6.5.3. Frágangur handriðs

Leiðbeiningar

1 1. mgr. 6.5.3. gr.: Bil milli rimla í handriði eða milli handriðs og trappa sem er 89 mm eða minna á að tryggja að líkami barns komist ekki í gegnum það. Sjá mynd 1.

Mynd 1. Dæmi um op í handriði

2 Í 2. mgr. 6.5.3. gr. segir: „Sé handrið utanáliggjandi skal bil milli handriðs og stiga eða svalaplötu ekki vera meira en 50 mm.“

Mynd 2. Dæmi um bil milli utan á liggjandi handriðs og stiga eða svalaplötu
Mynd 3. Sneiðing A-A

3 Í 3. mgr. 6.5.3. gr. segir: „Séu handrið gerð með láréttum eða hallandi rimlum, sem gefa möguleika á klifri, skal klæða slík handrið. Klæðning skal ná í að minnsta kosti 0,80 m hæð að innanverðu, frá gólfi eða frambrún þreps eða palls.“

Mynd 4. Sneiðing með dæmi um klæðningu á handriði með láréttum eða hallandi rimlum. Öll mál í mm

4 4. mgr. 6.5.3. gr.: Þetta ákvæði á við um öll glerhandriði hvort sem þau eru innanhúss, utanhúss eða á svölum. Þetta er til þess að fyllsta öryggis sé gætt til dæmis ef glerhandrið
brotnar þá verður handlistinn eftir og hindrar að fólk falli með glerinu.

Yfirlit yfir breytingar sem gerðar hafa verið á leiðbeiningunni:

ÚtgáfaLýsing á breytingu:Dags.
1.0Á ekki við28.8.2012
2.0breyting byggingarreglugerðar5.7.2013
2.1Smávægilegar leiðréttingar12.7.2017
2.2Letur stækkað25.6.2018
2.3Tilvísanir fjarlægðar7.10.2019
2.4MVS breytt í HMS6.2.2020
2.5Yfirlit yfir breytingar og textabreytingar22.12.2020