1.3.1. Flokkun mannvirkjaLeiðbeiningar1. Flokkun mannvirkjaMannvirkjagerð er flokkuð eftir stærð, flækjustigi hönnunar, fyrirhugaðri notkun og hættu á manntjóni. Markmið flokkunar er að aðlaga umsóknarferli, hönnunareftirlit og eftirlit með framkvæmd að umfangi framkvæmda. Framkvæmdir utan flokkunar. Veittar eru tvenns konar undanþágur frá því að sækja þurfi um leyfi til byggingarfulltrúa fyrir framkvæmdum. Annars vegar eru í 2.3.5. gr. brgl. taldar upp tilteknar framkvæmdir sem eigandi framkvæmir á eigin ábyrgð, án þess að þurfa að sækja um leyfi eða tilkynna byggingarfulltrúa um þær. Hins vegar er tiltekin mannvirkjagerð tilkynningaskyld en þær framkvæmdir eru tæmandi taldar í 2.3.6. gr. brgl. Þar sem slíkar framkvæmdir eru ekki háðar leyfi eru þær ekki flokkaðar. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur gefið út leiðbeiningar um minniháttar mannvirkjagerð alfarið á ábyrgð eiganda (2.3.5. gr. brgl.) sem og tilkynningaskyldar framkvæmdir (2.3.6. gr. brgl.). Öll önnur mannvirki eru flokkuð í þrjá umfangsflokka (ufl). Flokkun mannvirkja nær til mannvirkjagerðar hvort sem um er að ræða nýbyggingu eða flutning mannvirkis, breytingu á mannvirki, breyttri notkun þess, viðbyggingu eða niðurrifs. Mannvirkjagerð í ufl. 1 er háð byggingarheimild en í ufl. 2 og 3 er hún byggingarleyfisskyld. 2. Aðferðarfræði við flokkunFlokkun mannvirkjagerðar í þrjá ufl. byggir á meginreglum, sem ákvarðast af flækjustigi hönnunar, samfélagslegu mikilvægi, hættu á manntjóni og fyrirhugaðri notkun mannvirkis. Þessar meginreglur eru ófrávíkjanlegar. Þeim til fyllingar eru settar frávíkjanlegar viðmiðunarreglur. Hönnuður sem telur að mannvirki eða framkvæmd tilheyri samkvæmt almennu reglunni öðrum ufl. en viðmiðunarreglan gerir ráð fyrir gerir grein fyrir því í umsókn um leyfi til byggingarfulltrúa sem staðfestir þá flokkun eða óskar eftir frekari skýringum ef hann fellst ekki á hana. Flækjustig hönnunar getur ákvarðast af ýmsum þáttum, t.a.m. þegar beitt er óhefðbundnum aðferðum við hönnun sem krefst sérstakra úrlausna eða þegar við hönnun þarf að taka tillit til margra mismunandi fagsviða sem krefst aukinnar samræmingar. Stórar virkjanir eru dæmi um mannvirki þar sem gera þarf ríkar öryggisráðstafanir,framkvæmd hefur í för með sér mikla röskun á umhverfi og aðstæður á verkstað geta verið krefjandi. Sérstök sjónarmið og takmarkanir geta verið uppi þegar um er að ræða mannvirkjagerð á verndarsvæðum samkvæmt lögum nr. 87/2015 um verndarsvæði í byggð og reglugerð nr. 575/2016. Þá getur notkun mannvirkis valdið flækju í brunahönnun, svo sem vegna óvenjulegra aðstæðna. Eins ef fyrirhugaður iðnaður í mannvirki krefst aukinnar loftræsingar og hönnun er þ.a.l. flókin. Dæmi um slíkt getur verið áhorfendapallar, opinberar byggingar þar sem afleiðingar mögulegs tjóns eru miklar (t.d. Í tónleika- eða samkomuhúsum) Hönnun telst sérstaklega vandasöm ef mannvirki fellur undir flokk CC3 samkvæmt töflu B1 í þjóðarviðauka við ÍST EN 1990:2002/NA:2011
Samfélagslegt mikilvægi. hefur vísun til innviða íslensks samfélags. Hér er átt við mannvirki sem nauðsynleg eru til að halda uppi grundvallarskipulagi í samfélaginu. Þetta eru atvinnu- og þjónustumannvirki sem mynda undirstöðu efnahagslífs í hverju landi. Hér flokkast t.d. mannvirki tengd samgöngum og fjarskiptum, mannvirki sem styðja við félagslega innviði eins og skólar, sjúkrahús, heilsugæslustöðvar og dvalarheimili. Að sama skapi falla hér undir byggingar tengdar stofnanainnviðum, eins byggingar sem tengjast almannaöryggi, s.s. lögreglustöðvar, slökkvistöðvar og fangelsi. Þá falla hér undir veitumannvirki, eða byggingar sem tengdar eru veitum og virkjunum, s.s. vatnsveitu, hitaveitu og fráveitu. Hætta á manntjóni nær bæði til hugtaksins hættu og áhættu. Hætta er yfirvofandi ástand, líkur og möguleikar á tjóni, svo sem vegna staðsetningar mannvirkis t.d. ef það er byggt á hættusvæði s.s. vegna snjóflóða eða aurskriða, eða vegna þeirrar starfsemi sem þar fer fram, svo sem í veitumannvirkjum eða virkjunum. Þá nær hugtakið líka til áhættu, sem lýsir því að lífi, aðstöðu eða fasteignum er ógnað og tjón geti orðið. Þetta getur átt við um fallhættu í háum turnum eða um hættu á drukknun í sundlaugum. Fyrirhuguð notkun mannvirkis ræður miklu um þær kröfur sem gerðar eru víðsvegar í byggingarreglugerð. Þannig er það skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis að notkun mannvirkis samræmist skipulagsáætlunum á svæðinu. Eins er það háð leyfi ef breyta á notkun mannvirkis. Þá er notkun eða starfsemi í mannvirki einn af þeim þáttum sem skipta verulegu máli í hönnun og framkvæmd mannvirkis. Þannig skiptir miklu máli hvort mannvirki er ætlað til búsetu eða íveru til lengri eða skemmri tíma. Samkvæmt viðmiðunarreglu skiptir máli hvort um er að ræða íbúðarhúsnæði þar sem fólk hefur fasta búsetu eða t.a.m. frístundahús, sem ekki eru ætluð til heilsársbúsetu. Íbúðarhúsnæði fellur undir ufl. 2 en frístundahús fellur aftur á móti undir ufl. 1 vegna þessara sjónarmiða. Brunavarnir mannvirkis ákvarðast af notkun þess með tilliti til öryggis fólks og dýra. Þar ræður mestu hvort fólk gisti í mannvirki, hvort fólk safnist þar saman og þekki flóttaleiðir og geti bjargað sér sjálft út úr mannvirki við eldsvoða. Aðstæður fólks sem hefst við í mannvirki skipta einnig máli, t.a.m. hvort það sé innilokað eða hvort aðrir þættir valdi því að það komist ekki út af sjálfsdáðum. Eins og áður segir er breyting á notkun leyfisskyld, og ræðst umfangsflokkun af því í hverju breytingin felst. Sem dæmi má nefna að 10.000 m² mannvirki, sem er upphaflega hannað og byggt sem vörugeymsla, tilheyrir ufl. 2. Ef breyta á notkun vörugeymslunnar í aðstöðu fyrir nemendur í Listaháskólanum þarf að aðlaga húsnæðið að breyttri notkun í samræmi við kröfur byggingarreglugerðar og annarra laga og reglna sem geta átt við, s.s. lög um hollustuhætti, og sækja um byggingarleyfi fyrir breyttri notkun. Slíkt byggingarleyfi myndi flokkast í ufl. 3 þar sem breytingin á mannvirkinu felur í sér að nú er það ætlað til náms sem breytir flokkuninni skv. viðmiðunarreglu. Tvenns konar stærðarviðmið eru sett fram í viðmiðunarreglu. Annars vegar er miðað við stærð mannvirkis í m² og hins vegar er miðað við fjölda hæða mannvirkis, eins og sjá má í skýringartöflu. Viðmiðunargildi um fjölda hæða eru samsvarandi og í afleiðingarflokkum CC1 til CC3 í annex B við þjóðarviðauka við Eurocode 0 vegna burðarþols og bruna. Í viðmiðunarreglum eru nefnd dæmi um það hvernig tiltekin mannvirki flokkast út frá ofangreindum mælikvörðum. Með því hefur t.d. verið tekin afstaða til þess að bygging geymsluhúsnæðis og bílskúra teljist á lágu flækjustigi, að það séu framkvæmdir sem ekki eru samfélagslega mikilvægar, að hvorki stafi mikil hætta á manntjóni né sé mikil áhætta á manntjóni verði tjón á mannvirkjunum. Þá telst fyrirhuguð notkun ekki þess eðlis að þau ættu að falla í hærri ufl. Dæmin eru ekki tæmandi talin. Önnur mannvirki sem ekki eru talin upp í reglugerð flokkast með því að nýta sér þau viðmið sem til staðar eru í viðmiðunarreglum. Þannig geta fjallaskálar, veiðihús, skíðaskálar, leitarmannahús og björgunarskýli flokkast í ufl. 1 vegna þess að þau eru ekki flókin í hönnun, hætta á manntjóni er ekki mikil, notkun þeirra rúmast innan viðmiða. Á sama hátt myndi heimavist, stúdentagarðar, starfsmannahús og verbúð flokkast í Ufl. 2 En viðmiðin eru ekki algild. Ef hönnuður telur að mannvirki sem talið er upp í einum umfangsflokki eigi samkvæmt meginreglunni að falla í annan umfangsflokk, getur hann rökstutt þá niðurstöðu. Á aðaluppdrætti skal koma fram í hvaða umfangsflokk hönnunarstjóri (eða hönnuður ef ekki er hönnunarstjóri á verki) hefur metið að mannvirkið falli. Leyfisveitandi staðfestir mat hönnunarstjóra (eða hönnuðar) á umfangsflokki eftir yfirferð og staðfestingu hönnunargagna sbr. 4. mgr. 1.3.1. gr. brgl. 3. SkýringartaflaÍ töflu 1 eru meginreglur og viðmiðunarreglur vegna flokkunar mannvirkja í umfangsflokka settar fram þannig að auðvelt er að lesa úr því í hvaða flokk mannvirki falla eftir eðli þeirra, stærð og fjölda hæða.
4. SýnidæmiViðbygging við þegar byggt mannvirki í ufl 3.Samkvæmt töflu 1 teljast viðbyggingar við þegar byggð mannvirki til ufl. 1. Viðbyggingin er á einni hæð og undir 2000 m². Hér er dæmi um viðbyggingu við lögreglustöð. Þrátt fyrir að lögreglustöð falli almennt undir ufl. 3, er hér aðeins um að ræða viðbyggingu, sem rúmar búningsherbergi og sturtuaðstöðu. Notkun á rými í viðbyggingu (mannvirkjagerðinni) rúmast þannig innan ufl. 1 þó svo að mannvirkið í heild flokkist í umfangsflokk 3. Nægir þannig að sækja um byggingarheimild í umfangsflokki 1 vegna viðbyggingarinnar. ![]() Svalalokun í fjölbýliSvalalokun er viðbygging sem fellur almennt í ufl. 1. Það breytir ekki flokkun hvort um er að ræða svalalokun í frístundahúsi, sem flokkast í ufl. 1 eða fjölbýli, sem flokkast í ufl. 2. Svalalokun telst minni mannvirkjagerð þar sem hætta á manntjóni er lítil. Við mat á stærðarviðmiðum er einungis miðað við breytinguna sem sótt er um leyfi fyrir, ekki mannvirkið sem fyrir er. Þannig telst svalalokun á fimmtu hæð í fjölbýli vera mannvirkjagerð í ufl. 1. þótt heildarmannvirkið sé fjölbýlishús, sem fellur í ufl. 2. Rétt er að vekja athygli á að svalalokun getur breytt skilgreiningu á lokunarflokki skv. ÍST 50:1998. ![]() Breytt notkun: Eigi t.d. að breyta 5 hæða fjölbýlishúsi, sem fellur í ufl. 2, í verslunarhúsnæði sem fellur í ufl. 3 skal miða umsókn og leyfisveitingu við það sem breyta á húsnæðinu í, þ.e. verslunarhúsnæði. Breyting á frístundarhúsi í einbýlishús.Slík breyting mannvirkis sem er í ufl. 1 yfir í ufl. 2 fer eftir kröfum sem við á um ufl. 2. Ef sumarhús er byggt á sama hátt og íbúðarhús og það uppfyllir allar kröfur gildandi byggingarreglugerðar til íbúða (sjá grein 6.7 byggingarreglugerðar) er einungis þörf á skráningarbreytingu í fasteignaskrá HMS á notkun byggingarinnar. Í slíkum tilfellum er ekki talin þörf á að skrá iðnmeistara í kerfum byggingarfulltrúa sem annars er gerð krafa um fyrir útgáfu byggingarleyfis (sjá 4. tölulið í gr. 2.4.4) Mannvirkið og notkun þess skal alltaf samræmast samþykktu skipulagi. 5. Yfirlit um eftirlit á grundvelli flokkunar.Í 3.2. kafla brgl. er að finna yfirlit yfir eftirlit með mannvirkjagerð, sem skiptist annars vegar í innra eftirlit sem er á ábyrgð eiganda og hins vegar í ytra eftirlit sem framkvæmt er af opinberum eftirlitsaðilum eða í umboði þeirra. Í kaflanum er bæði fjallað um eftirlit með hönnun mannvirkja og eftirlit með framkvæmd auk þess sem tekið er saman hvernig eftirliti er háttað með mannvirkjagerð í hverjum umfangsflokki fyrir sig. Í töflu 2 má finna heildaryfirlit yfir þau gögn sem skila skal til leyfisveitanda vegna mannvirkjagerðar í hverjum umfangsflokki fyrir sig og hvaða skilyrði og einstakir þættir eftirlits eiga við hvern og einn flokk.
Tilvísanir
Yfirlit yfir breytingar sem gerðar hafa verið á leiðbeiningunni:
|