum fasteigna hjá Þjóðskrá Íslands. Einnig þarf að hafa í huga lög nr. 26/1994 um fjöleignahús, með síðari breytingum, varðandi t.d. samþykki meðeigenda o.þ.h. d Með setningunni „búnaðurinn samþykktur af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun“ er átt við að búnaður skal uppfylla skráningar og eftirlitsreglur samkvæmt lögum nr. 114/2014 um byggingarvörur. Upplýsingar um markaðssetningu, markaðseftirlit á byggingarvörum og CE merkingar má finna á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar http://www.byggingarvorur.is/. 2 Gerðir svalaskýlaMargar útfærslur finnast þegar kemur að svalaskýlum og jafnvel mörg orð notuð yfir slíka framkvæmd t.d. svalalokun, sólskáli, sólskýli, sólstofa , garðskáli o.s.frv. Þar sem fjölbreytileiki er mikill eru einnig mismunandi skilningur og túlkanir á orðum og heitum, því er mikilvægt, í hönnunargögnum, að gera skýra grein fyrir hvernig útfærslan á að vera og hverskyns búnaður á við, þ.m.t. opnunarbúnaður, hvort það eru handföng, snúrur, hnappar eða annað, festingar og frágangur o.þ.h. Eftirfarandi eru myndir, teknar af alnetinu, sem sýna mismunandi lausnir og frágang á svalaskýlum. Myndirnar eru hvorki tæmandi listi yfir útfærslur né á nokkurn hátt tilmæli eða auglýsing fyrir ákveðnar lausnir, þær eru einungis settar fram til að sýna fram á að svalaskýli er hvorki eitthvað eitt ákveðið form né lausn. ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() 3 Brunahólfun/brunamótstaðaSvalaskýli/svalalokunarkerfi skulu ekki rýra brunahólfun byggingar. a Svalaskýli mega ekki rýra brunahólfun byggingar og því skulu byggingarhlutar (veggir, gólf og loft) milli tveggja svalaskýla hafa sömu brunamótstöðu og aðskilur viðkomandi brunahólf (t.d. íbúðir, rekstrareiningar, o.s.frv.) að öðru leyti og varna því að eldur, hiti og reykur breiðist út. b Þar sem svölum er lokað með föstum byggingarhluta/svalalokunarkerfi með opnanlegum gluggum (ofan handriðshæðar) skal séð til þess að hurðir viðkomandi íbúða að sameiginlegri flóttaleið hafi tilgreinda brunamótstöðu eftir því sem við á. Á þeim stöðum þar sem slík svalalokun er gerð með einföldum glerskífum, sem eru 85 – 100 % auðopnanlegar og búnaðurinn samþykktur af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, er ekki krafist sérstakra/ aukinna eldvarnarráðstafana umfram almenn ákvæði byggingarreglugerðar. c Lagnir og lagnakerfi mega ekki rýra brunahólfun (eld- og reyk-þéttleika, sbr. gr. 9.1.1. og 9.6.1.) milli svalaskýla og því þarf, þar sem gólfniðurföll og þakniðurfallsstofnar liggja í gegnum lokaðar svalir/svalaskýli, að gera faglegar og viðurkenndar ráðstafanir hvað varðar brunaþéttingar m.t.t. viðkomandi brunamótstöðukröfu sbr. gr. 9.9.4. 4 FlóttaleiðSvalaskýli/svalalokunarkerfi skulu ekki rýra gildi svala sem flóttaleiðar. a Í opnanlega glugga á svalaskýli/svalalokunarkerfi með föstum byggingarhlutum skal nota hert öryggisgler (perlugler), sem hindrar eða minnkar hættu á slysum á fólki þegar nauðsyn krefst þess að glerið verði brotið og fjarlægt. b Opnanlegir gluggar á svalaskýli/svalalokunarkerfi skulu vera hæfilega stórir rennigluggar eða hliðarhengdir gluggar, með hvert kantmál ops a.m.k. 1,00 m og samanlagða stærð a.m.k. 2,00 m2. c Hæð upp í neðri brún opnanlegra glugga, (þ.e. a.m.k. 1,10 – 1,20m), ræðst af ákvæðum um handriðshæðir svala, sbr. gr. 6.5.4., að teknu tillit til ákvæða gr. 9.5.5. um hámarkshæð 1,20m frá gólfi upp í björgunarop. d Opnanlegu gluggarnir skulu ekki vera lykillæstir. Nota má hespur, rennilokur eða sambærilegar lokanir. Þar sem handföng eiga við, skulu þau vera af sömu stærð og venjuleg handföng þannig að gott tak náist. Sérstaklega er mikilvægt að vera ekki með lítil handföng eða handföng sem beita þarf afli til að opna í íbúðum aldraðra og á slíkum stöðum. Opnunarbúnaður svalaskýla skal vera samþykktur af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, sbr. 25.gr. laga nr. 75/2000 um brunavarnir m.s.br. og 9. hluta Mannvirkjalaga nr. 160/2010 m.s.br. 5 Björgunarsvæði og slökkviliðVið uppsetningu svalaskýla/svalalokunarkerfa getur verið nauðsynlegt að endurskoða Tilvísanir
Heimildir
Yfirlit yfir breytingar sem gerðar hafa verið á leiðbeiningunni:
|