6.4.8. Stigar og tröppur – breidd og lofthæð

Leiðbeiningar

1 3. mgr. 6.4.8. gr.:

Almenna reglan er sú að stigar bygginga skulu vera jafn breiðir þeim gangi sem að þeim liggur. Sé stigi mjórri en aðliggjandi gangur skal gæta þess að stiginn uppfylli kröfur um breidd flóttaleiða.

Stigar skulu vera 1,20 m að breidd í íbúðarhúsum með fleiri en einni íbúð og atvinnuhúsnæði þar sem hann þjónar fleiri en einu fyrirtæki. Heimilt er í íbúðarhúsnæði með lyftu fyrir sjúkrabörur að stigi sé 1,00 m að breidd.

Mynd 1. Stigabreidd 1,20 m. Öll mál í mm
Mynd 2. Stigabreidd 0,90 m innan íbúðar. Öll mál í mm
Mynd 3. Stigabreidd 1,00 m í íbúðarhúsnæði með lyftu fyrir sjúkrabörur. Öll mál í mm

2 4. mgr. 6.4.8. gr.:

Hindrunarlausa ganghæð í stigum bygginga skal vera minnst 2,10 m í hverju þrepi stigans. Þessi krafa er gerð til að auðveldara sé að ferðast um stigann til dæmis við vöru-, húsgagna- og sjúkraflutninga. Hindrunarlaus lofthæð milli stigapalla er sú sama og í viðkomandi byggingu.

Mynd 4. Hindrunarlaus lofthæð í stigum. Öll mál í mm

Yfirlit yfir breytingar sem gerðar hafa verið á leiðbeiningunni:

ÚtgáfaLýsing á breytingu:Dags.
1.0Á ekki við22.6.2012
2.0Tilvísanir færðar inn31.5.2013
3.03. breyting byggingarreglugerðar - lofthæð breytt15.7.2015
4.04. breyting byggingarreglugerðar - stigabreiddum breytt30.5.2016
4.1Letur stækkað18.6.2018
4.2Tilvísanir fjarlægðar30.9.2019
4.3MVS breytt í HMS5.2.2020
4.4Yfirlit yfir breytingar22.12.2020