6.13.1. Bréfakassar

Leiðbeiningar

1 Á aðaluppdráttum fjöleignarhúsa skal sýna hvar í aðalanddyri megi koma fyrir bréfakössum.

2 2. mgr. 6.13.1. gr.: Þegar talað er um bréfarifur er átt við bréfarifur á hurðum, bréfakössum og bréfakassasamstæðum.

Mynd 1. Bréfrifa á hurð, öll mál í mm.

3 3. mgr. 6.13.1. gr.: Lýsing við bréfakassasamstæðu skal vera fullnægjandi og eigi lakari en almennt er krafist í göngum og stigahúsum fjölbýlishúsa.  

4 Við hverja bréfarifu eða á hverjum kassa skal vera skilti eða gluggi, minnst 26 x 100 mm að stærð, þar sem tilgreint er með stóru og skýru letri fullt nafn húsráðanda og annarra sem hjá honum búa. Ennfremur skal í fjöleignarhúsum tilgreina númer og auðkenni hæðar.

Eigendur (íbúar) fjöleignarhúsa skulu sjá um, að kassarnir séu rétt merktir á hverjum tíma og ber þeim einnig að útvega íbúaskrá fyrir viðkomandi hús.

Innbyrðis staðsetning kassanna skal vera sem eðlilegust til dæmis kassi fyrir íbúð á fyrstu hæð neðstur til vinstri í samstæðunni og svo framvegis.

Kassarnir skulu vera læstir og samstæðan vel fest við vegg, svo að útilokað sé að bréf falli aftur fyrir hana.

Staðsetning kassasamstæðu á vegg skal vera þannig, að hæð frá gólfi að neðri jaðri neðstu bréfarifu sé ekki minni en 700 mm og hæð frá gólfi að efri jaðri efstu bréfarifu sé ekki meiri en 1750 mm. 

  Mynd 2. Bréfakassasamstæða, öll mál í mm.
  ÚtgáfaLýsing á breytingu:Dags.
  1.0Á ekki við17.10.2012
  2.01. breyting byggingarreglugerðar. Tilvísanir settar inn31.5.2013
  2.1Letur stækkað27.6.2018
  2.2Bætt við mynd 2 og tilvísanir fjarlægðar15.11.2019
  2.3MVS breytt í HMS6.2.2020
  2.4Yfirlit yfir breytingar22.12.2020