9.7.5. Bil á milli bygginga

Leiðbeiningar

1Inngangur

Samkvæmt 9.2.1. gr. byggingarreglugerðar gildir að meginreglur eru ávallt ófrávíkjanlegar en viðmiðunarreglur eru frávíkjanlegar með tækniskiptum eða brunahönnun enda sé sýnt
fram á að brunaöryggi sé ekki skert og uppfyllt séu meginmarkmið reglugerðarinnar og meginreglur þeirra ákvæða sem vikið er frá.

Í þessum leiðbeiningum eru settar fram almennar viðmiðanir sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun telur að uppfylli ofangreindar meginreglur. Notkun þeirra í hverju tilfelli er á ábyrgð húseiganda eða viðkomandi hönnuðar eftir því sem við á. Leiðbeiningarnar koma ekki í veg fyrir að aðrar lausnir séu valdar enda séu þær rökstuddar af viðkomandi hönnuðum með fullnægjandi hætti.

2 Leiðbeiningar

Þeir þættir sem mestu ráða því hversu mikið bil þarf að vera á milli bygginga þannig að ekki sé hætta á að eldur breiðist út á milli þeirra eru brunamótstaða veggja og op í veggjum.

Þau leiðbeinandi gildi sem fram koma í töflu 9.09 eiga einungis við um byggingar þar sem brunaálag er undir 780 MJ/m² gólfs en þetta viðmiðunargildi er tekið úr Annex E í ÍST EN 1991-1-2 Eurocode 1. Þegar brunaálag er hærra en þetta þarf að meta minnstu fjarlægð milli húsa í brunahönnun fyrir mannvirkið. Brunaálag í mannvirkjum eftir starfsemi má finna í mörgum handbókum og stöðlum, t.d. ÍST EN 1991-1-2.

Notkun húsnæðisMeðal brunaálag80% hlutfall brunaálags
Íbúðarhús780948
Sjúkrahús230280
Hótelherbergi310377
Skrifstofur420511
Skólastofa285347
Verslunarmiðstöð600730
Tafla 1. Nokkur tölugildi fyrir brunaálag í húsum (MJ/m2 gólfs) úr ÍST EN 1991-1-2

Veggur hús 2 \ Veggur hús 1EI 30 klæðning í
flokki 2
EI 30 klæðning í
flokki 1
EI 60 klæðning í
flokki 2
EI 60 klæðning í
flokki 1
Eldvarnarveggur
REI 120-M
EI 30 klæðning í flokki 2109980
EI 30 klæðning í flokki 198870
EI 60 klæðning í flokki 298870
EI 60 klæðning í flokki 187760
Eldvarnarveggur REI 120-M00000
Tafla 2. Áhrif flokkunar klæðninga á útveggjum á minnstu fjarlægðir á milli húsa þar sem brunaálag er undir 780 MJ/m² gólfs og flatarmál glugga í EI 30 og EI 60 veggjum undir 25% af veggfleti

Við útreikning á minnstu fjarlægð á milli bygginga má beita viðurkenndum stöðlum, t.d. NFPA 80A (www.nfpa.org) NFPA® 80A Recommended Practice for Protection of Buildings from Exterior Fire Exposures. Þegar staðallinn er notaður má miða við eftirfarandi gildi í töflu 4.3.5.2 staðalsins.

FlokkunBrunaálag MJ/m2
Light600
Moderate601-1300
Severe> 1300
Tafla 3. Brunaálag í brunahólfi

FlokkunFlokkur
LightKlæðning í flokki 1. Efnisflokkur B
ModerateEfnisflokkur C
SevereKlæðning í flokki 2 Efnisflokkur D
Tafla 4. Brunaflokkun innanhússklæðninga

Þegar staðallinn er notaður má, í töflu 4.3.5.2 (a), miða við að brunaálag ,,light“ gildi upp í allt að 600 MJ/m2 gólfs en ,,severe“ fyrir brunaálag yfir 1300 MJ/m2. Í töflu 4.3.5.2 (b) má
miða við ,,light“ þegar innanhúss klæðningar eru í flokki 1 (efnisflokk B) en nota skal ,,severe“ þegar klæðningar eru í flokki 2 (efnisflokkur D).

3 Heimildir

  • Leiðbeiningar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar 9.7.1 Varnir gegn útbreiðslu elds
  • Leiðbeiningar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar 9.6.26 Gluggar í útveggjum
  • ÍST EN 1991-1-2 Eurocode 1: Hönnun brunahluta – Hluti 1-2: Almennt – Eldvarnarhönnun.
  • Performance Requirements for Fire Safety and Technical Guide for Verification by Calculation. NKB 1994:07
  • NFPA® 557 Standard for Determination of Fire Loads for Use in Structural Fire Protection Design
  • NFPA®80A Recommended Practice for Protextion of Buildings from Exterior Fire Exposured

Yfirlit yfir breytingar sem gerðar hafa verið á leiðbeiningunni:

ÚtgáfaLýsing á breytingu:Dags.
1.0Á ekki við14.04.2021