6.11.1. Frístundahús

Leiðbeiningar

1 mgr.: Ákvæði um að rýmiskröfur íbúða gildi ekki um frístundahús nær einnig til lofthæðar (það er ákvæði um lofthæðir teljast ákvæði um rýmiskröfur). Það má því leyfa lægri lofthæð en 2,5 m í frístundahúsum. Hollustu- og öryggiskröfur þurfa hins vegar að vera uppfylltar.

Sjá einnig 10.1 kafla Almennar hollustukröfur til mannvirkja.

3. mgr.: Fyrir frístundahús sem ekki eru upphituð eru ekki gerðar kröfur til einangrunar. Fyrir frístundahús sem eru upphituð skal fara eftir ákvæðum 13. hluta til dæmis töflum
13.01 og 13.02 í 13.2.2 gr. Möguleiki er á að fá kröfum slakað um einangrun ef lofthiti hússins er á bilinu 10-18°C. Þá er átt við upphitun allt að 18°C meðan frístundahúsið er í notkun, en ekki meðaltal ársins, sé hús til dæmis aðeins notað að sumri til.
Samkvæmt 4.3.9 gr. kemur fram að gera þarf grein fyrir þáttum eins og einangrun, reiknuðu einangrunargildi hvers byggingarhluta, heildarleiðnitap og heildarorkuþörf mannvirkja, lagnaleiðum, upphitun og loftræsingu. Í byggingarlýsingu ber því að upplýsa um einangrun mannvirkis og upphitun þess. Sé mannvirki ekki upphitað verður að gera grein fyrir því í byggingarlýsingu að svo sé.

a-liður 5. mgr.: Sjá leiðbeiningar Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar (HMS) nr. 6.2.2. Aðkomuleiðir og umferðarsvæði innan lóðar, 6.2.3. Algild hönnun aðkomu að byggingu og 6.2.4. Bílastæði hreyfihamlaðra.

b-liður 5. mgr.: Sjá mynd 1 og 2, einnig leiðbeiningar HMS nr. 6.4.2. Inngangsdyr / útidyr og svala- / garðdyr og leiðbeiningu nr. 6.4.3. Dyr innanhúss.

Mynd 1. Hindrunarlaust umferðarmál rennihurðar frístundahúsa sem hönnuð eru á grundvelli algildrar hönnunar. Öll mál í mm.
Mynd 2. Hindrunarlaust umferðarmál dyra frístundahúsa sem hönnuð eru á grundvelli algildrar hönnunar.

d-liður 5.mgr. 6.11.1: Snyrtingar frístundahúsa sem hönnuð eru á grundvelli algildrar hönnunar skulu uppfylla 6.8.3 gr. byggingarreglugerðar, sbr. 1. mgr. 6.8.1 gr. Sjá leiðbeiningar HMS nr. 6.8.3 Algild hönnun snyrtinga og baðherbergja.

Mynd 3. Dæmi um baðherbergi hannað á grundvelli algildrar hönnunar og innréttað fyrir fólk með hreyfihömlun. Öll mál í mm.

e-liður 5. mgr.: Sjá mynd 1 og 2.

f-liður 5. mgr.: Í frístundahúsum er heimilt að nota 1,5 m þvermál eða 1,30 m x 1,80 m á hindrunarlaus athafnarými og snúningsfleti fyrir hjólastóla í stað 1,8 m þvermál sem gildir í öllum öðrum mannvirkjum fyrir utan íbúðarhúsnæði.

g-liður 5. mgr.: Sjá leiðbeiningar HMS nr. 6.7.1 Almennar kröfur til íbúða, 6.7.3 Íbúðir hannaðar á grundvelli algildrar hönnunar og 6.8.3 Algild hönnun snyrtinga og baðherbergja. Sjá einnig dæmi á myndum 4-6 í 6.11.1 gr.

Mynd 4. Dæmi um baðherbergi hannað á grundvelli algildrar hönnunar og innréttað fyrir hreyfihamlaða. Öll mál í mm.

Mynd 5. Dæmi um staðsetningu búnaðar og tækja í baðherbergjum sem innréttuð eru fyrir fólk með hreyfihömlun. Öll mál í metrum.

Mynd 6. Dæmi um snyrtingu með sturtusvæði innréttað fyrir fólk með hreyfihömlun.

Yfirlit yfir breytingar sem gerðar hafa verið á leiðbeiningunni:

ÚtgáfaLýsing á breytingu:Dags.
1.0Á ekki við12.10.2012
2.02. breyting byggingarreglugerðar. Stærðir dyra m.a.5.7.2013
3.03. breyting byggingarreglugerðar. Stærðir dyra m.a.15.7.2014
3.114.7.2017
3.2Texti stækkaður og úreldar tilvísanir teknar26.6.2018
3.38. breyting byggingarreglugerðar. Lagfæringar5.7.2019
3.4Tilvísanir fjarlægðar13.11.2019
3.5MVS breytt í HMS6.2.2020
3.69. breyting byggingarreglugerðar. Yfirlit yfir breytingar16.11.2020