4.10.2. Gæðastjórnunarkerfi iðnmeistara

Leiðbeiningar

1 Umfang

Leiðbeiningarnar eiga við um þá starfsemi iðnmeistara sem fellur undir ábyrgð hans samkvæmt byggingareglugerð. Leiðbeiningar þessar ná yfir starfsemi húsasmíðameistara, múrarameistara, pípulagningameistara, blikksmíðameistara, stálvirkjameistara og málarameistara og dúklagninga- og veggfóðrarameistara.

Um gæðastjórnunarkerfi rafvirkjameistara gildir reglugerð um raforkuvirki nr. 678/2009, með síðari breytingum.

Þeir iðnmeistarar sem hafa fengið starfsleyfi sem þjónustuaðili brunaþéttinga samkvæmt 38. gr. a laga um brunavarnir, nr. 75/2000, skulu að auki fara eftir leiðbeiningum um gæðakerfi þjónustuaðila brunaþéttinga eins og fram kemur í reglugerð um þjónustuaðila brunavarna nr. 1067/2011.

2 Ábyrgð

Iðnmeistari ber ábyrgð á allri framkvæmd við innleiðingu og rekstur gæðastjórnunarkerfis og að það sé samkvæmt settum reglum.

3 Leiðbeiningar/Lýsing

a) Gæðastjórnunarkerfi

Iðnmeistara ber að koma sér upp skilgreindu gæðastjórnunarkerfi þannig að tryggt sé að öll starfsemi hans sé samkvæmt reglum. Iðnmeistari fylgi byggingareglugerð, leiðbeiningum og fyrirmælum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) og öðrum gildandi lögum og reglum, eftir því sem við á, í störfum sínum.

b) Skráning á verkum og verkþáttum og vistun gagna

Iðnmeistara ber að koma sér upp verkskráningu og vistun gagna sem uppfyllir þau skilyrði að hægt sé að rekja öll hans verk. Ef þess er óskað af HMS, skal iðnmeistari geta sýnt yfirlit yfir verk sín og rakið hvert verkefni og hvern verkþátt.

Helstu gögn sem iðnmeistara ber að vista eru:

 • vottorð og skjöl er varða löggildingu iðnmeistara
 • vottorð og skjöl er varða menntun og hæfni
 • ábyrgðaryfirlýsingar vegna útgáfu byggingaleyfa
 • tilkynningar um iðnmeistaraskipti
 • vottorð frá Vinnueftirliti ríkisins eftir því sem við á
 • samningar
 • samningar við byggingarstjóra um samskipti
 • skrá yfir móttekin hönnunargögn, verklýsingar og önnur fyrirmæli
 • Samskipti við byggingastjóra og athugasemdir vegna framkvæmda
 • skrá yfir úttektir samkvæmt byggingarreglugerð og niðurstöður þeirra (úttektir byggingarstjóra, áfangaúttektir, stöðuúttektir, öryggisúttekt og lokaúttekt)
 • gögn um prófanir lagnakerfa eftir því sem við á
 • gögn um vottanir/efnislýsingar byggingarvöru
 • skrá yfir innri úttektir og niðurstöður þeirra
 • bréf og fyrirmæli HMS vegna gæðastjórnunarkerfis
 • viðeigandi staðlar

c) Innra eftirlit

Iðnmeistara ber að hafa eftirlit með allri vinnu sem unnin er í hans nafni, enda ber hann ábyrgð á framkvæmd hennar. Hann skal gera áætlun um innra eftirlit með einstaka verkþáttum og lýsingu á því hvernig eftirlitinu er sinnt. Halda skal skrá yfir niðurstöður innra eftirlits ásamt þeim úrbótum sem ráðist var í vegna athugasemda.

d) Reglugerðir og fyrirmæli

Reglugerðir og fyrirmæli sem iðnmeistara ber að eiga eða hafa aðgang að:

4 Tilvísanir

 • Gátlisti /Skoðunarskýrsla HMS
 • ÍST EN ISO 9001:2015
 • ÍST 30:2012
 • Verklagsreglur um öryggisstjórnunarkerfa rafverktaka: www.hms.is

5 Viðauki

Dæmi um efnisyfirlit gæðahandbókar:

Inngangur

Efnisyfirlit
Tilgangur
Löggilding
Menntun og hæfni starfsmanna

Verklag

Lög, reglugerðir og reglur
Leiðbeiningar HMS
Viðeigandi staðlar
Skráningar
Verkefnaskrá
Samningar
Skrá yfir ábyrgðaryfirlýsingar og iðnmeistaraskipti
Skrá yfir hönnunargögn og verklýsingar
Skrá um samskipti við byggingastjóra
Skrá um úttektir verka og athugasemdir
Skrá um úrbætur vegna athugasemda
Vottorð /efnislýsingar byggingavöru

Innra eftirlit

Innri úttektir vegna eigin verka
Úrbætur vegna frábrigða í úttekt

Annað eftirlit

Vottorð og tilkynningar til Vinnueftirlits ríkisins eftir því sem við á
Ýmis leyfi
Annað

Ef notaðar eru tölvuskrár skal lýst hvar þær eru vistaðar og hvernig og hve oft þær eru afritaðar.

Yfirlit yfir breytingar sem gerðar hafa verið á leiðbeiningunni:

ÚtgáfaLýsing á breytingu Dags.
1.0 Á ekki við8.11.2013
1.1 Úrelt tilvísun fjarlægð4.4.2014
1.2 Tilvísun sett inn12.6.2018
1.3 Letur stækkað3.1.2019
1.4 8.breyting byggingarreglugerðar18.2.2019
1.5 MVS breytt í HMS og tilvísanir fjarlægðar4.2.2020
1.6 Yfirlit yfir breytingar15.12.2020
1.7 Tilvísanir leiðréttar26.1.2021
1.8 Fjarlægður texti frá 3 c Innra eftirlit17.3.2021