2.6.2. Heimild leyfisveitanda til að fjarlægja lausafjármuni

Leiðbeiningar

1 Heimild leyfisveitanda til að fjarlægja lausafjármuni

Hafi ekki verið sótt um stöðuleyfi fyrir stöðuleyfisskyldum lausafjármunum gildir 2.6.2. gr. um heimild leyfisveitanda til að fjarlægja viðkomandi lausafjármuni. Skal leyfisveitandi krefja eiganda um að fjarlægja þá innan eðlilegs frests, þó aldrei lengri frests en eins mánaðar, að öðrum kosti verði það gert á kostnað eiganda.

Þegar handhafi stöðuleyfis uppfyllir ekki þær kröfur sem fram koma í 2.6.1. gr. eða önnur skilyrði stöðuleyfis skal leyfisveitandi krefja hann um úrbætur innan hæfilegs frests, þó aldrei lengri en eins mánaðar. Verði viðkomandi ekki við þeim kröfum skal leyfisveitandi krefjast þess að lausafjármunirnir verði fjarlægðir innan hæfilegs frests, að öðrum kosti verði það gert á kostnað handhafa stöðuleyfis.

Ákvæði 2.6.2. gr. er sértækt ákvæði um úrræði sem leyfisveitandi getur beitt ef ekki er sótt um stöðuleyfi eða skilyrði þess eru ekki uppfyllt. Dagsektum samkvæmt ákvæðum 56. gr. laga um mannvirki er því ekki beitt nema úrræði 2.6.2. gr. byggingarreglugerðar hafi ekki skilað árangri eða almennt ástand lóðar krefst frekari aðgerða sem uppfylla skilyrði fyrir beitingu ákvæða 56. gr.

Tilvísanir                

  • Byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum
  • Lög um mannvirki nr. 160/2010 með síðari breytingum
  • Leiðbeiningar nr. 2.3.1. Byggingarleyfisskyldar framkvæmdir
  • Leiðbeiningar nr. 2.3.6. Málsmeðferð vegna tilkynntra framkvæmda
  • Leiðbeiningar nr. 2.6.1. Umsókn um stöðuleyfi

Yfirlit yfir breytingar sem gerðar hafa verið á leiðbeiningunni:

ÚtgáfaLýsing á breytingu: Dags.
1.0 Á ekki við29.11.2017
1.1 Letur stækkað1.6.2018
1.2 MVS breytt í HMS og tilvísu fjarlægð4.2.2020
1.3 Yfirlit yfir breytingar15.12.2020