10.4.2. Kröfur (útilýsing)

Leiðbeiningar

Grein 10.4.2. í byggingarreglugerð

  1. mgr. 10.4.2 gr.: Lýsing bílastæða, gönguleiða og vinnusvæða utandyra skal vera góð og glýjufrí. Huga skal vel að litavali ljósastæða svo sjónskertir sjái þau betur. Hæð ljósapolla þarf að vera að lágmarki í mjaðmarhæð svo sjónskertum og blindum stafi ekki hætta af þeim. Best er að vera með ljósastæði með hlutfallslega stuttu millibili, að hámarki 10 m, þannig að þau vísi leiðina að inngangi bygginga sem hentar sérstaklega vel fyrir sjónskerta. Það kemur sjónskertum einnig vel ef tröppur og skábrautir eru með sterkari lýsingu en almennar gönguleiðir og að inngangar séu mjög vel upplýstir.

Yfirlit yfir breytingar sem gerðar hafa verið á leiðbeiningunni:

ÚtgáfaLýsing á breytingu:Dags.
1.0Á ekki við12.10.2012
1.1Tilvísanir settar inn25.2.2013
1.2Letur stækkað og tilvísanir fjarlægðar28.6.2013
1.3Tilvísanir fjarlægðar16.8.2019
1.4Tilvísanir fjarlægðar15.11.2019
1.5MVS breytt í HMS, tilvísanir fjarlægðar7.2.2020
1.6Yfirlit yfir breytingar11.1.2021
1.7 Nafnabreyting9.3.2021