6.4.3. Dyr innanhúss

Leiðbeiningar

1 Breidd og hæð hurðarblaða innanhúss skal fullnægja þeirri þörf umferðar sem gert er ráð fyrir í byggingunni svo og þörf vegna rýmingar, samanber 9. hluta byggingarreglugerðar. Hindrunarlaus umferðarbreidd allra dyra, í byggingum þar sem krafist er algildrar hönnunar, er að minnsta kosti 0,80 m x 2,00 m. Hindrunarlaus umferðarbreidd (umferðarmál) mælist með hurðarblað 90° opið frá mótlægum karmi að hurðarblaði. Þar sem ekki er unnt að opna hurð meira en 90° og handföng eru sett á hurðarblað nálægt lömum þarf að breikka umferðarmálið sem því nemur. Í öðrum byggingum er lágmarksbreidd hurðarblaða 0,70 m og lágmarkshæð 2,00 m.

Mynd 1. Dæmi um hurð á lömum
Mynd 2. Dæmi um rennihurð

2 Í byggingum sem hannaðar eru á grundvelli algildrar hönnunar skulu dyr innanhúss vera þröskuldslausar eða með þröskuldum sem auðvelt er að fjarlægja til dæmis þröskuldar sem eru límdir niður milli karma.
3 Dyr skulu þannig frágengnar að allir, þar með talið er fólk í hjólastól, geti opnað þær án erfiðleika. Til þess að fólk með takmarkaðan kraft í fingrum og höndum geti opnað hurðir verða hurðirnar að vera með hámarks hurðarátaki 25 N (sem samsvarar þyngd upp um það bil 2,5 kg) og mesti þrýstingur eða tog ekki yfir 40 N. Mælt er með sjálfvirkum hurðaropnunarbúnaði sérstaklega við inngangs- og brunaútgangsdyr (flóttaleiðir).

Yfirlit yfir breytingar sem gerðar hafa verið á leiðbeiningunni:

ÚtgáfaLýsing á breytingu:Dags.
1.0Á ekki við15.6.2012
2.02. breyting á byggingarreglugerð5.7.2013
3.03. breyting á byggingarreglugerð15.7.2014
3.17. breyting á byggingarreglugerð15.6.2018
3.2Tekin út tilvísun ofl.26.6.2019
3.3Tekið út úreltar tilvísanir og slóðir27.9.2019
3.4MVS breytt í HMS5.2.2020
3.59. breyting á byggingarreglugerð. Yfirlit yfir breytingar16.11.2020