6.10.4. Íbúðir og heimavistir fyrir námsmenn (stúdentagarðar)

Leiðbeiningar

1. mgr. 6.10.4. gr.: Ef ein eða fleiri íbúðir í húsinu eru ekki með snyrtingu / baðherbergi fyrir fólk með hreyfihömlun, skal í sameigninni (til dæmis við sameiginlegt eldhús, við lyftu eða stigahús) vera ein snyrting fyrir fólk með hreyfihömlun með aðgengi beggja vegna salernis. Tilgangur þessarar kröfu er að fólk með hreyfihömlun geti heimsótt þá sem búa á stúdentagarðinum / heimavistinni og einnig unnið hópaverkefni með viðkomandi íbúum.

2. mgr. 6.10.4 gr.: Kveðið er á um að hverju einstaklingsherbergi skuli fylgja hæfilegt geymslurými í sameign, sameiginlegt þvottahús og sameiginleg hjóla- og vagnageymsla. Hver hönnuður í samráði við byggjanda heimavistar/ stúdentagarða skal meta þörf á slíku og skilgreina hvað sé hæfilegt geymslurými hverju sinni samanber lið 2.
Ef ekki er sameiginlegt mötuneyti skal vera sameiginlegt eldhús og mataraðstaða fyrir að hámarki 12 herbergi og skal hönnuður í samráði við byggjanda heimavistar/ stúdentagarða meta þörf og skilgreina hvað sé hæfilegt eldhúsrými og mataraðstaða hverju sinni og rökstyðja það í greinargerð með aðaluppdráttum.

Yfirlit yfir breytingar sem gerðar hafa verið á leiðbeiningunni:

ÚtgáfaLýsing á breytingu:Dags.
1.0Á ekki við12.10.2012
2.0Uppsetning á köflum breytt5.7.2013
3.03. breyting byggingarreglugerðar15.7.2014
3.1Lítilsháttar lagfæringar14.7.2017
3.2Letur stækkað og úreldar tilvísanir fjarlægðar26.6.2018
3.4Tilvísanir fjarlægðar16.10.2019
3.5MVS breytt í HMS6.2.2020
3.6Yfirlit yfir breytingar og texta breytt22.12.2020