4.5.4. Efnisyfirlit hönnunargagna

Leiðbeiningar

Hönnunargögn bygginga og annarra mannvirkja greinast í uppdrætti og fylgiskjöl.

  • Uppdrættir greinast í aðaluppdrætti, séruppdrætti, hlutauppdrætti og deiliuppdrætti
  • Til fylgiskjala heyra meðal annars byggingalýsingar, greinargerðir, skráningartafla, verklýsingar, ýmis skrifleg fyrirmæli, forsendur og útreikningar

Í efnisyfirliti hönnunargagna þarf að skrá alla uppdrætti og öll fylgiskjöl.

Í efnisyfirlitinu þarf að koma fram hver ber ábyrgð á viðkomandi uppdrætti, teikninganúmer, útgáfudagur, efni og kvarði.

Í efnisyfirliti yfir fylgiskjöl þarf að koma fram hver er ber ábyrgð/útgefandi á viðkomandi fylgiskjali, efni þess og útgáfudagsetning.

Dæmi um uppsetningu efnisyfirlits:

Efnisyfirlit

Uppdrættir:
Aðaluppdrættir: heiti teikningarhönnuðurteikning nr.útgáfu dags.efnikvarði
Séruppdrættir: heiti teikningarhönnuðurteikning nr.útgáfu dags.efnikvarði
Hlutauppdrættir: heiti teikningarhönnuðurteikning nr.útgáfu dags.efnikvarði
Deiliuppdrættir: heiti teikningarhönnuðurteikning nr.útgáfu dags.efnikvarði
Fylgiskjöl: heiti fylgiskjalsútgefandiútgáfu dags.efni

Yfirlit yfir breytingar sem gerðar hafa verið á leiðbeiningunni:

ÚtgáfaLýsing á breytingu:Dags.
1.0 Á ekki við 20.10.2014
1.1 Letur stækkað11.6.2018
1.2 MVS breytt í HMS og tilvísun fjarlægð4.2.2020
1.3 Yfirlit yfir breytingar15.12.2020