6.5.2. Frágangur handlista

Leiðbeiningar

1 1. mgr.:

Handlista beggja vegna tryggja að fólk með aðra hlið skerta geti notað þá.

Mynd 1. Handlistar skábrauta, öll mál í mm

2  2. mgr.: Sjá mynd 2

Mynd 2. Hæð handlista í stigum

3  Í 3. mgr. Láréttur handlisti sem nær 0,30 m fram fyrir stigaþrep gefur hreyfiskertum stuðning við að klára síðasta þrepið, einnig segir það sjónskertum til um það, að tröppunum sé lokið.
Ljósop er opið á milli stigahlaupa og handlisti umhverfis það skal vera heill og óslitinn alla stigalengdina. Láréttur óslitinn handlisti utan um stigapípu skal ná 0,30 m fram fyrir efsta og neðsta stigaþrep í hverju stigahlaupi, sjá mynd 5.

Mynd 3. Dæmi um óslitinn handlista
Mynd 4. Endi handlista fram fyrir efsta og neðsta þrep

Mynd 5. Dæmi um óslitinn handlista utan um ljósop og handlista 0,3 m fram fyrir efsta og neðsta þrep þar sem dyr liggja að stigapalli og utan um ljósop
Mynd 6. Dæmi um handlista 0,3 m fram fyrir neðsta þrep. Hér þarf að ganga betur frá endum handlista til að forðast slys
Mynd 7. Handrið 0,90 m að hæð án sérstaks handlista

4 5. mgr.: Þversnið handlista milli 40-50 mm tryggir að flestir geti notað það, þar sem nær allir ná góðu taki utan um handlista með þversniði á þessu stærðarbili.

Mynd 8. Fjarlægð handlista frá vegg

Yfirlit yfir breytingar sem gerðar hafa verið á leiðbeiningunni:

ÚtgáfaLýsing á breytingu:Dags.
1.0Á ekki við28.8.2012
1.12. breyting á byggingarreglugerð25.2.2013
1.26. breyting á byggingarreglugerð6.7.2017
1.329.8.2017
1.47. breyting á byggingarreglugerð. Letur stækkað19.6.2018
1.5Úreltar tilvísanir fjarlægðar27.6.2019
1.6Tilvísanir fjarlægðar7.10.2019
1.7MVS breytt í HMS6.2.2020
1.89. breyting á byggingarreglugerð. Einfaldað. Yfirlit yfir breytingar16.11.2020