6.1.5. Breytingar á þegar byggðu mannvirki eða breytt notkun

Leiðbeiningar

1 Frávik

3. mgr.: Hér er til dæmis átt við:

a. Lofthæð þegar byggðra mannvirkja var í eldri byggingarreglugerðum að lágmarki 2,40 m en er í gildandi byggingarreglugerð 112/2012 að lágmarki 2,50 m. Í slíkum tilvikum er ekki ætlast til þess að lofthæðinni sé breytt enda er það oft ógerningur

b. Stigi gæti verið of mjór en breikkun hans myndi t.d. raska burðarveggjum, fara inná aðra eignarhluta o.s.frv.

c. Að setja inn lyftustokk gæti verið erfitt ef hann fer í gegnum marga eignarhluta og ekki er verið að breyta hinum eignarhlutunum. Í þannig tilfellum væri hægt að skoða möguleika á utanáliggjandi lyftum.

d. Salernisaðstöðu í eldra mannvirki er oft á tíðum erfitt að uppfylla til fulls kröfuna um algilda hönnun án þess að hrufla við innra skipulagi oft á tíðum friðaðra húsa.

e. Margar menningarminjar eru t.d. með öllu óaðgengilegar hreyfihömluðum. Þegar bæta á aðgengið skal fara eftir lögum um menningarminjar og vera í samvinnu við Minjastofnun Íslands.

Mynd 1. Ný utanáliggjandi lyfta á Þjóðleikhúsinu séð frá Hverfisgötu.
Mynd 2. Ný utanáliggjandi lyfta á Þjóðleikhúsinu vel leyst hvernig hið gamla mætir hinu nýja.
Mynd 3. Ný utanáliggjandi lyfta og anddyri á Þjóðleikhúsinu.

2 Greinargerðir

Hönnuður skal ávalt skila sérstakri greinagerð þar sem hann lýsir og rökstyður hvaða ákvæðum hann óskar eftir að víkja frá og hvort að með öðrum hætti sé hægt að tryggja aðgengi þannig að markmið þessa hluta reglugerðarinnar séu uppfyllt.

Tilvísanir

Yfirlit yfir breytingar sem gerðar hafa verið á leiðbeiningunni:

ÚtgáfaLýsing á breytingu: Dags.
1.0 Á ekki við16.5.2019
1.1 Tilvísunum eytt9.9.2019
1.2 MVS breytt í HMS5.2.2020
1.3 Stafsetningarleiðréttingar4.4.2020
1.4 Yfirlit yfir breytingar. Viðbætur í texta 3. mgr. og einföldun16.11.2020