6.7.3. Íbúðir hannaðar á grundvelli algildrar hönnunar

Leiðbeiningar

1 a liður 1. mgr.: Dæmi um rýmisþörf rúma og skápa í íbúðum stærri en 55 m² eru sýnd á myndum 1 - 4.

Mynd 1. Lágmarks rýmisþörf í kringum rúm. Öll mál í mm
Mynd 2. Lágmarks rýmisþörf fyrir framan skápa. Öll mál í mm
Mynd 3. Dæmi um herbergi hannað á grundvelli algildrar hönnunar. Öll mál í mm

Í herbergjum hönnuðum á grundvelli algildrar hönnunar er hægt að minnka rýmisþörfina fyrir framan skápa og rúm ef sökkull undir þeim er inndreginn um 0,15 m og hæð hans er 0,3 m, því rýmið sem þar myndast nýtist fyrir fótskemil hjólastólsins þegar honum er snúið. Því 0,15 + 1,20 + 0,15 m = 1,50 m nýtist sem hindrunarlaust umferðarmál fyrir hjólastólinn. Sjá mynd 4.

Mynd 4. Lóðrétt sneiðmynd af dæmi um herbergi hannað á grundvelli algildrar hönnunar. Öll mál í mm

2 c liður 1. mgr.: Hindrunarlaus umferðarleið skal vera að opnanlegum glugga í íbúðarherbergjum skv. a- og b-lið.

Mynd 5. Dæmi um brjósthæð glugga sem hentar hjólastólanotendum.

3 d liður 1. mgr.: Hjólastólar skulu geta snúið í hring á hindrunarlausu athafnarými 1,50 m að þvermáli eða á fleti sem er 1,30 x 1,80 m framan við innréttingar í íbúðum stærri en 55 m² og 1,30 m að þvermáli í íbúðum minni en 55 m². Þetta ákvæði er til dæmis hægt að uppfylla með því að:

  • Hafa 1,2 m breitt athafnarými á milli innréttinga og hafa sökkul þeirra 0,15 m inndreginn og 0,3 m háan, sjá mynd 5 og 6
  • Hafa 1,3 m breitt athafnarými á milli innréttinga og hafa sökkul þeirra 0,10 m inndreginn og 0,3 m háan, sjá mynd 7 og 8
  • Hafa 1,5 m eða 1,30 m x 1,80 m breitt athafnarými á milli innréttinga, sjá mynd 9 og10
  • Hafa 1,2 m breytt athafnarými á milli innréttingar og eyju sem er færanleg eða verður mjókkuð, sjá mynd 11 og 12

Í liðum a og b er breytanleikinn fólginn í því að taka þarf neðan af skápum þegar sökkull er hækkaður upp í 0,3 m og hann tekinn inn um 0,10 - 0,15 m. Best er að hafa sökkul sem hentar hjólastólanotanda strax frá upphafi eða skipta alveg út innréttingu sem þó er mun kostnaðarsamara. Einnig þarf í liðum a og b að fjarlægja nokkra neðri skápa til að setja upp hæðastillanlegt vinnuborð fyrir hjólastólanotanda.
Í lið c er breytanleikinn fólginn í því að fjarlægja nokkra neðri skápa til að setja upp hæðastillanlegt vinnuborð fyrir hjólastólanotanda.
Í lið d er breytanleikinn fólginn í því að færa eyjuna til um 0,3 m eða mjókka hana um 0,3 m. Breyta þarf einnig eyjunni til að hægt sé að setja upp hæðastillanlegt vinnuborð fyrir hjólastólanotanda.

Mynd 6. Dæmi um lið a, grunnmynd af eldhúsi með 1,20 m athafnarými. Öll mál í mm
Mynd 7. Dæmi um snið í lið a. Öll mál í mm
Mynd 8. Dæmi um lið b, grunnmynd af eldhúsi með 1,30 m athafnarými. Öll mál í mm
Mynd 9. Dæmi um snið í lið b. Öll mál í mm
Mynd 10. Dæmi um lið c, grunnmynd af eldhúsi með 1,50 m athafnarými. Öll mál í mm
Mynd 11. Dæmi um snið í lið c. Öll mál í mm
Mynd 12. Dæmi um lið d, grunnmynd af eldhúsi með 1,20 m athafnarými og eldhúseyju. Öll mál í mm
Mynd 13. Dæmi um snið í lið d. Öll mál í mm

4 e liður 1. mgr.: Sjá myndir 14 - 16

Mynd 14. Dæmi um þvotta- og baðherbergi hannað á grundvelli algildrar hönnunar í íbúðum stærri en 55 m². Öll mál í mm
Mynd 15. Dæmi um þvottaherbergi hannað á grundvelli algildrar hönnunar í íbúðum stærri en 55 m². Öll mál í mm
Mynd 16. Dæmi um sameiginlegt þvottaherbergi fyrir 3 íbúðir, þar af 1 fyrir hreyfihamlaða. Öll mál í mm

5 2. mgr.: Hönnuður skal sýna fram á með greinargerð og/ eða teikningu að baðherbergið sé innréttanlegt á auðveldan hátt þannig að ákvæði greinarinnar séu uppfyllt.
Hindrunarlaust snúningssvæði að minnsta kosti 1,50 m að þvermáli eða eða 1,30 m x 1,80 m í íbúðum stærri en 55 m² og 1,30 m að þvermáli í íbúðum minni en 55 m², er auk snúnings til þess að hægt sé að komast af hjólastól á salernið framan frá, þar sem það er algengasti mátinn. Hindrunarlaust svæði 0,90 m að stærð við hlið salernis er til þess að hægt sé að komast af hjólastól á salernið frá hlið og einnig sem athafnasvæði fyrir aðstoðarmann. Ráðlagt er að þreplaust sturtusvæði sé að minnsta kosti 0,90 m að breidd og 1,50 m að lengd án hindrunar.

Mynd 17. Dæmi um baðherbergi innréttað fyrir hreyfihamlaða. Öll mál í mm
Mynd 18. Dæmi um baðherbergi innréttað fyrir hreyfihamlaða í íbúðum stærri en 55 m². Öll mál í mm

Í baðherbergjum hönnuðum á grundvelli algildrar hönnunar er hægt að minnka rýmisþörfina fyrir framan skápa og baðkar ef sökkull undir þeim er inndreginn um 0,15 m og hæð hans er 0,3 m, því rýmið sem þar myndast nýtist fyrir fótskemil hjólastólsins þegar honum er snúið.

Mynd 19. Dæmi um snið í baðherbergi innréttað fyrir hreyfihamlaða með inndregna sökkla. Öll mál í mm

Þegar krafist er algildrar hönnunar á snyrtingum og baðherbergjum er átt við að uppfyllt séu ákvæði um lágmarksbreiddir og staðsetningu á tækjum til þess að þau geti síðar verið innréttuð fyrir hreyfihamlaða, sjá myndir 20 - 26.

Mynd 20. Dæmi um baðherbergi. Öll mál í mm
Mynd 21. Dæmi um baðherbergi á mynd 19, innréttað fyrir hreyfihamlaða í íbúðum stærri en 55 m². Öll mál í mm
Mynd 22. Dæmi um tvískipt baðherbergi. Öll mál í mm
Mynd 23. Herbergin tvö á mynd 21 sameinuð í eitt og innréttuð fyrir hreyfihamlaða í íbúðum stærri en 55 m². Öll mál í mm
Mynd 24. Dæmi um tvískipt baðhergergi innréttuð fyrir hreyfihamlaða í íbúðum stærri en 55 m². Öll mál í mm
Mynd 25. Dæmi um baðherbergi. Öll mál í mm
Mynd 26. Dæmi um baðherbergi á mynd 24. Innréttað fyrir hreyfihamlaða í íbúðum stærri en 55 m². Öll mál í mm

Mynd 27 sýnir dæmi um snyrtingu sem hönnuð er á grundvelli algildrar hönnunar og innréttuð fyrir hreyfihamlaða.

Mynd 27. Dæmi um snyrtingu hannaða á grundvelli algildrar hönnunar og innréttaða fyrir hreyfihamlaða í íbúðum stærri en 55 m². Öll mál í mm

Mynd 28 sýnir dæmi um baðherbergi sem hannað er á grundvelli algildrar hönnunar og innréttað fyrir hreyfihamlaða.

Mynd 28. Dæmi um baðherbergi hannað á grunvelli algildrar hönnunar og innréttað fyrir hreyfihamlaða í íbúðum stærri en 55 m². Öll mál í mm

Mynd 29 sýnir dæmi um í hvaða hæð fylgihlutir á snyrtingum skuli vera þegar þær eru hannaðar á grundvelli algildrar hönnunar og innréttaðar fyrir hreyfihamlaða.

Mynd 29. Dæmi um baðherbergi hannað á grundvelli algildrar hönnunar og innréttað fyrir hreyfihamlaða í íbúðum stærri en 55 m².

Yfirlit yfir breytingar sem gerðar hafa verið á leiðbeiningunni:

ÚtgáfaLýsing á breytingu:Dags.
1.0Á ekki við10.7.2016
1.1Letur stækkað. Úreldar tilvísanir teknar25.6.2018
1.2Lagfæringar4.7.2019
1.3Tilvísun tekin10.10.2019
1.4MVS breytt í HMS6.2.2020
1.59. breyting byggingarreglugerðar. Myndir leiðréttar. Yfirlit yfir breytingar16.11.2020
1.6Bætt við c lið 1. mgr.16.4.2021