9.9.3. Brunamótstaða burðarvirkja – staðlað brunaferli

Leiðbeiningar

1 Inngangur

Samkvæmt 9.2.1 gr. byggingarreglugerðar gildir að meginreglur eru ávallt ófrávíkjanlegar en viðmiðunarreglur eru frávíkjanlegar með tækniskiptum eða brunahönnun enda sé sýnt fram á að brunaöryggi sé ekki skert og uppfyllt séu meginmarkmið reglugerðarinnar og meginreglur þeirra ákvæða sem vikið er frá. Grein 9.9.3 er öll meginregla.

2 Almennt

Hönnun burðarvirkja með tilliti til bruna samkvæmt þessari grein er gerð eftir stöðluðu brunakúrfunni sem er lýst í 3.2 grein í EN 1991-1-2 Eurocode 1: Actions on structures - Part 1-2: General actions - Actions on structures exposed to fire.

Í staðlinum ÍST EN 13501-2:2007 er í kafla 7.2 fjallað um flokkun burðareininga og skal miða við þá flokkun þegar metið er hvort hrun burðarvirkja hafi átt sér stað.

Heimildir

  • ÍST EN 1991-1-2:2002: Eurocode 1: Hönnun brunahluta – Hluti 1-2: Almennt – Eldvarnarhönnun.
  • ÍST EN 13501-2:2007: Fire classification of construction products and building elements - Part 2: Classification using data from fire resistance test, excluding ventilation services.

Yfirlit yfir breytingar sem gerðar hafa verið á leiðbeiningunni:

ÚtgáfaLýsing á breytingu:Dags.
1.0Á ekki við8.10.2013
1.1Letur stækkað20.7.2013
1.2MVS breytt í HMS, tilvísanir fjarlægðar10.2.2020
1.3Yfirlit yfir breytingar og textabreytingar11.1.2021