11.1.2. Kröfur (hljóðvist)
LeiðbeiningarGrein 11.1.2 í byggingarreglugerð Góð hljóðeinangrun bygginga, gerð og lögun rýma ásamt efnisvali hefur áhrif á hljóðvist í byggingum. En hljóðeinangrun er mikilvæg hvort sem litið er á hávaðaáraun sem berst utan frá inn í byggingar eða hávaða sem berst milli rýma innanhúss, til dæmis á milli íbúða í fjölbýlishúsum og á milli kennslustofa í skólum. Mælt er með að hljóðvist sé mæld í nýju skólahúsnæði að framkvæmd lokinni, til staðfestingar þess að forsendur hönnunargagna um hljóðvist hafi verið uppfylltar. Munurinn á hljóði og hávaða er oftast túlkaður þannig að hljóð sé æskilegt og hávaði óæskilegur. Mannseyrað skynjar bæði tíðni og styrk hljóðs. Tíðni er skilgreind sem sveiflur á sekúndu sem hljóðgjafinn gefur frá sér og kallast rið (Hz), en styrkleiki er segir til um styrk hljóðsins (dB). Leiðir til bættrar hljóðvistar innan rýma eða á milli þeirra geta verið margskonar og samsettar af mörgum þáttum, til dæmis:
Í leiðbeiningum þessum verður fjallað um eftirfarandi atriði: 1 Lofthljóðeinangrun LofthljóðeinangrunLofthljóð er það hljóð sem á upptök sín í lofti og berst með lofti í gegnum burðarhluta, það er úr einu rými, kallað sendirými, yfir í annað rými sem kallað er móttökurými. Lofthljóðeinangrun á ekki eingöngu við hljóðeinangrun byggingarhluta milli rýma, einnig þarf að hindra að hljóð berist aðrar leiðir á milli rýma, sjá mynd 1. Mynd 1. 1 Bein hljóðleiðsla a Bein hljóðleiðslaBein hljóðleiðsla verður þegar hljóð berst gegnum byggingarhluta milli sendi- og móttökurýmis. Við mælingu hljóðeinangrunar byggingarhluta þarf að vera tryggt að ekki komist hljóð á milli rýmanna eftir öðrum leiðum. Hljóðstyrkur í móttökurými mælist lægri eftir því sem ómtími þar er styttri, og er því leiðrétt fyrir þeim áhrifum í mæli-niðurstöðum. b HjáleiðslaHjáleiðsla er það þegar flötur í sendirýminu nær upp sveiflu sem berst yfir í samsvarandi flöt í móttökurýminu og geislar þar út hljóði. Oft eru þetta byggingahlutar, sem ganga órofnir milli sendi- og móttökurýmis. Þessir byggingahlutar geta verið til dæmis útveggir, gólfplata eða bitar sem eru órofnir á milli sendi- og móttökurýmis. Hljóðið skellur á byggingarhlutunum og kemur af stað bylgju í þeim, sem berst yfir í móttökurýmið og myndar hávaða þar. c HljóðburðurHljóðburður er það þegar hljóð berst á milli sendi- og móttökurýmis án þess að það leiði um byggingarhluta. Það verður meðal annars með því að hljóð berst eftir loftstokkum. Hljóð getur jafnframt farið inn og út um samliggjandi glugga eða dyr. Hljóðburður getur einnig verið í rými fyrir ofan niðurhengt loft, þar sem milliveggir ná aðeins upp að niðurhengda loftinu. d HljóðlekiHljóðleki er einn af algengustu göllum varðandi hljóðeinangrun. Algengustu staðir hljóðleka eru á mótum hljóðeinangrandi veggjar og annarra byggingahluta, til dæmis við gólf, loft, aðra veggi, dyr og glugga. Ekki þarf nema mjög litla rifu á milli byggingarhluta til þess að rýra hljóðeinangrun. Aðrir viðkvæmir staðir eru lagnaleiðir í gegnum byggingarhluta. HögghljóðeinangrunHögghljóð berast aðallega til móttökurýmis, sem er fyrir neðan sendirýmið, en þó geta högghljóð borist í önnur rými eftir öðrum leiðum með hjáleiðslu. Högghljóðeinangrunin er þannig mæld að komið er fyrir staðlaðri hamravél í sendirými og mælt hvert hljóðstigið er í móttökurýminu. Högghljóðeinangrun er því skilgreind sem ákveðið hljóðstig, en ekki hljóðdeyfitala eins og lofthljóðeinangrun, því mælist hátt gildi fyrir lélega högghljóðeinangrun. ![]() ![]() Mynd 2. 1 Bein hljóðleiðsla a Bein hljóðleiðslaBein hljóðleiðsla er háð þremur aðalþáttum sem eru: 1 Gólfgerð: Úr hverju er gólfið, til dæmis steinsteypt gólf, rifjaplötugólf, timburgólf og svo framvegis b HjáleiðslaHjáleiðsla er það þegar flötur í sendirými verður fyrir höggbylgju sem leiðir yfir til móttökurýmisins. Þetta er sama fyrirbæri og hjáleiðsla í lofthljóðeinangrun. Helstu byggingarhlutar sem geta valdið hjáleiðslu eru þeir sem ganga órofnir milli sendi- og móttökurýmis, sem í flestum tilfellum eru aðskilin með plötum og veggjum sem tengjast báðum herbergjum og bera högghljóð milli rýma. ÓmtímiÓmtími er sá tími sem það tekur hljóðstigið í rými að falla um 60 dB. Ómtími er fyrst og fremst háður rúmmáli og lögun rýmisins og hversu mikið er af hljóðísogsefnum í því. Ómtíminn segir því til um það hversu vel hljóðdempað rýmið er miðað við stærð. Ómtíminn er þannig mældur að hátalara, svo kölluðum hljóðgjafa, er komið fyrir í rýminu sem mæla á. Styrkur er settur á hljóðgjafann, og þannig myndast næg hljóðorka í rýminu, þá er slökkt á hljóðgjafanum og því næst mælt hve lengi hljóðið er að falla um 60 dB (tíðniháð). UmhverfishávaðiUmhverfishávaða er hægt að flokka í fimm hluta. 1 Bílaumferð Við skipulag bæja og borga er aukiðtillit tekið til áhrifa umhverfishávaða á byggð. Upptalningin hér að ofan greinir frá hinum ýmsu gerðum umhverfishávaða, ein þeirra er nær alltaf viðloðandi byggð en það er hávaði frá bílaumferð. Hávaði frá bílaumferð er háður eftirtöldum meginatriðum:
Ráðstafanir gegn umhverfishávaða eru einna helstar þær að skerma byggingar frá umhverfishávaðanum með þar til gerðum veggjum eða hljóðmönum. Einnig gerir staðall um hljóðvistarflokkun íbúðarhúsnæðis ráð fyrir að legu húsnæðis sé þannig háttað að að minnsta kosti ein húshlið á íbúð snúi frá umferðargötu og njóti því “hljóðskuggans” frá húsinu. Einnig eru kröfur til hljóðstigs á útisvæði/svölum. 5 Flokkar Í íslenskum gæðaflokkunarstaðli ÍST45:2016 er að finna fjóra gæðaflokkar, þ.e. A, B, C og D og eru mismunandi kröfur gerðar eftir gæðaflokkum og gerðum bygginga. Í staðlinum ÍST 45:2016 eru flokkarnir skilgreindir á eftirfarandi hátt: Flokkur A: Samsvarar sérstaklega góðum aðstæðum hvað hljóð varðar þar sem einstaklingar verða aðeins örsjaldan fyrir truflunum vegna hljóðs eða hávaða. Vinnustaðir og skólarÁkvæði um hljóðvist á vinnustöðum og skólum koma fram í íslenskum staðli ÍST 45:2016: Vinnueftirlitið gefur út reglugerð um hávaðavarnir og álag vegna hávaða á vinnustöðum, sjá einnig leiðbeiningar um afleiðingar hávaða á vinnustað: Umhverfisstofnun gefur út leiðbeiningar um hljóðvistarkröfur í umhverfi barna: Greinargerð hönnuðaGreinargerð samkvæmt þessum kafla er hluti af greinargerðum hönnuða samanber 4.5.3 gr. byggingarreglugerðar vegna skóla, frístundaheimila, heilbrigðisstofnana, dvalarheimila, gististaða, stórra fjölbýlishúsa, stórra opinna vinnurýma, hávaðasamra vinnustaða og þegar um óhefðbundnar byggingaraðferðir er að ræða. Gera skal grein fyrir forsendum hönnunar og með hvaða hætti kröfur um hljóðvist eru uppfylltar. Það sem þarf að koma fram í greinagerð hönnuða, eftir því sem við á, er eftirfarandi:
TilvísanirMyndaskrá Heimildir
Yfirlit yfir breytingar sem gerðar hafa verið á leiðbeiningunni:
|