9.9.5. Hönnun með náttúrulegu brunaferli

Leiðbeiningar

1 Inngangur

Samkvæmt 9.2.2 gr. byggingarreglugerðar gildir að meginreglur eru ávallt ófrávíkjanlegar en viðmiðunarreglur eru frávíkjanlegar með tækniskiptum eða brunahönnun enda sé sýnt fram á að brunaöryggi sé ekki skert og uppfyllt séu meginmarkmið reglugerðarinnar og meginreglur þeirra ákvæða sem vikið er frá. Grein 9.9.5 er öll meginregla

2 Almennt

Hönnun burðarvirkja með tilliti til bruna má gera eftir stöðluðu brunakúrfunni eða með náttúrulegu brunaferli sem reiknað er sérstaklega út fyrir viðkomandi hús og starfsemi.

Hönnun náttúrulegs brunaferils er til dæmis lýst í 3 kafla ÍST EN 1991-1-2 Eurocode 1: Hönnun brunahluta – Hluti 1-2: Almennt – Eldvarnarhönnun Þegar aðstæður í byggingum eru með þeim hætti að ekki komi til yfirtendrunar í þeim getur engu að síður skapast hætta fyrir burðarvirki vegna brunaálags sem er staðbundið við hluta burðargrindar til dæmis súlu. Leiðbeiningar um áraun vegna staðbundins bruna má finna í annex C í ofangreindum staðli ÍST EN 1991-1-2.

Heimildir

▪ ÍST EN 1991-1-2:2002: Eurocode 1: Hönnun brunahluta – Hluti 1-2: Almennt – Eldvarnarhönnun

Yfirlit yfir breytingar sem gerðar hafa verið á leiðbeiningunni:

ÚtgáfaLýsing á breytingu:Dags.
1.0Á ekki við8.10.2013
1.1Letur stækkað20.7.2018
1.2MVS breytt í HMS, tilvísanir fjarlægðar10.2.2020
1.3Yfirlit yfir breytingar11.1.2021