4.8.1. Kröfur (gæðastjórnunarkerfi byggingarstjóra)

Leiðbeiningar

Leiðbeiningarnar eiga við um þá starfsemi byggingarstjóra sem fellur undir starfsleyfi hans samkvæmt byggingarreglugerð.

Byggingarstjóri ber ábyrgð á allri framkvæmd við innleiðingu og rekstur gæðastjórnunarkerfis og að það sé samkvæmt settum reglum.

1 Gæðastjórnunarkerfi

Byggingastjóra ber að koma sér upp skilgreindu gæðastjórnunarkerfi þannig að tryggt sé að öll starfsemi hans sé samkvæmt reglum. Byggingastjóri fylgi byggingareglugerð, fyrirmælum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) og öðrum gildandi lögum og reglum, eftir því sem við á, í störfum sínum.

Í 1. mgr. 4.8.1 gr. byggingarreglugerðar segir: „Gæðastjórnunarkerfi byggingarstjóra skal a.m.k. fela í sér:“

a) "Staðfestingu á hæfni og endurmenntun byggingarstjóra"

 • vottorð og skjöl er varða starfsleyfi byggingarstjóra
 • önnur vottorð og skjöl er varða menntun og hæfni byggingarstjóra

b) "skrá um innra eftirlit byggingarstjóra vegna einstakra framkvæmda og lýsingu á því"

Byggingarstjóri skal gera áætlun um innra eftirlit einstakra verkþátta og lýsingu á því hvernig eftirlitinu er sinnt. Halda skal skrá yfir niðurstöður innra eftirlits ásamt þeim úrbótum sem ráðist var í vegna athugasemda og frábrigða í úttekt.

 • ábyrgðaryfirlýsingar vegna útgáfu byggingarleyfa
 • tilkynningar til byggingafulltrúa og eigenda um byggingastjóraskipti
 • áætlun um innra eftirlit
 • samningar milli eiganda og byggingarstjóra
 • skrá yfir innra eftirlit, úttektir og niðurstöður þeirra

c) "skrá yfir móttekin hönnunargögn"

 • skrá yfir móttekin hönnunargögn, verklýsingar og önnur gögn

d) "skrá yfir leiðbeiningar og samskipti við byggingaryfirvöld og aðra eftirlitsaðila"

 • samningur við leyfisveitanda varðandi heimild til áfangaúttekta
 • vottorð frá Vinnueftirliti ríkisins eftir því sem við á
 • skýrslur og bréf um skoðanir og fyrirmæli byggingaryfirvalda og annarra eftirlitsaðila

e) "skrá yfir iðnmeistara og þá verkþætti sem þeir bera ábyrgð á, afrit af ábyrgðaryfirlýsingum þeirra sem og athugasemdir við störf þeirra"

 • skrá yfir ábyrgðayfirlýsingu iðnmeistara og þá verkþætti sem þeir bera ábyrgð á
 • athugasemdir við störf iðnmeistara

f) "skrá yfir áfangaúttektir og niðurstöður ásamt öryggisúttekt"

 • Skrá yfir áfangaúttektir og öryggisúttekt ásamt skoðunarskýrslum

g) "skrá yfir hönnunarstjóra, hönnuði og athugasemdir til þeirra vegna hönnunargagna“

 • Skrá yfir hönnuði og hönnunarstjóra hvers verks
 • Skrá yfir athugasemdir við hönnunargögn

h) „skráningu á öðrum ákvörðunum og athugasemdum byggingarstjóra…“

 • Skrá yfir samskipti við eiganda, hönnuði, hönnunarstjóra og iðnmeistara vegna ákvarðana og athugasemda um framkvæmdir

i) „lýsingu á lokaúttekt og undirbúningi hennar þar sem m.a. er gengið frá skýrslu yfir allar úttektir, frágangi handbókar, þ.m.t. er lýsing á verki og skrá um samþykkt hönnunargögn.“

Byggingastjóra ber að safna saman öllum gögnum og skrám um hvert verk og afhenda eiganda eftir að lokaúttekt hefur verið framkvæmd. Gögn sem afhenda skal eiganda eftir lokaúttekt eru t.d.:

 • Áfangaúttektir
 • Handbók með lýsingu verksins
 • Skrá yfir samþykkt hönnunargögn
 • Vottorð eða staðfestingarskjöl vegna byggingarvöru

Nánari leiðbeiningar um handbókina er að finna í leiðbeiningum HMS um handbók mannvirkis nr. 16.1.1.

Tilvísanir

 • Gátlisti /Skoðunarskýrsla HMS
 • ÍST EN ISO 9001:2015
 • ÍST 30:2003
 • Leiðbeiningar um handbók mannvirkis nr. 16.1.1

Viðauki

Dæmi um efnisyfirlit gæðahandbókar:

Inngangur

Efnisyfirlit
Tilgangur
Löggilding
Menntun og hæfni starfsmanna
Vottun gæðakerfis

Verklag

Lög, reglugerðir og reglur
Leiðbeiningar HMS
Viðeigandi staðlar

Skráningar

Verkefnaskrá
Samningar
Skrá yfir samskipti við leyfisveitanda, HMS og aðra opinbera aðila
Skrá yfir ábyrgðaryfirlýsingar, byggingarstjóraskipti og iðnmeistaraskipti
Skrá yfir hönnunargögn og verklýsingar
Skrá um samskipti við iðnmeistara, hönnuði, hönnunarstjóra og eiganda
Skrá um áfangaúttektir verka og athugasemdir
Skrá um úrbætur vegna athugasemda
Öryggisúttekt
Lokaúttekt
Vottorð/efnislýsingar byggingarvöru

Handbók Innra eftirlits

Áætlun um innra eftirlit
Innri úttektir
Úrbætur vegna frábrigða í úttekt

Annað eftirlit

Vottorð og tilkynningar til Vinnueftirlits ríkisins eftir því sem við á
Ýmis leyfi
Annað

Ef notaðar eru tölvuskrár skal lýst hvar þær eru vistaðar og hvernig og hve oft þær eru afritaðar.

Yfirlit yfir breytingar sem gerðar hafa verið á leiðbeiningunni:

ÚtgáfaLýsing á breytingu:Dags.
1.0Á ekki við8.11.2013
1.1Minniháttar leiðréttingar4.4.2014
2.0e-liður leiðréttur skv. 3. breytingu byggingarreglugerðar4.5.2016
2.1Letur stækkað og tilvísun bætt inn12.6.2018
2.2e-liður leiðréttur skv. 8. breytingu byggingarreglugerðar7.1.2019
2.3MVS breytt í HMS og tilvísanir fjarlægðar4.2.2020
2.4Yfirlit yfir breytingar15.12.2020
2.5Leiðrétt tilvísun í staðal10.6.2021