Almennum leiðbeiningum um meðhöndlun byggingar- og niðurrifsúrgangs er skipt í verkþætti; undirbúningsfasa, á meðan verki stendur og að verki loknu, sjá yfirlit í töflu 1. Leiðbeiningar um flokkun efna er í töflu 2.
Tími
Verkþáttur
Lýsing
Undirbúningur
1
Magn og gerð úrgangs
Áætla hvaða úrgangur fellur til og í hve miklu magni
Undirbúningur
2
Takmörkun úrgangs
Leita leiða til að minni úrgangur falli til
Undirbúningur
3
Þjónusta
Velja móttökuaðila sem getur haldið utan um upplýsingar um magn sem skilað er
Undirbúningur
4
Skipulag á byggingastað
Skipuleggja hvernig úrgangur verður meðhöndlaður á byggingastað, t.d. stærð íláta og staðsetning þeirra og tryggja aðgengi að þeim
Á verktíma
5
Skilgreining ábyrgðar og fræðsla starfsfólks
Tryggja að starfsfólk þekki kerfið og skilji hvernig eigi að meðhöndla úrgang. Þeir sem taka þátt í flokkuninni þekki hlutverk sitt
Á verktíma
6
Eftirlit
Hafa eftirlit á byggingastað til að tryggja að kerfinu sé fylgt
Að verktíma loknum
7
Endurmat
Skoða hve mikið magn af úrgangi féll til og bera saman við áætlun. Endurgjöf til starfsmanna. Læra af reynslunni og taka með í næsta verkefni
Tafla 1. Meðferð úrgangs og skipting í verkþætti
Undirbúningur
1 Magn og gerð úrgangs
Áætla hvaða úrgangur fellur til og í hve miklu magni.
Útbúa lista yfir öll efni og áætlað magn efnis sem mun falla til, sjá leiðbeiningar um flokkun efna í töflu 2
Meta ástand efnis, hversu auðvelt er að endurvinna það og hvernig það verður endurnýtt eða endurunnið
Tilgreina hættuleg innihaldsefni á borð við asbest eða blý sem þurfa sérstaka förgun
2 Takmörkun úrgangs
Í stað þess á leggja áherslu á meðhöndlun, horfa til þess að haga verkum þannig að sem minnst falli til af úrgangi.
Velja efnin þannig að auðvelt sé að endurnota eða endurnýta þau
Velja efnin þannig að niðurrif leiði af sér minni úrgang. Horfa til hringrásarhagkerfis
Velja einingahönnun ef við á. Forunnin byggingarefni sem eru send á verkstað geta minnkað úrgang á framkvæmdasvæði verulega
Tilgreina nákvæmar kröfur til efna við innkaup og minnka umbúðir. Semja við birgja um að taka til baka umbúðir, vörubretti og umfram efni
3 Þjónusta
Velja móttökuaðila sem býður þá flokkun sem þarf og getur gefið reglulega upplýsingar um magn sem fellur til.
Bjóða út úrgangsþjónustu eða gera verðkönnun
Sjá til þess að móttökuaðili geti tekið við þeim úrgangsflokkum sem falla til
Óska eftir reglulegum skýrslum um gang mála. Skilgreina kröfur til merkinga á ílátum og söfnunarstöðum
4 Flokkun á byggingarstað
Skipuleggja hvernig úrgangur verður meðhöndlaður á byggingastað, t.d. stærð úrgangsíláta og staðsetning þeirra og tryggja aðgengi að þeim.
Skilgreina fjölda stærð og staðsetningu úrgangsíláta með tilliti til áætlaðs magns efnis sem fellur til
Sýna skal staðsetningu úrgangsíláta á teikningu af skipulagi vinnusvæðis
Hafa viðeigandi tunnur á mismunandi verktímum
Skoða hugsanlega endurnotkun efna á byggingarstað
Koma nýtanlegum hlutum og byggingarefni í endurnotkun
Á verktíma
5 Fræðsla starfsfólks og skilgreining ábyrgðar
Tryggja að starfsfólk þekki kerfið og skilji hvernig eigi að meðhöndla úrgang. Þeir sem taka þátt í flokkuninni þekki hlutverk sitt.
Ganga úr skugga um að starfsmenn þekki kerfið og viti ábyrgð og hlutverk sitt
Gera samninga við undirverktaka svo þeir vinni eftir sama kerfi
Hvetja starfsfólk til að flokka t.d. með fræðslu eða umbun
Tala um kerfið á jákvæðan hátt og tala um árangur á stöðufundum starfsfólks og gefa möguleika á að fólk komi ábendingum til skila
Heyra frá móttökuaðila hvort flokkun sé í lagi og lagfæra verkferla ef þarf
6 Eftirlit
Hafa eftirlit á byggingastað til að tryggja að kerfinu sé fylgt
Hafa eftirlit á byggingastað til að tryggja að kerfinu sé fylgt
Spyrja starfsmenn á byggingastað hvernig kerfið virkar og bregðast við ábendingum
Fylgjast með hvort úrgangur falli til sem áætlun gerir ekki ráð fyrir og bregðast við ef þarf
Ómálað timbur, timbur sem er ekki plasthúðað, þjalir, spónaplötur, húsgögn og innréttingar úr hreinu timbri, krossviður, parket, sperrur, loftplötur, listar, panill, umbúðir, gagnvarinn viður
Málað timbur
Plasthúðað eða málað timbur, innréttingar og hurðar, borðplötur, gluggakarmar, plastparket
Umbúðaplast
Umbúðaplast utan af nýjum vörum, plastbrúsar
Plast annað en umbúðir
Hreint plast efni, plastbakkar, fötur án málmhandfangs, plaströr, plasteinangrun
Grófur byggingarúrgangur, almennur úrgangur frá starfsmannaaðstöðu
Spilliefni
Hættumerkt efni, efnavörur. Byggingarefni, t.d. steypa, plastefni og timbur, sem eru menguð af spilliefnum. Halda skal spilliefnum aðskildum frá öðrum úrgangi
Úrgangur sem inniheldur asbest
Asbest getur verið í einangrun, rörum og þéttiefnum
Tafla 2. Leiðbeiningar um flokkun efna
Að verktíma loknum
7 Endurmat og endurgjöf
Skoða niðurstöðu verkefnis og bera saman við áætlun. Endurgjöf til starfsmanna.
Bera saman áætlað magn úrgangs við raunmagn sem til féll
Meta hvernig kerfið virkaði, hvað gekk vel og hvað ekki
Fara í gegnum athugasemdir frá starfsmönnum, þjónustuaðila og verktökum
Gefa endurgjöf til starfsmanna, þakka ábendingar og hrósa því sem vel tókst til
Læra af reynslunni og nýta í verkefni framtíðarinnar