9.5.7. Fólksfjöldi

Leiðbeiningar

1 Inngangur

Samkvæmt 9.2.1. gr. byggingarreglugerðar gildir að meginreglur eru ávallt ófrávíkjanlegar en viðmiðunarreglur eru frávíkjanlegar með tækniskiptum eða brunahönnun enda sé sýnt fram á að brunaöryggi sé ekki skert og uppfyllt séu meginmarkmið reglugerðarinnar og meginreglur þeirra ákvæða sem vikið er frá.

2 Almennt

Til að meta öryggi fólks í flóttaleið þarf m.a. að áætla hversu margir geti þurft að nota hana á sama tíma. Hægt er að gera það á tvo mismunandi vegu. Annars vegar með því að nota stærð rýmis til að ákvarða fjöldann og hins vegar með því að nota breidd hurða til að ákvarða fjöldann. Taka skal tillit til þess hvernig dreifing fólks innan rýmis getur verið.

3 Hámarksfjöldi miðað við stærð rýmis

Tafla 1 hér á eftir, sem byggir m.a. á bandaríska staðlinum NFPA 101®, sýnir viðmiðunarflatarmál einstakra rýma/ bygginga á hvern einstakling sem nota skal þegar flóttaleiðir eru hannaðar við venjulegar aðstæður. Fjöldi gesta skal koma fram í skilti í anddyri. Sjá dæmi um skilti á mynd 1.

Mynd 1. Dæmi um merkingu frá SHS

Ef um er að ræða blandaða notkun, t.d. sal sem nýtist sem veitingahús á daginn en samkomuhús á kvöldin skal leyfilegur hámarksfólksfjöldi reiknast sem það tilfelli sem gefur minnstan fjölda manna skv. töflu 1. Skal slíkri blandaðri notkun vera lýst á skiltinu yfir hámarksfjölda gesta í húsnæðinu.

Notkun rýmism2/mann af nýtanlegum gólffleti (1)
Notkunarflokkur 1
Skrifstofur10 en 5 í opnum rýmum
Notkunarflokkur 2
Bókasafn10
Danssalur, dansgólf0,5
Skólastofur2
Ráðstefnusalir1,4
Söfn, listasöfn4
VeitingahúsFjöldi sæta eða 1
Samkomusalir án fastra sæta0,5
Samkomusalir með föstum sætumFjöldi sæta
Verslanir og vöruhús3
Notkunarflokkur 3
Íbúðarhús18
Notkunarflokkur 4
Hótel,svefnálmurstærri talan af fjölda rúma eða 18,6
Iðnaður, almenn krafa9,3
Notkunarflokkur 5
Sjúkrahús,svefnálmur11,1
Sjúkrahús, önnur rými22,3
Tafla 1. Viðmiðunarflatarmál á hvern einstakling eftir notkunarflokkum/notkun rýmis.
(1)Nýtanlegur gólfflötur = Nettó gólfrými þ.e. svæði án fastra innréttinga.

4 Heimildir

  • Byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum
  • Lög nr. 75/2000 um brunavarnir með síðari breytingum
  • Lög nr. 160/2010 um mannvirki
  • NFPA 101: Life Safety Code ® (2012)

Yfirlit yfir breytingar sem gerðar hafa verið á leiðbeiningunni:

ÚtgáfaLýsing á breytingu:Dags.
1.0Á ekki við17.12.2013
1.1Letur stækkað o.fl.4.7.2018
1.2HMS og tilvísun fjarlægð10.2.2020
1.3Yfirlit yfir breytingar 11.1.2021