9.5.2. FlóttaleiðirLeiðbeiningar1 InngangurSamkvæmt 9.2.1. gr. byggingarreglugerðar gildir að meginreglur eru ávallt ófrávíkjanlegar en viðmiðunarreglur eru frávíkjanlegar með tækniskiptum eða brunahönnun enda sé sýnt fram á að brunaöryggi sé ekki skert og uppfyllt séu meginmarkmið reglugerðarinnar og meginreglur þeirra ákvæða sem vikið er frá. Önnur ákvæði þessa hluta reglugerðarinnar eru ófrávíkjanleg nema annað sé sérstaklega tekið fram í viðkomandi ákvæði. 2 Almennar skýringarFlóttaleiðir skulu vera einfaldir, auðrataðir, merktir og greiðfærir gangar, stigar eða viðurkenndar flóttalyftur auk fullnægjandi útganga sem gera fólki örugglega fært að komast á öruggan stað úti undir beru lofti eða á öruggt svæði frá eldsvoða eða annarri vá af eigin rammleik eða með aðstoð annarra á tilgreindum flóttatíma. a Með annarri vá er átt við að hættuástand getur skapast af öðrum orsökum en eldsvoða, til dæmis getur þurft að rýma mannvirki vegna jarðskjálfta, eiturefnaleka, mengunar, straumleysis og sprengjuhótana svo dæmi séu nefnd. b Með sameiginlegri flóttaleið er átt við flóttaleið sem nýtist fólki úr fleiri en einu rými og þarf að geta nýst þeim samtímis ef upp koma aðstæður þar sem rýmingar er þörf, samanber 9.5.8. gr. byggingarreglugerðar um gerð flóttaleiða. c Í 6.1.2. gr. eru almenn ákvæði um algilda hönnun en þar segir m.a.: d „Með algildri hönnun skal tryggt að fólki sé ekki mismunað um aðgengi og almenna notkun bygginga á grundvelli fötlunar, skerðinga eða veikinda og það geti með öruggum hætti komist inn og út úr byggingum, jafnvel við óvenjulegar aðstæður, t.d. eldsvoða.“ e Í 6.1.3. gr. byggingarreglugerðar eru taldar upp þær gerðir bygginga þar sem gerð er krafa um algilda hönnun. f Við hönnun flóttaleiða skal forðast eftir fremsta megni að hafa botnlanga og skot þar sem þeir geta lengt flóttaleið og valdið því að fólk snúi við. Á þeim stöðum þar sem svalir eru hluti flóttaleiðar skal tekið tillit til ákvæða 9.5.3. gr. – Aðgengi að flóttaleiðum og ákvæða 9.2.6. gr. - Þátttaka slökkviliðs í björgun ásamt tilheyrandi leiðbeiningum HMS nr. 9.5.3. og nr. 9.2.6. g Með fullnægjandi flóttaleið er átt við flóttaleið sem uppfyllir skilyrðin í köflum 6.4. Umferðarleiðir innan bygginga, 9.4. Öryggisbúnaður vegna brunavarna í byggingum og 9.5. Rýming við eldsvoða. Með þessu skal tryggt að kröfur um göngulengd og breidd þeirra séu uppfylltar og að hvert rými skuli hafa að minnsta kosti einn reykfrían útgang sem liggur annað hvort beint út á öruggt svæði eða liggur að öðru brunahólfi (gangi) sem er með 2 óháðar flóttaleiðir. Flóttaleið getur þó ekki talist fullnægjandi ef hún liggur í gegnum rými/ aðstæður þar sem hætta getur skapast. h Tryggja skal að allar flóttaleiðir séu alltaf greiðfærar og skal ekki hindra aðgengi að þeim eða notkun þeirra á nokkurn hátt, sjá myndir 1 og 2. ![]() ![]() Flóttaleiðir skulu vera þannig gerðar að þær tryggi að flæði fólks sem þarf að nota þær skerðist ekki til dæmis með bröttum tröppum/ halla sem hægir á ferð fólks, snjóþyngslum eða með göngum sem eru þrengri en samanlögð breidd hurða sem liggja að þeim, sjá myndir 3 og 4. Benda má á að gönguhraði upp og niður stiga er alltaf minni en á láréttum fleti og getur við bestu aðstæður orðið tæplega 80% af láréttum hraða og stundum minni en það. Ekki má auka brunaálag á gangi í flóttaleið með til dæmis opinni setustofu eða eldhúseiningu né rafbúnaði sem skert getur brunaöryggi. Í byggingum sem eru með úðakerfi má þó í einstaka tilfellum víkja frá þessu í samráði við viðkomandi byggingaryfirvöld enda sé þá gerð fullgild brunahönnun af viðkomandi byggingu þar sem gerð er ítarleg grein fyrir brunaöryggi hennar. Gangur í flóttaleið skal almennt vera sjálfstætt brunahólf nema sýnt sé fram á fullnægjandi brunaöryggi með öðru fyrirkomulagi samanber 9.5.8 gr. – Gerð flóttaleiða. i Þar sem flóttaleið opnast út skal hún vera vel upplýst að utanverðu. Ef ekki er fullnægjandi lýsing fyrir utan t.d. frá götu eða göngustíg skal setja upp neyðarlýsingu. ![]() j Uppdrættir fyrir útgöngu- og flóttaleiðir ásamt texta um viðbrögð við vá/ eldsvoða skulu gerðir skv. ISO 23601 staðlinum og má sjá dæmi um slíkan uppdrátt á mynd 5 og stærri mynd í Viðauka 1. ![]() k Um aðgengi fólks er fjallað um í 6. hluta byggingarreglugerðar nr. 112/2012., Aðkoma, umferðarleiðir og innri rými mannvirkja. Í leiðbeiningarblöðum um þann hluta er að finna ýmis hagnýt atriði er varða aðgengi fyrir alla sem getur verið gott að skoða. l Neyðarlýsingu er ætlað að lýsa upp flóttaleiðir til að gera hana greiðfærari og flýta rýmingu hvort sem um er að ræða flóttaleið inni eða úti. Í 9.4.12. gr. - Neyðarlýsing er að finna upplýsingar um kröfur til neyðarlýsingar flóttaleiða og í 9.5.11 gr. - Leiðamerkingar á flóttaleiðum má finna upplýsingar um merki og skilti sem vísa leiðir að útgöngudyrum Sjá einnig leiðbeiningar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) nr. 9.4.12. og nr. 9.5.11. m Við brunahönnun skal miða við eftirfarandi hættumörk fyrir áreiti í töflu 1 sem byggð eru á INSTA 950 staðlinum. Þessi gildi miðast við flóttatíma sem er að hámarki 10 mínútur.
3 Um hönnun flóttaleiðaHeimilt er miðað við. raunhæfar forsendur að framkvæma útreikninga með viðurkenndum aðferðum til að færa rök fyrir því að hægt sé að rýma mannvirki á öruggan hátt ef eldur eða önnur vá kemur upp í byggingu. Í grófum dráttum er hægt að velja á milli tveggja eftirtalinna aðferða við að ákvarða fyrirkomulag útgönguleiða til að uppfylla þetta markmið: A Mæliaðferð:Mæliaðferð er einföld aðferð til að meta flóttaleiðir. Hún gengur í stórum dráttum út á eftirfarandi:
B Reikniaðferð:Reikniaðferð gengur m.a. út á að reikna út flóttatíma en honum má skipta upp í þrjá hluta:
Uppgötvunar- og ákvörðunartími eru metnir eftir aðstæðum og búnaði, til dæmis ræðst uppgötvunartími mikið af viðvörunarbúnaði. Hægt er að sjá nánar samhengi milli hinna mismunandi atburða í eldsvoða í töflu 2, sem er að finna í INSTA 950 staðlinum. ![]() Ferðatíma er hægt að reikna út, bæði með viðurkenndum handreikniaðferðum og hermilíkönum. Ferðatími ræðst m.a. af fjölda fólks og hreyfigetu, gerð flóttaleiða og útganga og fjarlægð að útgöngum. Í INSTA 950 staðlinum, 6. Kafla, er að finna upplýsingar um reikniaðferðir til að reikna ferðatíma. Þegar búið er að reikna út flóttatíma þarf að sýna fram á að flóttatíminn sé styttri en sá tími sem líður þar til aðstæður verða þannig að fólk getur ekki yfirgefið húsnæði með góðu móti. Dæmi um þetta getur til dæmis verið þegar reyklag er komið niður í 2 m hæð yfir gólf. Þetta er hægt að gera með handreikniaðferðum eða hermilíkönum og byggist á því að ákvarða svo kallaðan hönnunarbruna. Þannig má segja að eftirfarandi skilyrði þurfi að vera uppfyllt: tflótti < tkrítískt
Öryggismörk eru reiknuð sem: Öryggismörk = tkrítískt - tflótti
Heimildir og ítarefni
Viðauki 1![]() Yfirlit yfir breytingar sem gerðar hafa verið á leiðbeiningunni:
|