6.7.4. Íbúðir í kjallara og á jarðhæð

Leiðbeiningar

1 Í 1. mgr. 6.7.4 gr. segir: „a. Minnst ein hlið íbúðarrýmis skal ekki vera niðurgrafin, þ.e. frágengið yfirborð jarðvegs skal vera neðar en gólfkóti íbúðarinnar.“

Mynd 1. Íbúðir á jarðhæð og í kjallara, öll mál í mm

2 Í 2. mgr. 6.7.4 gr. segir : „Heimilt er að stakt íbúðarherbergi sé niðurgrafið ef yfirborð frágengins jarðvegs utan útveggjar þess er að hámarki 0,5 m ofan við gólfplötu við gluggahlið og gluggahliðin er ekki nær akbraut en 3,0 m. Slík íbúðarherbergi og önnur stök íbúðarherbergi skulu fullnægja kröfum reglugerðar þessarar um íbúðarherbergi að því er varðar glugga, björgunarop, lofthæð, stærð o.fl.“ Sjá mynd 1.

Yfirlit yfir breytingar sem gerðar hafa verið á leiðbeiningunni:

ÚtgáfaLýsing á breytingu:Dags.
1.0Á ekki við28.8.2012
2.0Tilvísanir settar inn31.5.2013
2.1Letur stækkað og úreltar tilvísanir fjarlægðar25.6.2018
2.3MVS breytt í HMS6.2.2020
2.4Yfirlit yfir breytingar22.12.2020