6.7.1. Almennar kröfur til íbúða

Leiðbeiningar

1 2. mgr.: Geymslurými skal rúma það sem nauðsynlegt þykir fyrir þann fjölda íbúa sem reiknað er með að búi í íbúðinni. Geymslurými getur verið sérherbergi eða skápar til dæmis í fullri hæð og / eða undir súð / stiga. Hönnuður skal gera grein fyrir lausn sinni á geymslurými.
Þvottaaðstaða er í sér- eða sameign. Hún getur verið í sérherbergi, inni á baðherbergi eða inni í eldhúsi. Þvottaaðstaða íbúðar skal uppfylla kröfur til votrýma og skal loftræst samkvæmt ákvæðum 10.2 kafla. Ef bað og þvottaaðstaða eru sameinuð skal uppfylla heildarloftræsikröfur beggja rýma. Í sameiginlegum þvottahúsum skal gera grein fyrir því hvort reiknað sé með að vélakostur sé sameiginlegur eða ekki. Dæmi um þvottaaðstöðu eru sýnd á myndum 1, 2 og 17.

Mynd 1. Dæmi um þvottaherbergi. Öll mál í mm.
Mynd 2. Dæmi um sameiginlegt þvottaherbergi fyrir 3 íbúðir þar af 1 fyrir hreyfihamlaða. Öll mál í mm.

Hönnuður skal gera grein fyrir stærð geymsla fyrir barnavagna og hjól miðað við áætlaðan íbúafjölda hvort sem þær eru í sér- eða sameign.

2 3. mgr.: Liðir a. – d. sýna dæmi um rýmisþörf húsgagna og innréttinga.

a Rúm og skápar

Dæmi um sænska lágmarks rýmisþörf rúma og skápa eru sýnd á myndum 3 - 4.

Mynd 3. Lágmarks rýmisþörf í kringum rúm. Öll mál í mm
Mynd 4. Lágmarks rýmisþörf fyrir framan skápa. Öll mál í mm
b Sófar og armstólar

Dæmi um sænska lágmarks rýmisþörf sófa og armstóla eru sýnd á myndum 5 - 7.

Mynd 5. Lágmarks rýmisþörf fyrir framan 3 sæta sófa. Öll mál í mm
Mynd 6. Lágmarks rýmisþörf fyrir framan 2 sæta sófa. Öll mál í mm
Mynd 7. Lágmarks rýmisþörf kringum armstól. Öll mál í mm
c Matarborð

Dæmi um sænska lágmarks rýmisþörf matarborða eru sýnd á mynd 8 og 9.

Mynd 8. Lágmarks rýmisþörf í kringum matarborð. Öll mál í mm
Mynd 9. Lágmarks rýmisþörf í kringum hringlaga matarborð. Öll mál í mm
d Eldhúsinnréttingar

Dæmi um sænska lágmarks lengd eldhúsinnréttinga eru sýnd á mynd 10 - 14.

Mynd 10. Lágmarks lengd eldhúsinnréttinga í íbúðum að hámarki 40 m² að stærð og 1 íbúa. Öll mál í mm
Mynd 11. Lágmarks lengd eldhúsinnréttinga í íbúðum að hámarki 55 m² að stærð og 1 íbúa. Gólfpláss
0,60 m x 0,60 m fyrir mögulega viðbót. Öll mál í mm.
Mynd 12. Lágmarks lengd eldhúsinnréttinga í íbúðum fyrir að hámarki 2 íbúa. Gólfpláss 0,60 m x 0,60 m
fyrir mögulega viðbót. Öll mál í mm.
Mynd 13. Lágmarks lengd eldhúsinnréttinga í íbúðum fyrir að hámarki 3-4 íbúa. Gólfpláss 0,60 m x 0,60 m
fyrir mögulega viðbót. Öll mál í mm.
Mynd 14. Lágmarks lengd eldhúsinnréttinga í íbúðum fyrir að fleiri en 4 íbúa. Viðbótarskápur
0,60 m x 0,60 m. Öll mál í mm.

3 4. mgr.: Allar íbúðir skulu vera með baðherbergi. Sjá dæmi á myndum 15 - 17.

Mynd 15. Dæmi um baðherbergi .Öll mál í mm
Mynd 16. Dæmi um tvískipt baðherbergi. Öll mál í mm
Mynd 17. Dæmi um baðherbergi með þvottaaðstöðu. Öll mál í mm

4 Í 7. mgr. 6.7.1 gr. segir: Þegar umferðarleið er að reiðhjólageymslu um sameiginlega bílgeymslu skal hún vera vel aðskilin umferðarleið ökutækja og vera girt af með vörn t.d. handriði eða handlista. Æskilegt er að breidd umferðarleiðar sé að minnsta kosti 1,5 m. Sjá mynd 18.

Mynd 18. Dæmi um hjólageymslu og aðkomu að henni gegnum bílgeymslu, öll mál í mm

5 11. mgr.: Í öllum nýbyggingum skal vera gert ráð fyrir tengibúnaði vegna hleðslu rafbíla við hvert bílastæði í bílgeymslu og hvert bílastæði utanhúss.
Við endurbyggingu skal gert ráð fyrir tengibúnaði vegna hleðslu rafbíla við hvert bílastæði í bílgeymslu og hvert bílastæði utanhúss.
Með orðinu endurbygging er átt við í þessu tilfelli, þegar um ræðir eitthvað af eftirfarandi:

  • Endurnýjun á rafmagni sameignar
  • Endurnýjun á rafmagni í bílgeymslu
  • Endurnýjun á aðalrafmagnstöflu
  • Endurnýjun á bílgeymsli
  • Endurnýjun á bílastæðum á lóð
  • Breytt notkun mannvirkis í íbúðarhúsnæði

6 Þegar hleðslustöðvar eru settar niður við bílastæði hreyfihamlaðra skal aðgengi að þeim vera gott og hindrunarlaust.

Mynd 19. Gott dæmi um hleðslustöð við bílastæði hreyfihamlaðra.
Hleðslustæði hreyfihamlaðra þarf svo að merkja með tákni
hreyfihamlaðra á bláum ferningi og öll hleðslustæðin með
tákni hleðslustæða rafbíla á grænum ferningi. Öll mál í mm.
Mynd 20. Slæmt dæmi um hleðslustöð við bílastæði hreyfihamlaðra, háir kantsteinar hindra aðgengi
Mynd 21. Dæmi um hleðslustöð við bílastæði hreyfihamlaðra. Hér er ágætis aðgengi að hleðslustöð en
stæðið er heilmálað og það vantar merki bílastæða hreyfihamlaðra á bláum fleti

7 Sjá leiðbeiningar um útfærslu á heimahleðslu rafbíla á heimasíðu HMS.

Yfirlit yfir breytingar sem gerðar hafa verið á leiðbeiningunni:

ÚtgáfaLýsing á breytingu:Dags.
1.0Á ekki við8.7.2016
1.17. breyting byggingarreglugerðar25.6.2018
1.2Lagfæringar16.5.2019
1.38. breyting byggingarreglugerðar3.7.2019
1.4Tilvísun tekin og mynd 19 endurgerð8.10.2019
1.5MVS breytt í HMS6.2.2020
1.69. breyting byggingarreglugerðar. Yfirlit yfir breytingar16.11.2020