6.4.4. Gangar og anddyri

Leiðbeiningar

A Inngangur

Meginreglur eru ávallt ófrávíkjanlegar en viðmiðunarreglur eru frávíkjanlegar ef sýnt er fram á að aðgengi og öryggi sé tryggt með jafngildum hætti og meginregla viðkomandi ákvæðis uppfyllt. Í slíkum tilvikum skal hönnuður skila með hönnunargögnum greinargerð þar sem gerð er grein fyrir því og rökstutt með hvaða hætti meginregla ákvæðisins er uppfyllt og aðgengi og öryggi tryggt.

B Meginreglur

  • 1. töluliður 6.4.4 gr.: Breidd ganga og annarra umferðarleiða skal anna þeirri umferð sem um þá fer, svo sem gangandi, hjólastólar, vöruflutningar, búslóðaflutningar, sjúkraflutningar og svo framvegis.
  • 4. töluliður 6.4.4 gr.:
    • a. Gönguleiðir sem eru 1,5 m að breidd nægja fyrir hjólastól og gangandi að mætast ogduga fyrir um 80 % hjólastólanotenda til að snúa á gönguleiðinni.
Mynd 1. Gangandi getur mætt hjólastól ef breidd gangs er 1,50 m. Öll mál í mm
Mynd 2. Dæmi um gang með 1,80 x 1,80 x útskoti. Öll mál í mm
  • b. Innan íbúða skal tryggt snúningssvæði/ athafnasvæði fyrir hjólastól, minnst 1,50 m x 1,50 m eða 1,50 m x 1,80 m framan við hurðir og a.m.k. 1,30 m x 1,30 m í íbúðum minni en 55 m².
Mynd 3. Dæmi um gang með 1,50 m x 1,50 m útskoti. Öll mál í mm
  • c. Anddyri skulu vera með nægjanlegu snúningssvæði fyrir hjólastóla sbr. 4. Málsliðar d-liðar. Í íbúðum sem hannaðar eru á grundvelli algildrar hönnunar er ekki æskilegt að uppfylla hljóðvistarkröfur með tvöfaldri hurð þar sem þær eru erfiðar í notkun fyrir hreyfihamlaða (önnur hurðin opnast út og hin inn). Það er betra að uppfylla hljóðvistarkröfur með anddyri.

Mynd 4. Dæmi um anddyri, innri hurð opnast inn í íbúð sem er stærri en 55m². Öll mál í mm
Mynd 5. Dæmi um anddyri, innri hurð opnast inn í anddyri íbúðar sem er stærri en 55 m². Öll mál í mm

C Viðmiðunarreglur

  • 1. töluliður 6.4.4 gr.: Umferðarbreidd að lágmarki 1,80 m annar mikilli umferð og tveir hjólastólar geta mæst á henni. Á löngum umferðarleiðum er æskilegt að hafa leiðarlínur fyrir blinda og sjónskerta.
Mynd 6. Miðað er við 1,80 m breidd á gangi til að tveir hjólastólar geti mæst. Öll mál í mm
  • 2. töluliður 6.4.4 gr.: Mjög mikilvægt að vera með mætingarsvæði á göngum mjórri en 1,30 m því það er lágmarksbreidd til að þeir geti snúið við.
Mynd 7. Dæmi um gang með 1,80 m x 1,80 m útskoti. Öll mál í mm

  • 3. töluliður 6.4.4. gr.: Gera skal ráð fyrir leiðarlistum fyrir blinda og sjónskerta í opnum rýmum. Sjá nánar í leiðbeiningu nr. 6.2.2.
Mynd 8. Dæmi um leiðarlista með mismun í lit og áferð á gólfefni
Mynd 9. Dæmi um leiðarlista úr stáli
Mynd 10. Dæmi um einfaldan leiðarlista
Mynd 11. Dæmi um stál hnappa
Mynd 12. Dæmi um leiðarlista og áherslusviði við tröppur. Handlista á mynd þyrfti að laga endana á til að forðast slys

Yfirlit yfir breytingar sem gerðar hafa verið á leiðbeiningunni:

ÚtgáfaLýsing á breytingu:Dags.
1.0Á ekki við15.6.2012
2.02. breyting byggingarreglugerðar5.7.2013
3.03. breyting byggingarreglugerðar15.7.2014
4.04. breyting byggingarreglugerðar30.5.2016
4.17. breyting byggingarreglugerðar15.6.2018
4.28. breyting byggingarreglugerðar12.10.2018
4.3Lagfæringar15.5.2019
4.4Lagfæringar26.6.2019
4.5Tekið út leiðbeiningar um gólfefni og litamismun. Taka út úreltar tilvísanir og slóðir27.9.2019
4.6MVS breytt í HMS5.2.2020
4.79. breyting byggingarreglugerðar. Yfirlit yfir breytingar16.11.2020