6.4.3. Dyr innanhússLeiðbeiningar1 Breidd og hæð hurðarblaða innanhúss skal fullnægja þeirri þörf umferðar sem gert er ráð fyrir í byggingunni svo og þörf vegna rýmingar, samanber 9. hluta byggingarreglugerðar. Hindrunarlaus umferðarbreidd allra dyra, í byggingum þar sem krafist er algildrar hönnunar, er að minnsta kosti 0,80 m x 2,00 m. Hindrunarlaus umferðarbreidd (umferðarmál) mælist með hurðarblað 90° opið frá mótlægum karmi að hurðarblaði. Þar sem ekki er unnt að opna hurð meira en 90° og handföng eru sett á hurðarblað nálægt lömum þarf að breikka umferðarmálið sem því nemur. Í öðrum byggingum er lágmarksbreidd hurðarblaða 0,70 m og lágmarkshæð 2,00 m. ![]() ![]() 2 Í byggingum sem hannaðar eru á grundvelli algildrar hönnunar skulu dyr innanhúss vera þröskuldslausar eða með þröskuldum sem auðvelt er að fjarlægja til dæmis þröskuldar sem eru límdir niður milli karma. Yfirlit yfir breytingar sem gerðar hafa verið á leiðbeiningunni:
|

